Handbolti

Hákon Daði átti stór­leik og Gum­mers­bach er enn með fullt hús stiga

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hákon Daði var frábær í kvöld.
Hákon Daði var frábær í kvöld. Getty Images

Hákon Daði Styrmisson átti stórleik er Gummersbach lagði Dessauer í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld, lokatölur leiksins 35-27. Anton Rúnarsson lék með Emsdetten er liðið gerði jafntefli við Bietigheim.

Hákon Daði fór mikinn í vinstra horni Gummersbach en alls skoraði hann 10 af 35 mörkum Gummersbach í leiknum. Liðsfélagi hans Janko Bozovic gerði slíkt hið sama. Elliði Snær Viðarsson var á sínum stað í vörninni ásamt því að skora eitt mark.

Guðjón Valur Sigurðsson var svo á hliðarlínunni en hann er þjálfari liðsins.

Þá skoraði Anton Rúnarsson skoraði þrjú mörk er Emsdetten og Bietigheim gerðu 31-31 jafntefli.

Gummersbach er með fullt hús stiga að loknum þremur umferðum. Situr liðið í 2. sæti deildarinnar þar sem Hagen er með betri markatölu. Emsdetten er svo í 6. sæti en liðið hefur unnið einn, gert eitt jafntefli og tapað einum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.