Fannst við spila frábærlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 25. október 2021 21:50 Brúnaþungur Basti á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Vilhelm HK tapaði í kvöld naumlega gegn Aftureldingu í Kórnum 28-30, en jafnt var 28-28 þegar mínúta var eftir af leiknum. Sebastian Alexanderson, þjálfari HK leit þó á björtu hliðarnar þrátt fyrir fimmta tapið í röð. „Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
„Mér fannst við spila vel. Framfarir milli leikja ennþá til staðar, við skoruðum 28 mörk í dag og hefðum vel getað skorað töluvert meira. Fórum illa með nokkur tækifæri sem hefðu getað lokað þessum leik. Áður en einhverjir sérfræðingar fara að tala um að Afturelding hafi ekki spilað vel, þá fannst mér þeir spila frábærlega.“ „Þeir náðu bara ekki meira forskoti en þetta því við vorum líka frábærir. Þetta var bara flottur leikur, en auðvitað gerðum við fullt af feilum en við erum að stefna í rétta átt.“ Sebastian Alexandersson var ekkert sérstaklega sáttur með dómara leiksins þegar kom að skrefadómum sem dæmdir voru í leiknum og þeim sem ekki voru dæmdir. „Hérna í lokin, líklega er þetta skref á Hjört en þeir hefðu átt að halda ró sinni og bara spila það sem þeir áttu að spila, við höfðum tíma. En á móti kemur að Guðmundur Bragi skorar fjögur eftir skref í seinni hálfleik.“ Sebastian er bjartsýnn upp á framhaldið en er smeykur við næsta leik sem er gegn Haukum. „Við höfum aldrei gefist upp, höfum alltaf komið til baka í öllum leikjum. Það er alltaf í leikjum þar sem frammiðstaðan fer út og inn. Það lenda allir í því að eiga slæma kafla. Við bara eins og önnur góð lið hættum ekkert, höldum bara áfram. Við erum að nálgast og nálgast, hvenær við náum sigrinum veit ég ekki en hann mun koma.“ „En ég efast stórlega um að hann komi á föstudaginn, við munum samt reyna. Ég er spenntur fyrir leiknum en hann leggst ekkert vel í mig. Það er það lið í deildinni sem hentar okkur lang verst. Það verður spennandi að kljást við þá og við förum þangað til að vinna að sjálfsögðu. Ég er samt ekki bjartsýnn, verð að vera heiðarlegur með það,“ sagði Sebastian að endingu. Sebastian Alexandersson hefur verið hressari á hliðarlínunni.Vísir/Vilhelm Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Enski boltinn „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Körfubolti Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Sjá meira
Leik lokið: HK - Afturelding 28-30 | Gestirnir unnu í spennutrylli HK tók á móti Aftureldingu í Kórnum í lokaleik 5. umferðar Olís-deildar karla í handbolta. Mosfellingar fóru með sigur af hólmi og HK hefur því nú tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni til þessa. Lokatölur kvöldsins 30-28 Aftureldingu í vil. 25. október 2021 21:00