Patrekur: Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 11. október 2021 22:05 Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar. Vísir/Sigurjón Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar í handbolta var sáttur eftir sigur á Haukum í 3. umferð Olís-deildar karla í kvöld. Eftir erfiða byrjun komu Stjörnumenn til baka og unnu leikinn 30-28. „Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“ Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
„Mér líður frábærlega. Að vinna á móti Haukum er ekki sjálfgefið en við spiluðum vel og þrátt fyrir áföll sem við lentum í leiknum og fyrir leik þá er ég gríðarlega ánægður. Eins og ég sagði fyrir leik til þess að vinna Hauka þá þarftu að fara í keppni upp á hraðaupphlaup og við gerðum það og skorum 30 mörk og höldum þeim í 28 mörkum.“ Fyrsta stundarfjórðung leiksins voru Haukar algjörlega með tökin og kom 7 mínútna kafli þar sem Stjarnan skoraði ekki. „Ég var óánægður með okkur að Haukarnir skildu skora fjögur af fyrstu átta mörkunum úr seinni bylgju sem við vorum búnir að fara mjög vel yfir. Stundum er það þannig að þegar þú ert að spila á móti góðu liði og þeir gera hlutina vel líka. 13-13 í hálfleik, samt sem áður vorum við að fleygja boltanum útaf og ég sagði við strákana að við gætum spilað töluvert betur. Við skorum 17 mörk í seinni hálfleik á þeirra heimavelli, svo við gerðum þetta betur í seinni hálfleik.“ Jón Ásgeir Eyjólfsson braut á Ólaf Ægi og fékk að líta rauða spjaldið þegar um 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. „Þetta er ungur strákur og efnilegur. Hann skilst mér, samkvæmt dómurunum heldur eitthvað utan um hann og sleppir ekki. Þetta er ljúfur og góður drengur svo að ég held að þetta hafi ekki verið ásetningur.“ Dómararpar leiksins fór tvisvar sinnum í VAR-skjáinn eftir braut hjá Stjörnumönnum, aðspurður hvort spennustigið hafi verið hátt sagði Patrekur þetta: „Handbolti er frábær íþrótt. Það er spenna í þessu og menn eru að lifa sig inn í þetta. Það er eðlilegt að það sé spenna, það er gaman í handbolta.“ Næsti leikur er við KA og vill Patrekur halda áfram að undirbúa sig vel. „Ég vil að við höldum áfram að undirbúa okkur vel. Við gleðjumst yfir þessu núna í kvöld en síðan bara strax á morgun förum við að kíkja á það. Við fáum hörkulið sem styrktu sig vel fyrir þetta tímabil svo að það er bara næst erfiða verkefni.“
Stjarnan Haukar Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Stjarnan 28-30 | Gestirnir unnu í æsispennandi leik Deildarmeistarar Hauka tóku á móti Stjörnunni í Olís-deild karla í kvöld. Lokatölur 30-28 gestunum úr Garðabæ í vil í hörkuleik. 11. október 2021 21:15
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita