Tölum um orkuþörf Páll Erland skrifar 13. október 2021 07:02 Samkvæmt orkustefnu sem unnin var í þverpólitísku samstarfi á Ísland að verða jarðefnaeldsneytislaust árið 2050. Það er metnaðarfullt markmið sem myndi halda okkur fremst í röð þjóða heims í loftslagsmálum. Umræðan um orkuskipti snýst því ekki eingöngu um að skipta bílaflota landsmanna út fyrir rafbíla, heldur um að við hættum alfarið að nota jarðefnaeldsneyti á öllum sviðum samfélagsins. Það væru góðar fréttir fyrir umhverfið og loftslagið að ná þessu markmiði. Jarðefnaeldsneytislaust Ísland sparar mikinn útblástur sem svo býr til betri lífsskilyrði fyrir fólk, dýr og náttúru. Að auki er það eftirsóknarvert því það sparar mikinn gjaldeyri sem myndi annars fara í að borga fyrir eldsneytið sem við flytjum inn. Þá eru ótalin tækifærin til að búa til nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið með því að framleiða grænt rafeldsneyti til útflutnings. Óhjákvæmilegt er að ræða hver orkuþörfin er fyrir orkuskipti og jarðefnaeldsneytislaust Ísland og hvaðan græna orkan sem á að koma í stað jarðefnaeldsneytis eigi að koma. Markmiðin hafa verið sett og nú er tíminn fyrir málefnalega umræðu um hvernig þeim verður náð. Það er jákvætt að forsvarsfólk í orku- og veitumálum, sem þekkir vel til málaflokksins og stýrir fyrirtækjum sem leggja sig fram við að þjóna samfélaginu öllu, setji fram sjónarmið um samspil markmiða stjórnvalda og orkuþarfar. Á það jafnt við um tölulegar staðreyndir, reynslu af því laga- og reglugerðarumhverfi sem gildir um orkumál og hvernig unnt sé að ná markmiðunum innan þess tímaramma sem settur hefur verið. Um er að ræða mikilvægt innlegg í upplýsta samfélagsumræðu. Orku- og veitufyrirtæki landsins hafa það hlutverk, ásamt stjórnvöldum, að stuðla að orkuöryggi og þar með nægu framboði af rafmagni og heitu vatni fyrir samfélagið – ekki bara núna, heldur til allrar framtíðar. Þau viðfangsefni sem blasa við eru fjölmörg; dafnandi samfélag sem kallar á sífellt meiri orku fyrir heimili og fyrirtæki, vaxandi þörf fyrir útflutningstekjur og vel launuð störf, græna nýsköpun, orkuskipti í samgöngum til að uppfylla Parísarsamninginn fyrir 2030 og svo jarðefnaeldsneytislaust Ísland fyrir 2050. Verkefnið er að uppfylla þörf fyrir græna orku sem þetta kallar á með sem minnstum áhrifum á landið okkar. Lausnin felst í orkusparnaði, bættri orkunýtni, öflugri orku- og veituinnviðum og aukinni framleiðslu grænnar orku. Vinnum þetta saman. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Umhverfismál Bensín og olía Loftslagsmál Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt orkustefnu sem unnin var í þverpólitísku samstarfi á Ísland að verða jarðefnaeldsneytislaust árið 2050. Það er metnaðarfullt markmið sem myndi halda okkur fremst í röð þjóða heims í loftslagsmálum. Umræðan um orkuskipti snýst því ekki eingöngu um að skipta bílaflota landsmanna út fyrir rafbíla, heldur um að við hættum alfarið að nota jarðefnaeldsneyti á öllum sviðum samfélagsins. Það væru góðar fréttir fyrir umhverfið og loftslagið að ná þessu markmiði. Jarðefnaeldsneytislaust Ísland sparar mikinn útblástur sem svo býr til betri lífsskilyrði fyrir fólk, dýr og náttúru. Að auki er það eftirsóknarvert því það sparar mikinn gjaldeyri sem myndi annars fara í að borga fyrir eldsneytið sem við flytjum inn. Þá eru ótalin tækifærin til að búa til nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið með því að framleiða grænt rafeldsneyti til útflutnings. Óhjákvæmilegt er að ræða hver orkuþörfin er fyrir orkuskipti og jarðefnaeldsneytislaust Ísland og hvaðan græna orkan sem á að koma í stað jarðefnaeldsneytis eigi að koma. Markmiðin hafa verið sett og nú er tíminn fyrir málefnalega umræðu um hvernig þeim verður náð. Það er jákvætt að forsvarsfólk í orku- og veitumálum, sem þekkir vel til málaflokksins og stýrir fyrirtækjum sem leggja sig fram við að þjóna samfélaginu öllu, setji fram sjónarmið um samspil markmiða stjórnvalda og orkuþarfar. Á það jafnt við um tölulegar staðreyndir, reynslu af því laga- og reglugerðarumhverfi sem gildir um orkumál og hvernig unnt sé að ná markmiðunum innan þess tímaramma sem settur hefur verið. Um er að ræða mikilvægt innlegg í upplýsta samfélagsumræðu. Orku- og veitufyrirtæki landsins hafa það hlutverk, ásamt stjórnvöldum, að stuðla að orkuöryggi og þar með nægu framboði af rafmagni og heitu vatni fyrir samfélagið – ekki bara núna, heldur til allrar framtíðar. Þau viðfangsefni sem blasa við eru fjölmörg; dafnandi samfélag sem kallar á sífellt meiri orku fyrir heimili og fyrirtæki, vaxandi þörf fyrir útflutningstekjur og vel launuð störf, græna nýsköpun, orkuskipti í samgöngum til að uppfylla Parísarsamninginn fyrir 2030 og svo jarðefnaeldsneytislaust Ísland fyrir 2050. Verkefnið er að uppfylla þörf fyrir græna orku sem þetta kallar á með sem minnstum áhrifum á landið okkar. Lausnin felst í orkusparnaði, bættri orkunýtni, öflugri orku- og veituinnviðum og aukinni framleiðslu grænnar orku. Vinnum þetta saman. Höfundur er framkvæmdastjóri Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun