Heimur sem var ekki hannaður fyrir mig Sæunn Gísladóttir skrifar 15. október 2021 08:00 Hefur þú oft misst símann úr höndunum á þér? Fengið þér lyf sem sló svo ekki á einkennin þín? Fundist andlitsgríma of stór fyrir andlitið á þér? Eða bara verið kalt á skrifstofunni? Ef svarið við þessu öllu er já, er mjög líklegt að þú sért kona. Í nútímasamfélagi þurfa konur stöðugt að takast á við það að heimurinn sem þær lifa í var hannaður án tillits til þeirra. Ástæða þess er kynjaða gagnabilið: við reiðum okkur á gögn og tölur þegar kemur að því að ráðstafa fjármunum og taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahagslegri uppbyggingu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Vandamálið er hins vegar að stór hluti gagnasöfnunar tekur ekki tillit til kyns og lítur á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Afleiðingin er að hlutdrægni er samofin kerfinu á öllum sviðum. Áhrifin geta verið minniháttar. Að skjálfa í skrifstofurými sem er stillt fyrir meðallíkamshitastig karla, til að mynda, eða að eiga í erfiðleikum með að ná upp í hillu sem er stillt út frá meðalhæð karla. Klárlega pirrandi og tvímælalaust ósanngjarnt. En ekki lífshættulegt. Ekki eins og að lenda í slysi í bíl með öryggisbúnað sem hefur verið hannaður án þess að taka mið af líkamsvexti kvenna; Þegar kona lendir í bílslysi er hún 47% líklegri en karl til að slasast alvarlega og 17% líklegri til að deyja. Eða að hjartaáfall sé ekki greint hjá konu vegna þess að einkennin eru „óhefðbundin.“ Fyrir þessar konur eru afleiðingar þess að lifa í heimi sem var hannaðar út frá karllægum gögnum lífshættulegar. Eitt af því mikilvægasta sem við kemur kynjaða gagnabilinu er að það er almennt ekki gert af illgirni, eða af ásettu ráði. Þvert á móti. Það er einfaldlega afleiðing hugsunarháttar sem hefur viðgengist í árþúsundir og snýst í raun um það að hugsa ekki. Að sjá karlmenn sjálfkrafa fyrir sér þegar hugsað er um manneskjur er grundvallaratriði í samfélagi manna. Menningin okkar er mörkuð af - afmynduð af - fjarveru í kvenkyns formi: í kvikmyndum, fréttum, bókmenntum, vísindum, borgarskipulagi, og hagfræði; Það eru fleiri styttur af körlum sem hétu John en af sögulegum, nafngreindum konum í Bretlandi (utan konungsfjölskyldunnar). Á síðustu árum hafa lofsverðar tilraunir verið gerðar til þess að taka á þessari menningarlegu karlhlutdrægni, en oft er því mætt með andstöðu. Þegar Thor var endurskapaður sem kona í Marvel teiknimyndasögunum, mótmæltu aðdáendur harðlega - þrátt fyrir að enginn hefði mótmælt því þegar Thor var breytt í frosk. Sumar breytingar hafa þó tekist vel. Lengst af á tuttugustu öld voru engir kvenkyns hljóðfæraleikarar í Fílharmóníuhljómsveit New York borgar. En með innleiðingu áheyrnaprufa þar sem hljóðfæraleikararnir sáust ekki á áttunda áratug síðustu aldar fór allt í einu eitthvað að breytast. Snemma á níunda áratugnum voru konur orðnar allt að fimmtíu prósent nýrra ráðninga. Í dag er hlutfall kvenkyns hljóðfæraleikara í Fílharmóníuhljómsveit New York rúmlega 45%. Vandamálið er djúpstæðara en svo að heimurinn henti ekki rúmleg helmingi íbúa þess, hefðbundin hönnun í mörgum geirum hefur tekið mið af „viðmiðunarmanninum“ hvítum karlmanni milli tuttugu og fimm og þrjátíu ára sem er 70 kg. Þetta hefur til dæmis haft þær afleiðingar að hinar ýmsu hlífðargrímur eru hannaðar út frá andlitsfalli bandarísks meðalmanns sem þýðir að grímurnar passa fæstum konum (og ekki heldur mörgum svörtum körlum og öðrum körlum í minnihlutahópum). Lausnin á gagnabilinu hvað varðar kynferði og kyngervi er skýr: við þurfum að loka bilinu í þátttöku kvenna. Þegar konur taka þátt í ákvarðanatöku, í rannsóknum, og að framleiða þekkingu gleymast þær ekki. Líf kvenna og sjónarhorn þeirra eru dregin út úr skugganum. Þetta er konum til hagsbóta alls staðar og við getum öll lagt okkar af mörkum að loka gagnabilinu. Höfundur er hagfræðingur og þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur - Afhjúpun gagnahlutdrægni í heimi hönnuðum fyrir karla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Sæunn Gísladóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hefur þú oft misst símann úr höndunum á þér? Fengið þér lyf sem sló svo ekki á einkennin þín? Fundist andlitsgríma of stór fyrir andlitið á þér? Eða bara verið kalt á skrifstofunni? Ef svarið við þessu öllu er já, er mjög líklegt að þú sért kona. Í nútímasamfélagi þurfa konur stöðugt að takast á við það að heimurinn sem þær lifa í var hannaður án tillits til þeirra. Ástæða þess er kynjaða gagnabilið: við reiðum okkur á gögn og tölur þegar kemur að því að ráðstafa fjármunum og taka afdrifaríkar ákvarðanir í efnahagslegri uppbyggingu, heilbrigðisþjónustu og menntakerfinu. Vandamálið er hins vegar að stór hluti gagnasöfnunar tekur ekki tillit til kyns og lítur á karlkynið sem sjálfgefið en kvenkynið sem frávik. Afleiðingin er að hlutdrægni er samofin kerfinu á öllum sviðum. Áhrifin geta verið minniháttar. Að skjálfa í skrifstofurými sem er stillt fyrir meðallíkamshitastig karla, til að mynda, eða að eiga í erfiðleikum með að ná upp í hillu sem er stillt út frá meðalhæð karla. Klárlega pirrandi og tvímælalaust ósanngjarnt. En ekki lífshættulegt. Ekki eins og að lenda í slysi í bíl með öryggisbúnað sem hefur verið hannaður án þess að taka mið af líkamsvexti kvenna; Þegar kona lendir í bílslysi er hún 47% líklegri en karl til að slasast alvarlega og 17% líklegri til að deyja. Eða að hjartaáfall sé ekki greint hjá konu vegna þess að einkennin eru „óhefðbundin.“ Fyrir þessar konur eru afleiðingar þess að lifa í heimi sem var hannaðar út frá karllægum gögnum lífshættulegar. Eitt af því mikilvægasta sem við kemur kynjaða gagnabilinu er að það er almennt ekki gert af illgirni, eða af ásettu ráði. Þvert á móti. Það er einfaldlega afleiðing hugsunarháttar sem hefur viðgengist í árþúsundir og snýst í raun um það að hugsa ekki. Að sjá karlmenn sjálfkrafa fyrir sér þegar hugsað er um manneskjur er grundvallaratriði í samfélagi manna. Menningin okkar er mörkuð af - afmynduð af - fjarveru í kvenkyns formi: í kvikmyndum, fréttum, bókmenntum, vísindum, borgarskipulagi, og hagfræði; Það eru fleiri styttur af körlum sem hétu John en af sögulegum, nafngreindum konum í Bretlandi (utan konungsfjölskyldunnar). Á síðustu árum hafa lofsverðar tilraunir verið gerðar til þess að taka á þessari menningarlegu karlhlutdrægni, en oft er því mætt með andstöðu. Þegar Thor var endurskapaður sem kona í Marvel teiknimyndasögunum, mótmæltu aðdáendur harðlega - þrátt fyrir að enginn hefði mótmælt því þegar Thor var breytt í frosk. Sumar breytingar hafa þó tekist vel. Lengst af á tuttugustu öld voru engir kvenkyns hljóðfæraleikarar í Fílharmóníuhljómsveit New York borgar. En með innleiðingu áheyrnaprufa þar sem hljóðfæraleikararnir sáust ekki á áttunda áratug síðustu aldar fór allt í einu eitthvað að breytast. Snemma á níunda áratugnum voru konur orðnar allt að fimmtíu prósent nýrra ráðninga. Í dag er hlutfall kvenkyns hljóðfæraleikara í Fílharmóníuhljómsveit New York rúmlega 45%. Vandamálið er djúpstæðara en svo að heimurinn henti ekki rúmleg helmingi íbúa þess, hefðbundin hönnun í mörgum geirum hefur tekið mið af „viðmiðunarmanninum“ hvítum karlmanni milli tuttugu og fimm og þrjátíu ára sem er 70 kg. Þetta hefur til dæmis haft þær afleiðingar að hinar ýmsu hlífðargrímur eru hannaðar út frá andlitsfalli bandarísks meðalmanns sem þýðir að grímurnar passa fæstum konum (og ekki heldur mörgum svörtum körlum og öðrum körlum í minnihlutahópum). Lausnin á gagnabilinu hvað varðar kynferði og kyngervi er skýr: við þurfum að loka bilinu í þátttöku kvenna. Þegar konur taka þátt í ákvarðanatöku, í rannsóknum, og að framleiða þekkingu gleymast þær ekki. Líf kvenna og sjónarhorn þeirra eru dregin út úr skugganum. Þetta er konum til hagsbóta alls staðar og við getum öll lagt okkar af mörkum að loka gagnabilinu. Höfundur er hagfræðingur og þýðandi bókarinnar Ósýnilegar konur - Afhjúpun gagnahlutdrægni í heimi hönnuðum fyrir karla.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar