Hótelin skattlögð langt umfram AirBnB og hótelskip Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2021 19:31 Hundrað níutíu og fimm herbergi eru á Grandi Center Hotel á Seljavegi í hjarta gamla Vesturbæjarins. Stöð 2/Egill Enn ríkir töluverð óvissa um rekstur hótela þótt ferðamönnum hafi fjölgað í sumar og haust. Formaður Félags fyrirtækja í hótel og gistiþjónustu segir að bæta þurfi samkeppnisstöðu hótela gagnvart leiguíbúðum fyrir ferðamenn og skemmtiferðaskipum sem sigli í vaxandi mæli í kringum landið. Það hafa verið erfiðir tímar undanfarin tæpu tvö ár hjá ferðaþjónustunni og mörg hótel þurftu hreinlega að loka. Það er þó ekki allur vindur úr hótelrekstrinum. Center hotels hefur opnað splunkunýtt hótel, Grandi á Seljavegi, með hundrað nítíu og fimm herbergjum. Hótelið er hið glæsilegasta og fær að bera þess merki að þar var stálsmiðjan Héðinn til húsa í áratugi. Kristófer Óliversson sem á Cenert hótelin með konu sinni segir að staðið hafi til að að opna það skömmu fyrir faraldurinn en því verið frestað fram í júlí síðast liðinn. „Það hefur gengið. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur á markaðnum og gengið vel að fá gesti. En þetta tekur allt sinn tíma, að byggja upp við þessar aðstæður sem eru núna. Það er ekki eins og allt sé komið í blóma þótt túristarnir séu farnir að koma,“ segir Kristófer. Á hótelinu er veitiingastaðurinn Héðinn- Kitchen & bar í sal þar sem stálsmiðjan Héðinn var áður með starfsemi.Stöð 2/Egill Sjálf lokuðu hann og kona hans sex af sjö hótelum sínum þegar farsóttin stóð sem hæst en hafa nú opnað þau öll aftur og Grandi er áttunda hótelið undir Center vörumerkinu. Hann er einnig formaður Félags í hótel og gistiþjónustu og segir flest hótel borgarinnar einnig hafa opnað á ný. Það hafi hins vegar verið skortur á starfsfólki þegar lagt var af stað á ný. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill „Við opnuðum það síðasta núna í september. Þurftum að halda því lokuðu vegna þess að við urðum að fá starfsmenn erlendis frá til að getað opnað hin hótelin og getað boðið starfsfólkinu gistingu,“ segir Kristófer. Nú eigi hótel hins vegar í nýrri samkeppni auk AirBnB íbúðanna því færist hafi í vöxt að rekstraraðilar erlendra skemmtiferðaskipa fljúgi hingað farþegum og sigli með þá í þúsundatali hringinn í kringum landið. Gestamóttakan í Grandi Hotel hefur yfir sér blæ sjöunda áratugarins.Stöð 2/Egill „Af svona hóteli erum við að borga um tvær milljónir á herbergi á ári í skatta og skyldur. Af AirBnB og hótelskipum sem núna eru nýja sprengjan í bransanum eru menn ekki að borga, eða borga mjög lítið í þessu samhengi,“ segir Kristófer. Fyrir faraldurinn hafi hann verið langt kominn með að byggja hundrað og fimmtíu manna hótel á Akureyri með traustum aðilum. Ef hann ætti að gera það núna myndi hann frekar leigja skip og sigla hringinn í kringum landið. Mjög gott útsýni er yfir gamla Vesturbæinn úr herbergjum Grandi hótel.Stöð 2/Egill Áður en faraldurinn skall á hafi hótel séð bókanir allt að tvö ár fram í tímann. Nú geti menn aðeins horft fram yfir áramótin með nokkurri vissu. Stjórnvöld verði að jafna leikinn. „Ef það eiga að vera skattar á þessum greinum þá borgi allir svipað. Eða þá fella þá niður á alla. Það er náttúrlega einn möguleiki sem mætti benda á,“ segir Kristófer Óliversson. Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Airbnb Skattar og tollar Tengdar fréttir Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Bændasamtökin enn í viðræðum við ríkið um Hótel Sögu Viðræður standa enn yfir á milli Bændasamtaka Íslands og ríkisins um kaup á Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands. Þá er enn rætt við tvo aðila í hótelgeiranum, að sögn Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtakanna. 22. október 2021 11:17 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Það hafa verið erfiðir tímar undanfarin tæpu tvö ár hjá ferðaþjónustunni og mörg hótel þurftu hreinlega að loka. Það er þó ekki allur vindur úr hótelrekstrinum. Center hotels hefur opnað splunkunýtt hótel, Grandi á Seljavegi, með hundrað nítíu og fimm herbergjum. Hótelið er hið glæsilegasta og fær að bera þess merki að þar var stálsmiðjan Héðinn til húsa í áratugi. Kristófer Óliversson sem á Cenert hótelin með konu sinni segir að staðið hafi til að að opna það skömmu fyrir faraldurinn en því verið frestað fram í júlí síðast liðinn. „Það hefur gengið. Við höfum fengið mjög góðar viðtökur á markaðnum og gengið vel að fá gesti. En þetta tekur allt sinn tíma, að byggja upp við þessar aðstæður sem eru núna. Það er ekki eins og allt sé komið í blóma þótt túristarnir séu farnir að koma,“ segir Kristófer. Á hótelinu er veitiingastaðurinn Héðinn- Kitchen & bar í sal þar sem stálsmiðjan Héðinn var áður með starfsemi.Stöð 2/Egill Sjálf lokuðu hann og kona hans sex af sjö hótelum sínum þegar farsóttin stóð sem hæst en hafa nú opnað þau öll aftur og Grandi er áttunda hótelið undir Center vörumerkinu. Hann er einnig formaður Félags í hótel og gistiþjónustu og segir flest hótel borgarinnar einnig hafa opnað á ný. Það hafi hins vegar verið skortur á starfsfólki þegar lagt var af stað á ný. Kristófer Óliversson annar eigenda Center hótelanna segir ekki allt komið í blóma þótt ferðamennirnir séu farnir að láta sjá sig aftur.Stöð 2/Egill „Við opnuðum það síðasta núna í september. Þurftum að halda því lokuðu vegna þess að við urðum að fá starfsmenn erlendis frá til að getað opnað hin hótelin og getað boðið starfsfólkinu gistingu,“ segir Kristófer. Nú eigi hótel hins vegar í nýrri samkeppni auk AirBnB íbúðanna því færist hafi í vöxt að rekstraraðilar erlendra skemmtiferðaskipa fljúgi hingað farþegum og sigli með þá í þúsundatali hringinn í kringum landið. Gestamóttakan í Grandi Hotel hefur yfir sér blæ sjöunda áratugarins.Stöð 2/Egill „Af svona hóteli erum við að borga um tvær milljónir á herbergi á ári í skatta og skyldur. Af AirBnB og hótelskipum sem núna eru nýja sprengjan í bransanum eru menn ekki að borga, eða borga mjög lítið í þessu samhengi,“ segir Kristófer. Fyrir faraldurinn hafi hann verið langt kominn með að byggja hundrað og fimmtíu manna hótel á Akureyri með traustum aðilum. Ef hann ætti að gera það núna myndi hann frekar leigja skip og sigla hringinn í kringum landið. Mjög gott útsýni er yfir gamla Vesturbæinn úr herbergjum Grandi hótel.Stöð 2/Egill Áður en faraldurinn skall á hafi hótel séð bókanir allt að tvö ár fram í tímann. Nú geti menn aðeins horft fram yfir áramótin með nokkurri vissu. Stjórnvöld verði að jafna leikinn. „Ef það eiga að vera skattar á þessum greinum þá borgi allir svipað. Eða þá fella þá niður á alla. Það er náttúrlega einn möguleiki sem mætti benda á,“ segir Kristófer Óliversson.
Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Airbnb Skattar og tollar Tengdar fréttir Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00 Bændasamtökin enn í viðræðum við ríkið um Hótel Sögu Viðræður standa enn yfir á milli Bændasamtaka Íslands og ríkisins um kaup á Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands. Þá er enn rætt við tvo aðila í hótelgeiranum, að sögn Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtakanna. 22. október 2021 11:17 Mest lesið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Viðskipti innlent Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Sjá meira
Edition vill vera hjartslátturinn í nýrri miðborg Reykjavíkur Nóttin í svítu á nýjasta hótelinu í Reykjavík kostar á bilinu 117 þúsund upp í rúma eina og hálfa milljón. Þar er boðið upp á einstakt útsýni yfir gömlu höfnina og ýmsa aðra þjónustu sem prýðir fimm stjörnu hótel. 22. október 2021 19:00
Bændasamtökin enn í viðræðum við ríkið um Hótel Sögu Viðræður standa enn yfir á milli Bændasamtaka Íslands og ríkisins um kaup á Hótel Sögu fyrir Háskóla Íslands. Þá er enn rætt við tvo aðila í hótelgeiranum, að sögn Gunnars Þorgeirssonar, formanns Bændasamtakanna. 22. október 2021 11:17
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent