Mikilvægur sigur FÍA gegn Bláfugli og SA Sonja Bjarnadóttir Backman skrifar 4. október 2021 11:00 Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. Niðurstaða dómsins var sú að uppsagnir Bláfugls á félagsmönnum FÍA voru dæmdar ólögmætar. Dómurinn er fordæmisgefandi bæði fyrir flugmenn og alla launþega landsins sem vinna eftir kjarasamningum og er mikilvægur sigur í baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn bæði gerviverktöku og félagslegum undirboðum. Aðgerðir Bláfugls fólu í sér alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga. Þá hefur dómurinn vakið athygli víða út fyrir landsteinana en mörg lönd í Evrópu eiga í sömu baráttu við gerviverktöku flugmanna og félagsleg undirboð flugfélaga. Forsaga málsins er sú að í desember 2020 sagði Bláfugl upp öllum flugmönnum sem störfuðu eftir kjarasamningi félagsins við FÍA, ellefu talsins, en þegar til uppsagnanna kom var félagið í miðjum kjarasamningsviðræðum um nýjan kjarasamning. Rétt áður en til uppsagna kom hafði félagið ráðið tíu nýja flugmenn til starfa, að sögn sem sjálfstætt starfandi verktaka, í gegnum erlenda starfsmannaleigu, á helmingi lægri launum en kjarasamningur kveður á um. Taka skal fram að Bláfugl er íslenskur lögaðili og starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis. Taldi FÍA ljóst að umræddar uppsagnir á meðan kjarasamningsviðræður voru í lögmæltu ferli hafi sýnt viðleitni Bláfugls til að komast hjá því að gera nýjan kjarasamning við stefnanda en slíkt fer gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Félagsdómur féllst á rök FÍA fyrir ólögmæti uppsagnanna og taldi ljóst að þær hafi verið liður í því að hafa áhrif á kjaradeilu milli aðila málsins sem unnið var að því að leysa með formlegum hætti. Kjarasamningar halda gildi þar til samið er á ný Það hlýtur að teljast afar varhugavert að Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda og forsvarar stærstu fyrirtækja landsins, líti svo á að þegar kjarasamningar renni út þurfi ekki að starfa eftir þeim. Niðurstaða Félagsdóms var mjög skýr varðandi þetta og tók fram að í íslenskum vinnumarkaðsrétti hafi verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp gildi ákvæði um réttindi og skyldu samningsaðila í meginatriðum áfram þar til samningar nást á nýjan leik. Lagði dómurinn þannig einnig til grundvallar að forgangsréttarákvæði kjarasamningsins haldi gildi sínu þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Í kjarasamningi deiluaðila er skýrt kveðið á um forgang félagsmanna FÍA að umræddum störfum Bláfugls fram yfir rétt „sjálfstætt starfandi verktaka“ til starfanna. Niðurstaða Félagsdóms er þannig samhljóma dómi Landsréttar frá því í vor um gildi kjarasamninga og forgangsréttarákvæðis flugmanna til vinnu en sá úrskurður varðaði lögbannskröfu Bláfugls á lögmætar verkfallsaðgerðir FÍA sem var hafnað frá sýslumanni upp í Landsrétt. Íslensk fyrirtæki eiga að fara eftir lögum íslensks vinnumarkaðar Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki fari að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar og virði gildandi kjarasamninga. Bláfugl hefur gefið út að það muni eingöngu ráða til sín „sjálfstætt starfandi verktaka“ í gegnum erlenda starfsmannaleigu og brjóta þannig gegn ákvæðum kjarasamnings sem kveða á um forgang félagsmanna FÍA til starfa hjá félaginu. Ef íslensk fyrirtæki komast upp með háttsemi sem þessa er spurning hvaða stétt verður næst. Nú þegar dómur liggur fyrir hlýtur það að vera í höndum framkvæmdavalds að sjá til þess að farið verði eftir honum og taka fast á málum ef félagið og samtökin ætla ekki að fylgja niðurstöðu dóms. Við hljótum að gera þá kröfu í því réttarríki sem við lifum í að hér sé lögum og reglum fylgt. Sjálfstætt starfandi flugmenn eru gerviverktakar Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Verktakarnir sinna störfum á flugvélum við hlið flugmanna sem eru í ráðningarsambandi á grundvelli kjarasamnings aðila. Þeir fá báðir greidd reglubundin og föst laun, eru skuldbundnir til þess að inna vinnuna sjálfir af hendi og eftir sama vaktafyrirkomulagi, þeir lúta boðvaldi Bláfugls um það hvenær þeir eiga að mæta til vinnu, hvert þeir eigi að fljúga og klæðast eins einkennisbúningi sem þeir fá úthlutað frá vinnuveitanda. Verktakaflugmenn mæta augljóslega ekki með eigin tæki, tól og vinnuaðstöðu og geta ekki unnið verkið þegar þeim hentar. Enginn munur er því á störfum flugmanna sem starfa sem verktakar eða samkvæmt kjarasamningi annar en sá að verktakarnir njóta lægri kjara og ekki þeirra réttinda sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga, s.s. veikinda- og orlofsréttar. Slíkir gerviverktakar eru í eðli sínu þannig í launþegasambandi en ekki verktakasambandi og eiga að fá laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Mikilvægur sigur vannst í baráttu Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) gegn gerviverktöku flugmanna þegar Félagsdómur kvað upp dóm í máli FÍA