Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Sonja Bjarnadóttir Backman skrifar 4. október 2021 11:00 Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. Niðurstaða dómsins var sú að uppsagnir Bláfugls á félagsmönnum FÍA voru dæmdar ólögmætar. Dómurinn er fordæmisgefandi bæði fyrir flugmenn og alla launþega landsins sem vinna eftir kjarasamningum og er mikilvægur sigur í baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn bæði gerviverktöku og félagslegum undirboðum. Aðgerðir Bláfugls fólu í sér alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga. Þá hefur dómurinn vakið athygli víða út fyrir landsteinana en mörg lönd í Evrópu eiga í sömu baráttu við gerviverktöku flugmanna og félagsleg undirboð flugfélaga. Forsaga málsins er sú að í desember 2020 sagði Bláfugl upp öllum flugmönnum sem störfuðu eftir kjarasamningi félagsins við FÍA, ellefu talsins, en þegar til uppsagnanna kom var félagið í miðjum kjarasamningsviðræðum um nýjan kjarasamning. Rétt áður en til uppsagna kom hafði félagið ráðið tíu nýja flugmenn til starfa, að sögn sem sjálfstætt starfandi verktaka, í gegnum erlenda starfsmannaleigu, á helmingi lægri launum en kjarasamningur kveður á um. Taka skal fram að Bláfugl er íslenskur lögaðili og starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis. Taldi FÍA ljóst að umræddar uppsagnir á meðan kjarasamningsviðræður voru í lögmæltu ferli hafi sýnt viðleitni Bláfugls til að komast hjá því að gera nýjan kjarasamning við stefnanda en slíkt fer gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Félagsdómur féllst á rök FÍA fyrir ólögmæti uppsagnanna og taldi ljóst að þær hafi verið liður í því að hafa áhrif á kjaradeilu milli aðila málsins sem unnið var að því að leysa með formlegum hætti. Kjarasamningar halda gildi þar til samið er á ný Það hlýtur að teljast afar varhugavert að Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda og forsvarar stærstu fyrirtækja landsins, líti svo á að þegar kjarasamningar renni út þurfi ekki að starfa eftir þeim. Niðurstaða Félagsdóms var mjög skýr varðandi þetta og tók fram að í íslenskum vinnumarkaðsrétti hafi verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp gildi ákvæði um réttindi og skyldu samningsaðila í meginatriðum áfram þar til samningar nást á nýjan leik. Lagði dómurinn þannig einnig til grundvallar að forgangsréttarákvæði kjarasamningsins haldi gildi sínu þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Í kjarasamningi deiluaðila er skýrt kveðið á um forgang félagsmanna FÍA að umræddum störfum Bláfugls fram yfir rétt „sjálfstætt starfandi verktaka“ til starfanna. Niðurstaða Félagsdóms er þannig samhljóma dómi Landsréttar frá því í vor um gildi kjarasamninga og forgangsréttarákvæðis flugmanna til vinnu en sá úrskurður varðaði lögbannskröfu Bláfugls á lögmætar verkfallsaðgerðir FÍA sem var hafnað frá sýslumanni upp í Landsrétt. Íslensk fyrirtæki eiga að fara eftir lögum íslensks vinnumarkaðar Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki fari að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar og virði gildandi kjarasamninga. Bláfugl hefur gefið út að það muni eingöngu ráða til sín „sjálfstætt starfandi verktaka“ í gegnum erlenda starfsmannaleigu og brjóta þannig gegn ákvæðum kjarasamnings sem kveða á um forgang félagsmanna FÍA til starfa hjá félaginu. Ef íslensk fyrirtæki komast upp með háttsemi sem þessa er spurning hvaða stétt verður næst. Nú þegar dómur liggur fyrir hlýtur það að vera í höndum framkvæmdavalds að sjá til þess að farið verði eftir honum og taka fast á málum ef félagið og samtökin ætla ekki að fylgja niðurstöðu dóms. Við hljótum að gera þá kröfu í því réttarríki sem við lifum í að hér sé lögum og reglum fylgt. Sjálfstætt starfandi flugmenn eru gerviverktakar Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Verktakarnir sinna störfum á flugvélum við hlið flugmanna sem eru í ráðningarsambandi á grundvelli kjarasamnings aðila. Þeir fá báðir greidd reglubundin og föst laun, eru skuldbundnir til þess að inna vinnuna sjálfir af hendi og eftir sama vaktafyrirkomulagi, þeir lúta boðvaldi Bláfugls um það hvenær þeir eiga að mæta til vinnu, hvert þeir eigi að fljúga og klæðast eins einkennisbúningi sem þeir fá úthlutað frá vinnuveitanda. Verktakaflugmenn mæta augljóslega ekki með eigin tæki, tól og vinnuaðstöðu og geta ekki unnið verkið þegar þeim hentar. Enginn munur er því á störfum flugmanna sem starfa sem verktakar eða samkvæmt kjarasamningi annar en sá að verktakarnir njóta lægri kjara og ekki þeirra réttinda sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga, s.s. veikinda- og orlofsréttar. Slíkir gerviverktakar eru í eðli sínu þannig í launþegasambandi en ekki verktakasambandi og eiga að fá laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Sjá meira
Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. Niðurstaða dómsins var sú að uppsagnir Bláfugls á félagsmönnum FÍA voru dæmdar ólögmætar. Dómurinn er fordæmisgefandi bæði fyrir flugmenn og alla launþega landsins sem vinna eftir kjarasamningum og er mikilvægur sigur í baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn bæði gerviverktöku og félagslegum undirboðum. Aðgerðir Bláfugls fólu í sér alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga. Þá hefur dómurinn vakið athygli víða út fyrir landsteinana en mörg lönd í Evrópu eiga í sömu baráttu við gerviverktöku flugmanna og félagsleg undirboð flugfélaga. Forsaga málsins er sú að í desember 2020 sagði Bláfugl upp öllum flugmönnum sem störfuðu eftir kjarasamningi félagsins við FÍA, ellefu talsins, en þegar til uppsagnanna kom var félagið í miðjum kjarasamningsviðræðum um nýjan kjarasamning. Rétt áður en til uppsagna kom hafði félagið ráðið tíu nýja flugmenn til starfa, að sögn sem sjálfstætt starfandi verktaka, í gegnum erlenda starfsmannaleigu, á helmingi lægri launum en kjarasamningur kveður á um. Taka skal fram að Bláfugl er íslenskur lögaðili og starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis. Taldi FÍA ljóst að umræddar uppsagnir á meðan kjarasamningsviðræður voru í lögmæltu ferli hafi sýnt viðleitni Bláfugls til að komast hjá því að gera nýjan kjarasamning við stefnanda en slíkt fer gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Félagsdómur féllst á rök FÍA fyrir ólögmæti uppsagnanna og taldi ljóst að þær hafi verið liður í því að hafa áhrif á kjaradeilu milli aðila málsins sem unnið var að því að leysa með formlegum hætti. Kjarasamningar halda gildi þar til samið er á ný Það hlýtur að teljast afar varhugavert að Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda og forsvarar stærstu fyrirtækja landsins, líti svo á að þegar kjarasamningar renni út þurfi ekki að starfa eftir þeim. Niðurstaða Félagsdóms var mjög skýr varðandi þetta og tók fram að í íslenskum vinnumarkaðsrétti hafi verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp gildi ákvæði um réttindi og skyldu samningsaðila í meginatriðum áfram þar til samningar nást á nýjan leik. Lagði dómurinn þannig einnig til grundvallar að forgangsréttarákvæði kjarasamningsins haldi gildi sínu þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Í kjarasamningi deiluaðila er skýrt kveðið á um forgang félagsmanna FÍA að umræddum störfum Bláfugls fram yfir rétt „sjálfstætt starfandi verktaka“ til starfanna. Niðurstaða Félagsdóms er þannig samhljóma dómi Landsréttar frá því í vor um gildi kjarasamninga og forgangsréttarákvæðis flugmanna til vinnu en sá úrskurður varðaði lögbannskröfu Bláfugls á lögmætar verkfallsaðgerðir FÍA sem var hafnað frá sýslumanni upp í Landsrétt. Íslensk fyrirtæki eiga að fara eftir lögum íslensks vinnumarkaðar Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki fari að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar og virði gildandi kjarasamninga. Bláfugl hefur gefið út að það muni eingöngu ráða til sín „sjálfstætt starfandi verktaka“ í gegnum erlenda starfsmannaleigu og brjóta þannig gegn ákvæðum kjarasamnings sem kveða á um forgang félagsmanna FÍA til starfa hjá félaginu. Ef íslensk fyrirtæki komast upp með háttsemi sem þessa er spurning hvaða stétt verður næst. Nú þegar dómur liggur fyrir hlýtur það að vera í höndum framkvæmdavalds að sjá til þess að farið verði eftir honum og taka fast á málum ef félagið og samtökin ætla ekki að fylgja niðurstöðu dóms. Við hljótum að gera þá kröfu í því réttarríki sem við lifum í að hér sé lögum og reglum fylgt. Sjálfstætt starfandi flugmenn eru gerviverktakar Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Verktakarnir sinna störfum á flugvélum við hlið flugmanna sem eru í ráðningarsambandi á grundvelli kjarasamnings aðila. Þeir fá báðir greidd reglubundin og föst laun, eru skuldbundnir til þess að inna vinnuna sjálfir af hendi og eftir sama vaktafyrirkomulagi, þeir lúta boðvaldi Bláfugls um það hvenær þeir eiga að mæta til vinnu, hvert þeir eigi að fljúga og klæðast eins einkennisbúningi sem þeir fá úthlutað frá vinnuveitanda. Verktakaflugmenn mæta augljóslega ekki með eigin tæki, tól og vinnuaðstöðu og geta ekki unnið verkið þegar þeim hentar. Enginn munur er því á störfum flugmanna sem starfa sem verktakar eða samkvæmt kjarasamningi annar en sá að verktakarnir njóta lægri kjara og ekki þeirra réttinda sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga, s.s. veikinda- og orlofsréttar. Slíkir gerviverktakar eru í eðli sínu þannig í launþegasambandi en ekki verktakasambandi og eiga að fá laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun