Umfjöllun og viðtöl: Fram - HK 27-25 | Framarar sigruðu gamla þjálfarann í hörkuleik

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Stjarnan Fram undanúrslit í Coka Cola bikarnum í handbolta HSÍ 2021
Stjarnan Fram undanúrslit í Coka Cola bikarnum í handbolta HSÍ 2021 Foto: Daniel Þór/Daniel Þór Ágústsson

Sebastian Alexandersson mætti með HK-inga á sinn gamla heimavöll í Safamýrinni í 4. umferð Olís-deildar karla í handbolta í dag. Hörkuleikur þar sem bæði stigin enduðu hjá Fram. Lokatölur 27-25. 

Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks. Bæði lið mættu af krafti og var ljóst á fyrstu mínútu að þetta myndi vera hörkuleikur. Þegar tæplega stundarfjórðungur var liðin var staðan 6-6.

HK misstu Framara í tveggja marka forystu undir lok fyrri hálfleiks. Sebastian, þjálfari HK tekur þá leikhlé til að nýta síðustu sóknina til fulls. Lárus Helgi varði hinsvegar skotið sem Elías Björgvin tók og hálfleikstölur því 15-13 fyrir Fram.

Í seinni hálfleik héldu Framarar áfram að auka forskotið. Þegar um stundarfjórðungur var liðin var staðan 22-19 fyrir Fram. 

Þegar tæplega 5 mínútur voru eftir að leiknum gerðu HK áhlaup og náðu þeir að koma sér einu marki yfir, 23-24. Þá gáfu Framarar allt sem þeir áttu eftir og unnu leikinn með tveimur mörkum, 27-25.

Afhverju vann Fram?

Þeir voru einfaldlega ákveðnari í að sækja sigur. Þetta var hörkuleikur sem var tiltölulega kaflaskiptur en á köflunum sem þeir þurftu að gefa í gerðu þeir það. Ég tel að það hafi skilað þeim þessum stigum í dag. 

Hverjir stóðu upp úr?

Hjá Fram var það Vilhelm Poulsen sem var atkvæðamestur með 11 mörk. Kristinn Hrannar Bjarkason og Rógvi Christiansen voru með 4 mörk hvor. 

Lárus Helgi Ólafsson var góður í marki Framara með 19 bolta varða, 44% markvörslu.

Hjá HK voru það Hjörtur Ingi Halldórsson og Kristján Ottó Hjálmarsson sem voru atkvæðamestir með 5 mörk hvor. 

Hvað gekk illa?

Eins og Basti sagði í viðtali eftir leik að það væri hægt að skrifa þetta hluta til á reynsluleysi og hugsunarleysi. Fengu klaufalega brottvísun þegar allt var undir og virtust ekki ná að standast pressuna þegar þeir voru komnir í kjöstöðu til að koma sér almennilega yfir. 

Hvað gerist næst?

Í næstu umferð sækja Framarar, Víking heim. Leikurinn fer fram sunnudaginn 24. október kl. 18:00. HK-ingar fá Aftureldingu í heimsókn, mánudaginn 25. október kl. 18:00

Sebastian Alexandersson: Við hefðum getað tæklað með meiri skynsemi

Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn.Vísir/Vilhelm

„Ég er nátturulega alltaf tapsár og það skiptir ekki máli hvaða leikur það er. Það voru eitt, tvö atvik hérna á síðustu fimm mínútunum sem við hefðum getað tæklað með meiri skynsemi. Þá hefðum við unnið leikinn. Það er allt með okkur þegar að við fáum kjánalega brottvísun. Ég sagði eftir leikinn á móti FH að það hefur ekkert með reynsluleysi að gera, það hefði verið hugsunarleysi,“ sagði Sebastian Alexandersson, þjálfari HK eftir tap á móti Fram. 

„Í dag var þetta meira reynsluleysi en líka hugsunarleysi. Þetta er betra og betra með hverjum leik sem við spilum. Við erum að fækka kjánalegum mistökum mikið, við erum agaðri en við erum samt að halda hraðanum þar sem við ráðum við hann.“

HK komu sér yfir þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en misstu það svo frá sér. Aðspurður hvað það var sem gerðist svo þeir misstu það frá sér sagði Sebastian þetta:

„Við fengum brottvísun á okkur sem í raun og veru setur þá inn í leikinn aftur.“

Sóknarleikur HK snýst mikið um klippingar og að leikmenn fari úr stöðum. Sebastian sér enga ástæðu til þess að breyta sóknarleik sinna manna. 

„Ég hef ekki séð neina 6-0 vörn sem hefur mætt, ennþá leysa það. Ég sé enga ástæðu til þess að breyta því.“

Næsti leikur er við Aftureldingu og vill Sebastian halda áfram að byggja ofan á það sem þeir eru að gera. 

„Byggja ofan á þennan og halda áfram að trúa á það concept sem við erum að vinna eftir. Við skorum alltaf 25 mörk, þrátt fyrir misjafna færa nýtingu. Mér fannst við oft spila okkur í frábær færi í dag en Lárus var, bara eins og Lárus er bara þegar hann er í stuði. Ég held að Fram geti þakkað honum þegar upp er staðið fyrir stigið. Ég held að við þurfum að fara finna leiðir til þess að fá ekki alltaf 25 mörk á okkur og það er í vinnslu. Við erum komnir niður í 27 og vonandi höldum við Aftureldingu undir 25.“

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira