Viðskipti innlent

Skaga­maðurinn Reynir nýr for­stöðu­maður fyrir­tækja­sviðs

Atli Ísleifsson skrifar
Reynir Leóssson spilaði meðal annars með ÍA, Fram og Val á sínum knattspyrnuferli.
Reynir Leóssson spilaði meðal annars með ÍA, Fram og Val á sínum knattspyrnuferli. N1

N1 hefur ráðið Skagamanninn Reyni Leósson sem nýjan forstöðumann fyrirtækjasviðs.

Reynir, sem gerði garðinn frægan á knattspyrnuvellinum á sínum yngri árum, kemur til N1 frá VÍS þar sem hann hefur undanfarin þrjú ár starfað sem forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar.

Í tilkynningu segir að Reynir hafi mikla reynslu af sölu og þjónustu á fyrirtækjamarkaði, en auk þess að leiða fyrirtækjaráðgjöf VÍS, hafi hann sinnt starfi forstöðumanns fyrirtækjasölu Vodafone og verið framkvæmdastjóri auglýsinga hjá Sagafilm.

Reynir er með B.ed. gráðu frá Kennaraháskóla Íslands og MBA gráðu frá Háskóla Íslands. Hann er giftur Katrínu Rós Baldursdóttur, sem vinnur í ferlastýringu hjá Össuri hf. og eiga þau tvo drengi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×