gegn Samtökum atvinnulífsins og Bláfugli þann 16. september sl. Niðurstaða dómsins var sú að uppsagnir Bláfugls á félagsmönnum FÍA voru dæmdar ólögmætar. Dómurinn er fordæmisgefandi bæði fyrir flugmenn og alla launþega landsins sem vinna eftir kjarasamningum og er mikilvægur sigur í baráttu stéttarfélaga, eftirlitsaðila og stjórnvalda gegn bæði gerviverktöku og félagslegum undirboðum. Aðgerðir Bláfugls fólu í sér alvarlega atlögu að stjórnarskrárvörðum tilverurétti stéttarfélaga. Þá hefur dómurinn vakið athygli víða út fyrir landsteinana en mörg lönd í Evrópu eiga í sömu baráttu við gerviverktöku flugmanna og félagsleg undirboð flugfélaga. Forsaga málsins er sú að í desember 2020 sagði Bláfugl upp öllum flugmönnum sem störfuðu eftir kjarasamningi félagsins við FÍA, ellefu talsins, en þegar til uppsagnanna kom var félagið í miðjum kjarasamningsviðræðum um nýjan kjarasamning. Rétt áður en til uppsagna kom hafði félagið ráðið tíu nýja flugmenn til starfa, að sögn sem sjálfstætt starfandi verktaka, í gegnum erlenda starfsmannaleigu, á helmingi lægri launum en kjarasamningur kveður á um. Taka skal fram að Bláfugl er íslenskur lögaðili og starfar á grundvelli íslensks flugrekstrarleyfis. Taldi FÍA ljóst að umræddar uppsagnir á meðan kjarasamningsviðræður voru í lögmæltu ferli hafi sýnt viðleitni Bláfugls til að komast hjá því að gera nýjan kjarasamning við stefnanda en slíkt fer gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Félagsdómur féllst á rök FÍA fyrir ólögmæti uppsagnanna og taldi ljóst að þær hafi verið liður í því að hafa áhrif á kjaradeilu milli aðila málsins sem unnið var að því að leysa með formlegum hætti. Kjarasamningar halda gildi þar til samið er á ný Það hlýtur að teljast afar varhugavert að Samtök atvinnulífsins, hagsmunasamtök íslenskra atvinnurekenda og forsvarar stærstu fyrirtækja landsins, líti svo á að þegar kjarasamningar renni út þurfi ekki að starfa eftir þeim. Niðurstaða Félagsdóms var mjög skýr varðandi þetta og tók fram að í íslenskum vinnumarkaðsrétti hafi verið gengið út frá því að sú regla gildi að þegar kjarasamningur rennur út eða honum er sagt upp gildi ákvæði um réttindi og skyldu samningsaðila í meginatriðum áfram þar til samningar nást á nýjan leik. Lagði dómurinn þannig einnig til grundvallar að forgangsréttarákvæði kjarasamningsins haldi gildi sínu þar til nýr kjarasamningur hefur verið gerður. Í kjarasamningi deiluaðila er skýrt kveðið á um forgang félagsmanna FÍA að umræddum störfum Bláfugls fram yfir rétt „sjálfstætt starfandi verktaka“ til starfanna. Niðurstaða Félagsdóms er þannig samhljóma dómi Landsréttar frá því í vor um gildi kjarasamninga og forgangsréttarákvæðis flugmanna til vinnu en sá úrskurður varðaði lögbannskröfu Bláfugls á lögmætar verkfallsaðgerðir FÍA sem var hafnað frá sýslumanni upp í Landsrétt. Íslensk fyrirtæki eiga að fara eftir lögum íslensks vinnumarkaðar Það hlýtur að vera krafa okkar allra að íslensk fyrirtæki fari að lögum og reglum íslensks vinnumarkaðar og virði gildandi kjarasamninga. Bláfugl hefur gefið út að það muni eingöngu ráða til sín „sjálfstætt starfandi verktaka“ í gegnum erlenda starfsmannaleigu og brjóta þannig gegn ákvæðum kjarasamnings sem kveða á um forgang félagsmanna FÍA til starfa hjá félaginu. Ef íslensk fyrirtæki komast upp með háttsemi sem þessa er spurning hvaða stétt verður næst. Nú þegar dómur liggur fyrir hlýtur það að vera í höndum framkvæmdavalds að sjá til þess að farið verði eftir honum og taka fast á málum ef félagið og samtökin ætla ekki að fylgja niðurstöðu dóms. Við hljótum að gera þá kröfu í því réttarríki sem við lifum í að hér sé lögum og reglum fylgt. Sjálfstætt starfandi flugmenn eru gerviverktakar Þá skal bent á að flugmaður getur í eðli sínu ekki starfað sem verktaki þar sem starfsumhverfi og skyldur hans uppfylla ekki skilyrði verktöku sem sett hafa verið fram í lögum og dómaframkvæmd. Verktakarnir sinna störfum á flugvélum við hlið flugmanna sem eru í ráðningarsambandi á grundvelli kjarasamnings aðila. Þeir fá báðir greidd reglubundin og föst laun, eru skuldbundnir til þess að inna vinnuna sjálfir af hendi og eftir sama vaktafyrirkomulagi, þeir lúta boðvaldi Bláfugls um það hvenær þeir eiga að mæta til vinnu, hvert þeir eigi að fljúga og klæðast eins einkennisbúningi sem þeir fá úthlutað frá vinnuveitanda. Verktakaflugmenn mæta augljóslega ekki með eigin tæki, tól og vinnuaðstöðu og geta ekki unnið verkið þegar þeim hentar. Enginn munur er því á störfum flugmanna sem starfa sem verktakar eða samkvæmt kjarasamningi annar en sá að verktakarnir njóta lægri kjara og ekki þeirra réttinda sem áunnist hafa með gerð kjarasamninga, s.s. veikinda- og orlofsréttar. Slíkir gerviverktakar eru í eðli sínu þannig í launþegasambandi en ekki verktakasambandi og eiga að fá laun samkvæmt íslenskum kjarasamningum. Höfundur er lögfræðingur Félags íslenskra atvinnuflugmanna.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar