Sala Mílu og þjóðaröryggi Oddný Harðardóttir skrifar 23. október 2021 18:01 Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana. Fjarskipti verða æ mikilvægari eftir því sem tækninni fleygir fram og svo er komið að mikilvægustu innviðir samfélagsins treysta á að fjarskipti séu traust, gæti að þjóðaröryggi og falli undir lögsögu okkar. Mörg ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið til skoðunar hvernig grunnþjónustu mikilvægra innviða verði útvistað og að hve miklu leyti slík þjónusta megi vera í höndum erlendra fyrirtækja. Enda nokkuð augljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að samfélag verði of háð tiltekinni tækni eða kerfi sem opinberir aðilar hafa misst alla stjórn á. Þessi mál eru einnig til skoðunar hér á landi en beðið er m.a. eftir heildarlöggjöf frá forsætisráðherra og nýjum lögum um fjarskipti sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ber ábyrgð á. Samband við umheiminn Nánast öll tal- og gagnafjarskipti við útlönd fara um ljósleiðaratengingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Alvarlegt sambandsrof sæstrengjanna eða ljósleiðaratengingar á landi, getur gert Ísland að mestu sambandslaust við umheiminn og haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni íslenska ríkisins, jafnt efnahags-, öryggis-, varnar- og almannahagsmuni líkt og bent er á í skýrslu þjóðaröryggisráðs frá því í febrúar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Þar segir: „Innan Íslands tengjast sæstrengirnir við stofnljósleiðaranetið sem er hringtenging um landið. Þessi stofnljósleiðari er mikilvægur hlekkur í öllum fjarskiptum hér á landi. Flest fjarskiptakerfi, hvort sem um er að ræða minni ljósleiðaranet á landsbyggðinni eða farnet fjarskiptafyrirtækja, tengjast inn á þennan stofnljósleiðarastreng. Þessi stofnljósleiðarastrengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og viðhald allra þráðanna átta í strengnum.“ Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi landsins og almennrar internettengingar landsmanna. Hvað er til ráða? Nú ætlar Síminn að selja Mílu. Lífeyrissjóðirnir eiga þar meirihluta en ætla nú að selja og hugsanlega kaupa aftur að hluta dýru verði. Stundum er því haldið fram að það sé alveg jafn gott að mikilvægir innviðir samfélagsins séu í eigu lífeyrissjóða og hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. En það er ekki rétt nákvæmlega eins og dæmið um fyrirhugaða sölu á Mílu sannar. Lífeyrissjóðir geta selt sína hluti þegar þeim sýnist. En sem betur fer eigum við löggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þau eru að vísu komin til ára sinna. Eru frá árinu 1991. Þar segir í 12. grein að ef erlend fjárfesting ógnar öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Þannig að stjórnvöld og ráðherra fjarskiptamála hafa átta vikur frá deginum í dag til að meta og eftir atvikum stöðva sölu Símans á Mílu. Almenningur ber kostnað Fákeppni og einokun á fjarskiptamarkaði getur valdið kostnaði fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir eru teknar einhliða og neytendur verða að borga uppsett verð. Líkt og Miðstjórn ASÍ bendir á í nýlegri ályktun er það íslenskt samfélag sem situr uppi með kostnaðinn ef illa fer vegna sölu á Mílu. Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Sala Símans á sínum tíma var óráð og ástæðan fyrir því að við stöndum í þessum sporum í dag. Hvað varð annars um peningana sem ríkið átti að fá fyrir söluna á Símanum á sínum tíma? