Hlutabréf bóluefnaframleiðenda hríðféllu eftir tilkynningu um nýtt Covid-lyf í pilluformi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. október 2021 10:00 Svona líta pillurnar út. Merck & Co/AP Hlutabréf í lyfjafyrirtækjunum Moderna og BioNTech hríðféllu á mörkuðum í gær eftir að tilkynnt var um árangur nýs veirulyfs í pilluformi gegn Covid-19. Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck tilkynnti í gær jákvæðar niðurstöður vegna rannsókna á lyfinu Molnupiravir, veirulyfi sem ætlað er gegn Covid-19 og er í pilluformi. Niðurstöðurnar reyndust svo jákvæðar að mælt var með því að stöðva rannsóknina og hyggst Merck sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Fari lyfið, sem nefnt er eftir Mjölni, hamri þrumuguðsins Þórs, markar það þáttaskil í baráttunni gegn Covid-19, þar sem öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að það gagnist gegn Covid-19 eru gefin í æð. Sem áður segir er Molnupiravir í pilluformi. Í frétt Reuters segir að fjárfestar hafi tekið vel í tíðindin en hlutabréf Merck hækkuðu um 8,4 prósent fyrir lok dags í gær. Hlutabréf framleiðenda bóluefna tóku hins vegar í sumum tilfellum dýfu. Hlutabréf Moderna lækkuðu um 11,4 prósent og hlutabréf BioNTech, samstarfsfyrirtæki Pfizer, lækkaði um tæp sjö prósent. Hlutabréf Pfizer lækkuðu hins vegar aðeins lítillega, eða um 0,2 prósent. Hafa skal þó í huga að lækkanirnar í gær blikna í samanburði við þær hækkanir sem orðið hafa á hlutabréfaverði Moderna og BioNtech á árinu. Hlutabréf Moderna hafa hækkað í verði um 220 prósent á árinu, BioNtech um tæp 200 prósent. Í frétt Reuters er haft eftir greinendum á markaði að þeir telji að hið nýja lyf geti leitt til þess að hræðsla við Covid-19 minnki og færri munu því þá bólusetningu, sem muni setja pressu á hlutabréfaverð bóluefnaframleiðenda. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríska lyfjafyrirtækið Merck tilkynnti í gær jákvæðar niðurstöður vegna rannsókna á lyfinu Molnupiravir, veirulyfi sem ætlað er gegn Covid-19 og er í pilluformi. Niðurstöðurnar reyndust svo jákvæðar að mælt var með því að stöðva rannsóknina og hyggst Merck sækja um markaðsleyfi eins fljótt og auðið er. Fari lyfið, sem nefnt er eftir Mjölni, hamri þrumuguðsins Þórs, markar það þáttaskil í baráttunni gegn Covid-19, þar sem öll þau veirulyf sem sýnt hefur verið fram á að það gagnist gegn Covid-19 eru gefin í æð. Sem áður segir er Molnupiravir í pilluformi. Í frétt Reuters segir að fjárfestar hafi tekið vel í tíðindin en hlutabréf Merck hækkuðu um 8,4 prósent fyrir lok dags í gær. Hlutabréf framleiðenda bóluefna tóku hins vegar í sumum tilfellum dýfu. Hlutabréf Moderna lækkuðu um 11,4 prósent og hlutabréf BioNTech, samstarfsfyrirtæki Pfizer, lækkaði um tæp sjö prósent. Hlutabréf Pfizer lækkuðu hins vegar aðeins lítillega, eða um 0,2 prósent. Hafa skal þó í huga að lækkanirnar í gær blikna í samanburði við þær hækkanir sem orðið hafa á hlutabréfaverði Moderna og BioNtech á árinu. Hlutabréf Moderna hafa hækkað í verði um 220 prósent á árinu, BioNtech um tæp 200 prósent. Í frétt Reuters er haft eftir greinendum á markaði að þeir telji að hið nýja lyf geti leitt til þess að hræðsla við Covid-19 minnki og færri munu því þá bólusetningu, sem muni setja pressu á hlutabréfaverð bóluefnaframleiðenda.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Lyf Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent