„Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar en við erum ekki þar“ Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2021 08:00 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í höfuðstöðvm Arion banka í gær. Þær eru í þjálfarateymi íslenska landsliðsins. vísir/Sigurjón Anna Úrsúla Guðmundsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir voru í íslenska landsliðinu sem komst á þrjú stórmót í handbolta fyrir um áratug síðan. Nú eru þær í þjálfarateymi landsliðsins og stýra B-landsliði, og vinna að því að koma Íslandi aftur á þann stað að eiga fullt erindi á stórmót. Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“ Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, Gaupi, hitti Önnu Úrsúlu eftir blaðamannafund í gær þar sem þjálfarateymi landsliðsins var kynnt. Anna var kölluð til landsliðsæfinga síðasta vor eftir nokkurra ára fjarveru en hefur nú lagt skóna á hilluna. Hvað finnst henni hafa vantað hjá kvennalandsliðinu síðustu ár? „Fljótt sagt þá er þetta ákveðin þrautseigja, fyrir utan það sem þarf að byrja með fyrr í ferlinu; æfingarnar. Hvernig liðið æfir saman og einnig einstaklingarnir hver fyrir sig. Líka hvernig félögin skipuleggja æfingar. Flest lið úti í heimi fá tveggja tíma æfingar, eru með atvinnumenn og taka kannski tvær æfingar á dag, en við erum ekki þar,“ segir Anna og vísar til íslensku Olís-deildarinnar, en viðtalið við hana má sjá hér að neðan: Klippa: Anna Úrsúla um stöðu íslenska landsliðsins „Við erum með áhugamannadeild. Það er ótrúlega erfitt að setja þessar kröfur á einstaklinganna, en margar þeirra sem eru í landsliðinu taka þessari kröfu ansi vel og eru margar byrjaðar á því að æfa ansi vel – flestar tvisvar á dag. Það vilja allir ná árangri og liðið er þannig uppsett að ef að metnaðurinn í leikmönnum er til staðar þá er alveg möguleiki á að liðið nái árangri.“ Anna telur að ýmislegt sé hægt að gera til að auka möguleika Íslands á að komast nær bestu landsliðum Evrópu: „Þessar tveggja tíma æfingar eru ótrúlega mikilvægar. Hérna á Íslandi er það þannig að stóru félögin, sem eru jafnvel með 2-3 boltagreinar hjá sér, að það er slegist um tíma inni í íþróttasalnum og lyftingasalnum. Það getur haft áhrif. Svo er þetta líka spurning um samspil æfinga og umhverfisins, og samspil HSÍ bæði með félagsliðum og leikmönnum, og að nýta þau úrræði sem eru í boði. Til dæmis að gamlir leikmenn eða landsliðsmenn komi inn í æfingar hjá yngri flokkum, séu svolítið til staðar og sýni möguleikana. Hífi þetta aðeins upp,“ segir Anna. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir í leik á EM 2010. Hún hefur leikið á þremur stórmótum fyrir Íslands hönd.EPA/CLAUS FISKER Mikilvægt að huga að menntaskólakrökkunum Efniviðurinn er til staðar, ekki satt? „Ég tel það vera en auðvitað þykir mér ofboðslega leitt ef það hefur orðið brotthvarf úr íþróttinni vegna Covid. Við erum þó ekki þau einu sem upplifa það. Efniviðurinn er til staðar og kannski þurfum við að sækja hann líka. Til dæmis í menntaskólana því nú er það svo að menntaskólaaldurinn er erfiðastur. Okkur þarf að vera umhugað um þennan aldur, hjá körlum og konum, og passa fólkið á þessum aldri,“ segir Anna. En er langt í að við náum eins öflugu liði og þær Anna og Hrafnhildur voru hluti af fyrir áratug síðan? „Ég vona ekki. Ég held að þetta sé bara byrjunin á þessari leið. Ef maður er raunsær þá gerist það ekki í ár, en kannski eftir 2-3 ár. Ef að liðið heldur sér, og metnaðurinn og þrautseigjan er til staðar, þá er allt mögulegt. Að trú stelpnanna sé fyrir hendi, ekki bara þeirra sem eru valdar í landsliðin núna heldur í allri handboltahreyfingunni. Að allir ætli sér að stuðla að þessum árangri.“
Olís-deild kvenna Handbolti Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Danir úr leik á HM Handbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Sjá meira