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Fjarskipti Öryggis- og varnarmál Salan á Mílu Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Starfsemi Mílu er undirstaða fjarskiptaþjónustu um allt land. Öllum má ljóst vera að starfsemi Mílu skiptir miklu fyrir þjóðaröryggi og því má salan sem fyrirhuguð er, alls ekki fara fram án þess að sett séu skýr skilyrði um öryggismál í sölusamning sem halda. Óásættanlegt er að salan á bæði virkum og óvirkum fjarskiptakerfum landsins fari fram án þess að Alþingi geti fjallað um hana. Fjarskipti verða æ mikilvægari eftir því sem tækninni fleygir fram og svo er komið að mikilvægustu innviðir samfélagsins treysta á að fjarskipti séu traust, gæti að þjóðaröryggi og falli undir lögsögu okkar. Mörg ríki og alþjóðastofnanir hafa tekið til skoðunar hvernig grunnþjónustu mikilvægra innviða verði útvistað og að hve miklu leyti slík þjónusta megi vera í höndum erlendra fyrirtækja. Enda nokkuð augljóst að öryggisógn getur verið fólgin í því að samfélag verði of háð tiltekinni tækni eða kerfi sem opinberir aðilar hafa misst alla stjórn á. Þessi mál eru einnig til skoðunar hér á landi en beðið er m.a. eftir heildarlöggjöf frá forsætisráðherra og nýjum lögum um fjarskipti sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ber ábyrgð á. Samband við umheiminn Nánast öll tal- og gagnafjarskipti við útlönd fara um ljósleiðaratengingar á landi og síðan um þrjá sæstrengi sem tengja Ísland við umheiminn. Alvarlegt sambandsrof sæstrengjanna eða ljósleiðaratengingar á landi, getur gert Ísland að mestu sambandslaust við umheiminn og haft alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni íslenska ríkisins, jafnt efnahags-, öryggis-, varnar- og almannahagsmuni líkt og bent er á í skýrslu þjóðaröryggisráðs frá því í febrúar á þessu ári um mat á ástandi og horfum í þjóðaröryggismálum. Þar segir: „Innan Íslands tengjast sæstrengirnir við stofnljósleiðaranetið sem er hringtenging um landið. Þessi stofnljósleiðari er mikilvægur hlekkur í öllum fjarskiptum hér á landi. Flest fjarskiptakerfi, hvort sem um er að ræða minni ljósleiðaranet á landsbyggðinni eða farnet fjarskiptafyrirtækja, tengjast inn á þennan stofnljósleiðarastreng. Þessi stofnljósleiðarastrengur er að 5 /8 hlutum í eigu Mílu ehf. og að 3 /8 hlutum í eigu NATO. Míla ehf. sér um rekstur og viðhald allra þráðanna átta í strengnum.“ Ljósleiðarastrengirnir eru undirstaða flestra fjarskiptakerfa sem notuð eru á Íslandi, þar á meðal símkerfis, farsímakerfis, Tetraneyðarfjarskiptakerfis, mikilvægra gagnatenginga fyrir helstu stoðkerfi landsins og almennrar internettengingar landsmanna. Hvað er til ráða? Nú ætlar Síminn að selja Mílu. Lífeyrissjóðirnir eiga þar meirihluta en ætla nú að selja og hugsanlega kaupa aftur að hluta dýru verði. Stundum er því haldið fram að það sé alveg jafn gott að mikilvægir innviðir samfélagsins séu í eigu lífeyrissjóða og hins opinbera, ríkis eða sveitarfélaga. En það er ekki rétt nákvæmlega eins og dæmið um fyrirhugaða sölu á Mílu sannar. Lífeyrissjóðir geta selt sína hluti þegar þeim sýnist. En sem betur fer eigum við löggjöf um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Þau eru að vísu komin til ára sinna. Eru frá árinu 1991. Þar segir í 12. grein að ef erlend fjárfesting ógnar öryggi landsins geti ráðherra stöðvað slíka fjárfestingu enda kynni ráðherra ákvörðun sína innan átta vikna frá því að samningur er gerður. Þannig að stjórnvöld og ráðherra fjarskiptamála hafa átta vikur frá deginum í dag til að meta og eftir atvikum stöðva sölu Símans á Mílu. Almenningur ber kostnað Fákeppni og einokun á fjarskiptamarkaði getur valdið kostnaði fyrir almenning, fyrirtæki og opinbera aðila þar sem ákvarðanir um verðhækkanir eru teknar einhliða og neytendur verða að borga uppsett verð. Líkt og Miðstjórn ASÍ bendir á í nýlegri ályktun er það íslenskt samfélag sem situr uppi með kostnaðinn ef illa fer vegna sölu á Mílu. Áhættan liggur því hjá íslenska ríkinu og íslenskum almenningi, ekki hjá erlendum fjárfestum. Sala Símans á sínum tíma var óráð og ástæðan fyrir því að við stöndum í þessum sporum í dag. Hvað varð annars um peningana sem ríkið átti að fá fyrir söluna á Símanum á sínum tíma? Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar