Gummersbach með fullt hús stiga | Elín Jóna fór mikinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2021 20:01 Hákon Daði var frábær í kvöld. Getty Images Íslendingarnir í þýsku B-deildinni í handbolta létu heldur betur finna fyrir sér í kvöld. Hákon Daði Styrmisson átti frábæran leik í 32-24 sigri Gummersbach á Grosswallstadt og þá var Anton Rúnarsson öflugur í 31-23 sigri Emsdetten á Ferndord. Þá varði Elín Jóna Þorsteinsdóttir eins og berserkur í sigri Ringkøbing í dönsku úrvalsdeild kvenna. Á sama tíma er GOG, lið Viktors Gísla Hallgrímsson, með fullt hús stiga á toppnum karla megin. Gott gengi Gummersbach heldur áfram en liðið pakkaði Grosswallstadt saman á útivelli í kvöld. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar voru 18-12 yfir í hálfleik og fór það svo að leiknum lauk með átta marka sigri þeirra, lokatölur 32-24. Hákon Daði fór á kostum og skoraði 10 mörk ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Elliði Snær Vignisson skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Gummersbach er með fjóra sigra í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Bæði Eintracht Hagen og Essen hafa einnig unnið alla fjóra leiki sína og stefnir í hörkumót. Emsdetten var óvænt fjórum mörkum undir í hálfleik, staðan þá 9-13 en í þeim síðari var allt annað upp á teningnum. Heimamenn léku frábæran handbolta og unnu á endanum sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 31-23. Anton Rúnarsson skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur fjögur til viðbótar í liði Emsdetten sem er í 6. sæti með fimm stig að loknum fjórum leikjum. Elín Jóna varði 10 skot í sjö marka sigri Ringkøbing á Holstebro, lokatölur 30-23. Var þetta annar sigur Ringkøbing á tímabilinu og liðið nú með fjögur stig í 11. sæti að loknum fjórum leikjum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir með verðlaunin sín sem leikmaður ársins á síðustu leiktíð.mynd/@elinjona_96 Að lokum unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG fimm marka sigur á Fhk Elite, lokatölur 34-29. GOG er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Ekki kemur fram hversu mikið Viktor Gísli spilaði í leik dagsins né hversu mörg skot hann varði. Handbolti Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Þá varði Elín Jóna Þorsteinsdóttir eins og berserkur í sigri Ringkøbing í dönsku úrvalsdeild kvenna. Á sama tíma er GOG, lið Viktors Gísla Hallgrímsson, með fullt hús stiga á toppnum karla megin. Gott gengi Gummersbach heldur áfram en liðið pakkaði Grosswallstadt saman á útivelli í kvöld. Lærisveinar Guðjóns Vals Sigurðssonar voru 18-12 yfir í hálfleik og fór það svo að leiknum lauk með átta marka sigri þeirra, lokatölur 32-24. Hákon Daði fór á kostum og skoraði 10 mörk ásamt því að gefa tvær stoðsendingar. Elliði Snær Vignisson skoraði tvö mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Gummersbach er með fjóra sigra í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Bæði Eintracht Hagen og Essen hafa einnig unnið alla fjóra leiki sína og stefnir í hörkumót. Emsdetten var óvænt fjórum mörkum undir í hálfleik, staðan þá 9-13 en í þeim síðari var allt annað upp á teningnum. Heimamenn léku frábæran handbolta og unnu á endanum sannfærandi átta marka sigur, lokatölur 31-23. Anton Rúnarsson skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur fjögur til viðbótar í liði Emsdetten sem er í 6. sæti með fimm stig að loknum fjórum leikjum. Elín Jóna varði 10 skot í sjö marka sigri Ringkøbing á Holstebro, lokatölur 30-23. Var þetta annar sigur Ringkøbing á tímabilinu og liðið nú með fjögur stig í 11. sæti að loknum fjórum leikjum. Elín Jóna Þorsteinsdóttir með verðlaunin sín sem leikmaður ársins á síðustu leiktíð.mynd/@elinjona_96 Að lokum unnu Viktor Gísli Hallgrímsson og félagar í GOG fimm marka sigur á Fhk Elite, lokatölur 34-29. GOG er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Ekki kemur fram hversu mikið Viktor Gísli spilaði í leik dagsins né hversu mörg skot hann varði.
Handbolti Danski handboltinn Þýski handboltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira