Golf

Banda­ríkin leiða í Ryder-bikarnum eftir að lenda undir

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hart barist en samt allir vinir. Sergio Garcia og Justin Thomas takast hér í hendur.
Hart barist en samt allir vinir. Sergio Garcia og Justin Thomas takast hér í hendur. Andrew Redington/Getty Images

Evrópa tók fyrsta slag dagsins er Jon Rahm og Sergio Garcia unnu sigur á Jordan Spieth og Justin Thomas. Bandaríkin létu það ekki slá sig út af laginu og unnu hina þrjá leiki dagsins og leiða því 3-1 sem stendur.

Ryder-bikarinn í golfi hófst á fjórleik í morgun. Er þetta í 43. skipti sem keppnin fer fram en að venju eru það kylfingar frá Bandaríkjunum sem etja kappi við kylfinga frá Evrópu.

Evrópa tók fyrsta slag dagsins er Jon Rahm og Sergio Garcia unnu sigur á Jordan Spieth og Justin Thomas. Bandaríkin létu það ekki slá sig út af laginu og unnu hina þrjá leiki dagsins og leiða því 3-1 sem stendur.

Fyrst unnu Dustin Johnson og Collin Morikawa sigur á Viktor Hovland og Paul Casey. Síðan var komið að Patrick Cantlay og Xander Schauffele en þeir lögðu Rory McIlroy og Ian Poulter. Að lokum lönduðu Brooks Koepka og Daniel Berger sigri gegn Matthew Fitzpatrick og Lee Westwood.

Staðan því eins og áður sagði 3-1 Bandaríkjunum í vil að loknu fyrsta holli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.