Handbolti

Teitur skoraði sjö í fyrsta Meistaradeildarsigri Flensburg

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Teitur Örn Einarsson var atkvæðamikill í sóknarleik Flensburg í kvöld.
Teitur Örn Einarsson var atkvæðamikill í sóknarleik Flensburg í kvöld. vísir/getty

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg tóku á móti úkraínska liðinu Motor Zaporozhye í sjöttu umferð Meistaradeildarinnar í kvöld. Teitur Örn skoraði sjö mörk í öruggum sjö marka sigri, 34-27.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í upphafi leiks, en um miðbik fuyrri hálfleiks tóku heimamenn í Flensburg forystuna. Þeir náðu mest fjögurra marka forskoti í fyrri hálfleik og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 13-11.

Heimamenn létu forskotið aldrei af hendi í seinni hálfleik. Gestirnir komust þó nálægt því að jafna þegar þeir minnkuðu muninn í 15-14. Nær komust þeir þó ekki og Flensburg náði mest sjö marka forskoti í stöðunni 24-17.

Niðurstaðan varð öruggur  marka sigur Flensburg, , en þetta var fyrsti sigur liðsins í Meistaradeildinni á tímabilinu.  Liðið er enn í neðsta sæti B-riðils með þrjú stig, einu stigi minna en andstæðingar kvöldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×