Sjálfsskaði í boði trúarofstækis Heiðar Guðjónsson skrifar 22. október 2021 12:32 Ég skildi aldrei hugtakið erfðasynd þegar það kom mér fyrst fyrir sjónir í kristinfræði í grunnskóla. Hvernig átti fólk að fæðast í synd vegna þess að einhver í fyrndinni, sem enginn gat fært sönnur á að hefði verið til, tók epli af tré og beit í það? Það eimir samt eftir af þessum sérkennilega hugsunarhætti í dag. Mannkynið hefur aldrei í sögunni haft það betra. Margir virðast ekki átta sig á uppruna velsældarinnar og það virðist koma fram í því að fólk er sakbitið yfir eigin velmegun. Það trúir því að hagur okkur sé hörmung einhvers annars. Ég hef áður skrifað greinar sem heita „Dómsdagur og Marxismi“ um þessa villutrú. Vinstrimenn virðast uppfullir af heift út í kapítalisma, kerfi sem hefur fært fleiri úr örbirgð í álnir en nokkurt annað skipulag sem reynt hefur verið. Í dag brýst þetta meðal annars út í vanhugsuðum aðgerðum til að breyta öllu orkuskipulagi heimsins í einni svipan. Steinöldin leið ekki undir lok því við vorum búin með steina, sagði fyrrverandi ráðherra olíumála í Saudi Arabíu. Með sama hætti mun olíuöldin, sem fært hefur fólki mestan lífskjarabata í sögu mannkyns, enda með frekari tækniframförum. Thomas Malthus var hagfræðingur sem sagði að um aldamótin 1800 að nú væri mannkyninu öllu lokið, þegar fjöldi fólks fór fyrst yfir 1 milljarð. Það var öðru nær. Villa Malthusar, sem síðan er oft vitnað til, gengur út á að tækniframfarir séu ekki til staðar og því þurfi alltaf að ganga harðar að auðlindum til að auka framleiðslugetu hagkerfsins. Hagsagan hefur rækilega afsannað þessa hugmynd enda hafa framfarir stöðugt sýnt að hægt er að gera meira fyrir minna. Vinstrimenn í dag trúa því að eina leiðin til að minnka ágang í auðlindir er með því að hægja á hagkerfinu. Það sé bara tvennt í stöðunni: að gera „minna fyrir minna“ eða „meira fyrir meira“. Uppnám á orkumarkaði um allan heim sem við horfum nú fram á er dæmi um afleiðingu þessa. ESB hefur gengið hvað harðast fram í að skipta með hraði yfir í vind- og sólarorku. Þar yfirsést ráðamönnum að slík skipti taka áratugi í framkvæmd ef umskiptin eiga ekki að valda algjöru uppnámi. Slökkt hefur verið með hraði á kjarnorkuverum og kola- og gasorkuverum sem bjuggu til grunnorku kerfisins en í stað var stólað á óstöðuga orkugjafa einsog vind og sól. Afleiðingin er sú að þegar ekki nýtur sólar eða vinds þurfa lönd ESB í síauknum mæli að flytja inn orku frá svæðum sem hafa mun meira mengandi áhrif á umhverfið. Við sjáum með berum augum afleiðingarnar í gríðarlegri hækkun orkuverðs og orkuskömmtunum sem munu koma fram víða í Evrópu. Ef veturinn verður kaldur verður ástandið óboðlegt. Það er hins vegar ekki veðrinu um að kenna heldur kreddum stjórnmála og embættismanna. Tækniframfarir sem núna hafa verið kynntar, í kringum betri nýtingu rafmagns, hagkvæmari framleiðslu og nýja orkugjafa, svo sem kaldan samruna sem kynntur var í september í verkefnum hjá rannsóknarstofum MIT gefa fyrirheit um að lausnirnar séu á næsta leiti. Lausnir sem minnka vægi kolefna í orkuframleiðslu. Nýjasta útspil ESB í orkumálum er vanhugsuð Norðurslóðastefna sem kynnt var í síðustu viku á Hringborði Norðurslóða í Hörpu. Þar er mælst til þess að allar orkuauðlindir sem enn eru í jörðu verði látnar óhreyfðar. Ekki nóg með að hætt verði við frekari leit eftir olíu og gasi heldur mun kaupum frá núverandi framleiðslu hætt. Þarna er alveg horft fram hjá því að ekkert svæði í heiminum hefur jafn góða sögu að segja um ábyrga nýtingu auðlinda síðustu árhundruð og góða umgengni við náttúruna og Norðurslóðir. Ákvörðun ESB ýtir í raun framleiðslunni bara til verri staða, eins og gerðist í kringum sólar og vindorkutilburði sambandsins. Þeim finnst eðlilegra að halda uppbyggingu áfram í Afríku og Asíu þar sem mengun vegna vinnslunnar er margföld, spillingin alltumlykjandi, og eftirköstin eftir því. Það er ekkert vit í þessu. Í nafni trúarofstækis munu margir stökkva á vagninn og fagna þessari stefnu í einfeldni sinni. Stefnu sem nánast slekkur á Alaska, stórum hluta Kanada og Noregs ásamt Síberíu. Þar hefur flest fólk ekki sama aðgang að innviðum, efnahagslegum og félagslegum, og fólkið í borgum Evrópu, en á samt að hætta lífi sínu fyrir trúarofstæki ESB. Ég vona innilega að Ísland mótmæli kröftuglega og fjalli á hreinskiptinn hátt um það efnahagslega harakiri sem ESB boðar. Norðurslóðastefna ESB er engum til góðs. Ekki einu sinni ESB. Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Vodafone og Stöðvar 2. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hringborð norðurslóða Orkumál Norðurslóðir Heiðar Guðjónsson Bensín og olía Evrópusambandið Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ég skildi aldrei hugtakið erfðasynd þegar það kom mér fyrst fyrir sjónir í kristinfræði í grunnskóla. Hvernig átti fólk að fæðast í synd vegna þess að einhver í fyrndinni, sem enginn gat fært sönnur á að hefði verið til, tók epli af tré og beit í það? Það eimir samt eftir af þessum sérkennilega hugsunarhætti í dag. Mannkynið hefur aldrei í sögunni haft það betra. Margir virðast ekki átta sig á uppruna velsældarinnar og það virðist koma fram í því að fólk er sakbitið yfir eigin velmegun. Það trúir því að hagur okkur sé hörmung einhvers annars. Ég hef áður skrifað greinar sem heita „Dómsdagur og Marxismi“ um þessa villutrú. Vinstrimenn virðast uppfullir af heift út í kapítalisma, kerfi sem hefur fært fleiri úr örbirgð í álnir en nokkurt annað skipulag sem reynt hefur verið. Í dag brýst þetta meðal annars út í vanhugsuðum aðgerðum til að breyta öllu orkuskipulagi heimsins í einni svipan. Steinöldin leið ekki undir lok því við vorum búin með steina, sagði fyrrverandi ráðherra olíumála í Saudi Arabíu. Með sama hætti mun olíuöldin, sem fært hefur fólki mestan lífskjarabata í sögu mannkyns, enda með frekari tækniframförum. Thomas Malthus var hagfræðingur sem sagði að um aldamótin 1800 að nú væri mannkyninu öllu lokið, þegar fjöldi fólks fór fyrst yfir 1 milljarð. Það var öðru nær. Villa Malthusar, sem síðan er oft vitnað til, gengur út á að tækniframfarir séu ekki til staðar og því þurfi alltaf að ganga harðar að auðlindum til að auka framleiðslugetu hagkerfsins. Hagsagan hefur rækilega afsannað þessa hugmynd enda hafa framfarir stöðugt sýnt að hægt er að gera meira fyrir minna. Vinstrimenn í dag trúa því að eina leiðin til að minnka ágang í auðlindir er með því að hægja á hagkerfinu. Það sé bara tvennt í stöðunni: að gera „minna fyrir minna“ eða „meira fyrir meira“. Uppnám á orkumarkaði um allan heim sem við horfum nú fram á er dæmi um afleiðingu þessa. ESB hefur gengið hvað harðast fram í að skipta með hraði yfir í vind- og sólarorku. Þar yfirsést ráðamönnum að slík skipti taka áratugi í framkvæmd ef umskiptin eiga ekki að valda algjöru uppnámi. Slökkt hefur verið með hraði á kjarnorkuverum og kola- og gasorkuverum sem bjuggu til grunnorku kerfisins en í stað var stólað á óstöðuga orkugjafa einsog vind og sól. Afleiðingin er sú að þegar ekki nýtur sólar eða vinds þurfa lönd ESB í síauknum mæli að flytja inn orku frá svæðum sem hafa mun meira mengandi áhrif á umhverfið. Við sjáum með berum augum afleiðingarnar í gríðarlegri hækkun orkuverðs og orkuskömmtunum sem munu koma fram víða í Evrópu. Ef veturinn verður kaldur verður ástandið óboðlegt. Það er hins vegar ekki veðrinu um að kenna heldur kreddum stjórnmála og embættismanna. Tækniframfarir sem núna hafa verið kynntar, í kringum betri nýtingu rafmagns, hagkvæmari framleiðslu og nýja orkugjafa, svo sem kaldan samruna sem kynntur var í september í verkefnum hjá rannsóknarstofum MIT gefa fyrirheit um að lausnirnar séu á næsta leiti. Lausnir sem minnka vægi kolefna í orkuframleiðslu. Nýjasta útspil ESB í orkumálum er vanhugsuð Norðurslóðastefna sem kynnt var í síðustu viku á Hringborði Norðurslóða í Hörpu. Þar er mælst til þess að allar orkuauðlindir sem enn eru í jörðu verði látnar óhreyfðar. Ekki nóg með að hætt verði við frekari leit eftir olíu og gasi heldur mun kaupum frá núverandi framleiðslu hætt. Þarna er alveg horft fram hjá því að ekkert svæði í heiminum hefur jafn góða sögu að segja um ábyrga nýtingu auðlinda síðustu árhundruð og góða umgengni við náttúruna og Norðurslóðir. Ákvörðun ESB ýtir í raun framleiðslunni bara til verri staða, eins og gerðist í kringum sólar og vindorkutilburði sambandsins. Þeim finnst eðlilegra að halda uppbyggingu áfram í Afríku og Asíu þar sem mengun vegna vinnslunnar er margföld, spillingin alltumlykjandi, og eftirköstin eftir því. Það er ekkert vit í þessu. Í nafni trúarofstækis munu margir stökkva á vagninn og fagna þessari stefnu í einfeldni sinni. Stefnu sem nánast slekkur á Alaska, stórum hluta Kanada og Noregs ásamt Síberíu. Þar hefur flest fólk ekki sama aðgang að innviðum, efnahagslegum og félagslegum, og fólkið í borgum Evrópu, en á samt að hætta lífi sínu fyrir trúarofstæki ESB. Ég vona innilega að Ísland mótmæli kröftuglega og fjalli á hreinskiptinn hátt um það efnahagslega harakiri sem ESB boðar. Norðurslóðastefna ESB er engum til góðs. Ekki einu sinni ESB. Höfundur er hagfræðingur og forstjóri Vodafone og Stöðvar 2.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun