Skoðun

Evangelíski Lúther & nútíminn

Jón Aðalsteinn Norðfjörð skrifar

Hinn evangelíski Marteinn Lúther er sá eini sem nefndur er á nafn í Íslenskri stjórnarskrá, bæði gömlu og nýju, og er þar sérstaklega varinn.

Það veldur mikilli hryggð að lesa sig til um persónu hans og lífsskoðun sem var á skjön við flest allt í hans samtíma.

Þetta var ofstopamaður, kúgari, rasisti, hatari og flest það samfélög kæra sig ekki um.

Hann taldi konur algjörlega óhæfar í allri umræðu um samfélagsmál.

Hann stóð gegn lýðræði og öllu skoðanafrelsi og trúfrelsi.

Ríkið (keisarinn) og kirkjan skyldu vera algjörlega samofin.

Anababtistar eða endurskírendur, þeir sem höfnuðu barnaskírn, voru hálshöggnir. Aðrir sem ekki fylgdu trúarsannfæringu hans voru miskunnarlaust drepnir.

Gyðingar voru drepnir og niðurlægðir og taldir hin mesta meinsemd. Hugmyndafræði hans var undirstaða nasismans fjórum öldum síðar. Gyðingdómi átti að útrýma og kjarnafylgi nasistanna voru Lútherstrúarmenn.

Dauðadómar fyrir saklausar syndir og nornabrennur voru teknar upp, m.a. á Íslandi.

Svona mætti lengi telja.

Margir kalla þetta siðbót. 🤔

Það er alveg spurning hvernig meðhöndlun hann fengi ef hann héldi skoðunum sínum á lofti á Facebook eða Twitter.

Höfundur er húsasmiður og guðfræðingur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×