Handbolti

Stefán Árni og Ásgeir Örn hita upp fyrir umferð vikunnar í karlahandboltanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur verið gaman hjá Valsmönnum að undanförnu en hér eru þeir Björgvin Páll Gústafsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson.
Það hefur verið gaman hjá Valsmönnum að undanförnu en hér eru þeir Björgvin Páll Gústafsson og Þorgils Jón Svölu Baldursson. Vísir/Hulda Margrét

Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta í aukaþætti Seinni bylgjunnar en umferðin hefst í kvöld með tveimur leikjum og lýkur á morgun með hinum fjórum leikjunum.

Stórleikur kvöldsins er viðureign toppliðanna Vals og Stjörnunnar en þau eru einu taplausu liðin í deildinni og hafa unnið alla leiki sína til þessa. Valsmenn hafa unnið fimm leiki en Stjarnan fjóra.

Stórleikurinn annað köld og sjónvarpsleikurinn er viðureign FH og KA í Kaplalrika. Leikur Fram og ÍBV verður einnig sýndur beint.

  • Leikirnir í sjöttu umferð Olís deildar karla í handbolta:
  • -

  • Fimmtudagur 28. október
  • Klukkan 19.30: Stjarnan - Valur
  • Kl. 20.15: Afturelding - Víkingur
  • -
  • Föstudagur 29. október
  • Kl. 18.00: Fram - ÍBV (Beint á Stöð 2 Sport)
  • Kl. 19.30: Selfoss - Grótta
  • Kl. 19.30: FH - KA (Beint á Stöð 2 Sport 4)
  • Kl. 20.00: Haukar - HK

Það má sjá allan upphitunarþáttinn hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir 6. umferð Olís deildar karla



Fleiri fréttir

Sjá meira


×