Elín Jóna: Skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2021 18:43 Elín Jóna Þorsteinsdóttir gulltryggði sigur Íslands með því að verja síðustu tvö skot Serbíu. vísir/Jónína Guðbjörg Elín Jóna Þorsteinsdóttir varði fjórtán skot (fjörutíu prósent) þegar Ísland sigraði Serbíu, 23-21, í undankeppni EM 2022 í kvöld. Hún var að vonum ánægð í leikslok og fannst allt annar bragur á íslenska liðinu en í stórtapinu gegn Svíþjóð á fimmtudaginn. „Við byrjuðum frá fyrstu mínútu og við skulduðum góðan leik. Það var svo geggjuð stemmning í húsinu og margir sem mættu. Við skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik og þetta var frábært að geta gert það,“ sagði Elín eftir leik. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8, og komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 13-9. Þá kom slæmur kafli og Serbía náði forystunni, 14-15. Íslenska liðið var þó fljótt að ná áttum, skoraði þrjú mörk í röð og leit aldrei um öxl eftir það. Elín Jóna í leikmannakynningunni.vísir/Jónína Guðbjörg „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna sig fljótt út úr þessum slæma kafla. Þetta gerist í öllum leikjum en það er misjafnt hversu langir þeir eru. Við slökuðum bara á, fórum ekki á taugum og tókum bara næsta bolta. Það er það sem Arnar [Pétursson, landsliðsþjálfari] segir alltaf við okkur: það er bara næsti bolti,“ sagði Elín. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar í dag enda skoraði Serbía aðeins 21 mark í leiknum. „Þær voru geggjaðar fyrir framan mig og þess vegna var ég með þessa vörslu. Þær gerðu það sem ég vil að þær geri,“ sagði Elín sem átti skínandi góðan leik í íslenska markinu. „Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þetta er geggjað að fá góðan leik með landsliðinu og á hæsta getustigi. Mér fannst ég skulda stelpunum góðan leik. Þær voru búnar að vera svo ógeðslega góðar í vörninni að ég ætlaði að taka þessa síðustu bolta,“ sagði Elín sem varði síðustu tvö skot Serba í leiknum. Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Hún var að vonum ánægð í leikslok og fannst allt annar bragur á íslenska liðinu en í stórtapinu gegn Svíþjóð á fimmtudaginn. „Við byrjuðum frá fyrstu mínútu og við skulduðum góðan leik. Það var svo geggjuð stemmning í húsinu og margir sem mættu. Við skulduðum áhorfendum að vinna þennan leik og þetta var frábært að geta gert það,“ sagði Elín eftir leik. Ísland var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-8, og komst fjórum mörkum yfir í byrjun seinni hálfleiks, 13-9. Þá kom slæmur kafli og Serbía náði forystunni, 14-15. Íslenska liðið var þó fljótt að ná áttum, skoraði þrjú mörk í röð og leit aldrei um öxl eftir það. Elín Jóna í leikmannakynningunni.vísir/Jónína Guðbjörg „Það var gríðarlega mikilvægt að vinna sig fljótt út úr þessum slæma kafla. Þetta gerist í öllum leikjum en það er misjafnt hversu langir þeir eru. Við slökuðum bara á, fórum ekki á taugum og tókum bara næsta bolta. Það er það sem Arnar [Pétursson, landsliðsþjálfari] segir alltaf við okkur: það er bara næsti bolti,“ sagði Elín. Varnarleikur Íslands var til mikillar fyrirmyndar í dag enda skoraði Serbía aðeins 21 mark í leiknum. „Þær voru geggjaðar fyrir framan mig og þess vegna var ég með þessa vörslu. Þær gerðu það sem ég vil að þær geri,“ sagði Elín sem átti skínandi góðan leik í íslenska markinu. „Ég er mjög stolt af sjálfri mér. Þetta er geggjað að fá góðan leik með landsliðinu og á hæsta getustigi. Mér fannst ég skulda stelpunum góðan leik. Þær voru búnar að vera svo ógeðslega góðar í vörninni að ég ætlaði að taka þessa síðustu bolta,“ sagði Elín sem varði síðustu tvö skot Serba í leiknum.
Handbolti EM kvenna í handbolta 2022 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20 Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Serbía 23-21 | Frábær sigur á Serbum Ísland vann tveggja marka sigur á Serbíu, 23-21, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022. 10. október 2021 18:20