Hverfisskipulag fjölgar bílastæðum við Bústaðaveg Ævar Harðarson skrifar 16. október 2021 07:00 Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skipulag Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Samkvæmt vinnutillögum hverfiskipulags mun bílastæðum fjölga við Bústaðaveg úr 400 í að minnsta kosti 500 stæði. Tillögurnar, sem eru nú í kynningar- og samráðsferli, gera ráð fyrir því að á svæði sem sem afmarkast af Grensásvegi i vestri og Réttarholtsvegi í austri geti risið blanda af atvinnuhúsnæði og íbúðum. Stærð þessa svæðis er 35 þúsund fermetrar og er byggingarmagn áætlað 18,5 þúsund fermetrar, þar af eru sjö þúsund fermetrar í bílakjöllurum. Tveggja hæða hús Vinnutillögurnar gerir ráð fyrir að á þessu svæði geti risið sautján byggingar sem eru tvær hæðir við Bústaðaveg. Landhallinn gefur fyrirtaks möguleika á bílakjöllurum. Í þessum húsum er gert ráð fyrir að hafa 130 til 150 nýjar íbúðir á efri hæð og atvinnustarfsemi og þjónustu á götuhæð með hverfiskjarnann við Grímsbæ sem sterkan miðpunkt. Til samanburðar má nefna að nýju byggingarnar á RÚV reitnum standa á 43 þúsund fermetrum lands. Þar eru tveggja til sexs hæða hús og heildarbyggingamang með kjöllurum eru 53.527 fermetrar. Alls eru nýju íbúðirnar 340 talsins og bílastæðafjöldinn 705 stykki. Þessi uppbygging þykir afar vel heppnuð. Byggðamynstur við Bústaðaveg er fyrirmyndin Nýju vinnutillögur um byggingar við Bústaðaveg taka mið af byggðamynstri í hæð og formi núverandi bygginga ofan við Bústaðaveg. Fyrir neðan götuna eru þriggja hæða fjölbýlishús og ef af verður munu nýju byggingarnar vera í sömu hæð og þær. Hugmynd ráðgjafa hverfisskipulagsins að breyttu skipulagi við Grímsbæ.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Sniðmyndir sem fylgja sýna hvernig svæðið er í dag í samanburði við hvernig svæðið getur litið út eftir breytingar. Á þessum myndum sést hvernig byggingar falla inn í landið og eru í samræmi við aðliggjandi byggð. Sniðmynd sem sýnir núverandi aðstæður og breytinguna.Jakob Jakobsson arkitekt og Trípólí arkitektar Nýju húsina skapa rými við líflega borgargötu með hverfistorgi milli Grímsbæjar og Garðaborgar. Nýju byggingarnar eru lágreistar en skapa skjól og mynda ekki meira skuggavarp en húsin sem eru fyrir á svæðinu. Öruggari fyrir unga vegfarendur Íbúar í hverfinu hafa lengi kallað eftir að umferðaröryggi verði aukið á Bústaðavegi. Að meðaltali aka eftir götunni við Grímsbæ þrettán til fjórtán þúsund ökutæki á sólarhring. Mælingar lögreglu sýna að fjölmargir aka þarna nú yfir löglegum hámarkshraða sem eðli málsins samkvæmt skapar mikla hættu fyrir fjölmarga gangandi og hjólandi sem eru líka á ferðinni. Bústaðavegur er þannig meiriháttar farartálmi fyrir vegfarendur á leiðinni milli hverfa innan borgarhlutans. Nú þegar eru áætlanir um að lækka hámarkshraða á Bústaðavegi en ef vinnutillögur hverfisskipulags verða að veruleika skapast mun öruggara umhverfi fyrir unga vegfarendur en nú er raunin. Bústaðavegur er ein akrein í hvora átt í dag og ekki á að breyta því samkvæmt hverfisskipulagi. Áhrif á flutningsgetu götunnar eru því hverfandi. Mikilvægt er að hafa í huga að meðalhraði á háannatíma er nú þegar lægri en fyrirhuguð lækkun hámarkshraða í 40 km/klst. Þeirri lækkun er því fyrst og síðast beint gegn háskalegum hraðakstri utan háannatíma. Íbúafundur 21. október Nú stendur yfir sýnis á þessum vinnutillögum í Austurveri. Sömu tillögur má skoða á sértökum kynningarvef á https://skipulag.reykjavik.is/. Fimmudaginn 21. október verður íbúum og hagsmunaaðilum á svæði boðið til sérstak umræðufundar í Réttarholsskóla kl 19. 30 meðal annars. til að heyra þeirra skoðanir á hugmyndum við Bústaðaðaveg. Þar verða hverfiskipulagsráðgjafar og sérfræðingar borgarinnar til þess að fara yfir þessar vinnutillögur og ræða við íbúa. Höfundur er deildarstjóri Hverfisskipulag Reykjavíkur á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar og Ph.D. arkitekt.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun