„Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar en við erum ekki þar“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 08:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í höfuðstöðvm Arion banka í gær. Þær eru í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. vísir/Sigurjón Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir voru í íslenska landsliðinu sem komst á þrjú stórmót í handbolta fyrir um áratug síðan. Nú eru þær í þjálfarateymi landsliðsins og stýra B-landsliði, og vinna að því að koma Íslandi aftur á þann stað að eiga fullt erindi á stórmót. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“ Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“
Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Fleiri fréttir Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Sjá meira