Handbolti

Öxlin enn að angra Janus Daða

Sindri Sverrisson skrifar
Janus Daði Smárason þarf tíma til að jafna sig vegna meiðsla í öxl en samkvæmt yfirlýsingu Göppingen er ekki útlit fyrir að hann þurfi að fara aftur í aðgerð núna.
Janus Daði Smárason þarf tíma til að jafna sig vegna meiðsla í öxl en samkvæmt yfirlýsingu Göppingen er ekki útlit fyrir að hann þurfi að fara aftur í aðgerð núna. vísir/vilhelm

Janus Daði Smárason, landsliðsmaður í handbolta, er frá keppni þessa dagana vegna axlarmeiðsla. Hann missir því af leik Göppingen gegn Leipzig í Þýskalandi í dag.

Janus Daði meiddist í fyrri hálfleik í leik gegn Melsungen í síðustu viku.

Í tilkynningu frá Göppingen segir að skoðun hafi leitt í ljós að ekki sé um alvarleg meiðsli að ræða. Hins vegar hafi komið í ljós óstöðugleiki í hægri öxlinni sem þurfi að meðhöndla með sérstökum æfingum.

Janus Daði glímdi við meiðsli í sömu öxl á síðustu leiktíð og varð að draga sig úr landsliðshópi Íslands á HM vegna þeirra. Hann gekkst svo undir aðgerð vegna þeirra í kjölfarið, um mánaðamótin janúar-febrúar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.