Við þurfum líka þjónustu sérgreinalækna úti á landi! Pétur Heimisson skrifar 24. september 2021 15:00 Það skiptir máli hver stjórnar! Fólk úti á landi notar þjónustu sérgreinalækna mikið minna en íbúar höfuðborgarsvæðisins og engir minna en íbúar á Austurlandi og Vestfjörðum. Eina tiltæka skýringin á þessum mikla mun er sú dapra staðreynd að kaupandi þjónustunnar, íslenska rikið, hefur lengst af ekki gert það að skilyrði að þjónustan sé veitt sem nærþjónusta. Þjónusta sérgreinalækna hefur því nær eingöngu byggst upp í Reykjavík og þangað þarf fólk að sækja hana með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og samfélag. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir um markmið þeirra að ..allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita... . Þar segir og að þetta skuli gera í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, en í 1. grein þeirra segir; Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jöfnuður er einn hornsteina í stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð. Það sýndi sig fljótt varðandi heilbrigðismálin með tilkomu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég hef starfað sem læknir á Austurlandi í rúm 30 ár og upplifði sterkt hvernig vinna við að jafna aðgengi og draga úr mismunun tók fjörkipp með tilkomu Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra. Í sinni ráðherratíð hefur hún unnið markvisst að því að draga úr búsetutengdum ójöfnuði í heilbrigðisþjónustu. Á aðeins fjórum árum og þrátt fyrir heimsfaraldur hefur þegar talsvert áunnist. Betur má ef duga skal og því er mikilvægt að tryggja VG brautargengi í kosningunum á morgun, 25. September. Það skiptir máli hver stjórnar.Munum að þetta fjallar allt um fólk og munum líka að fólkið, íslenska þjóðin, hefur margendurtekið sagt það skýrt að hún vill opinbera heilbrigðisþjónustu sem sterkasta. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismálin sem byggir á því að þjónustan er til fyrir fólk og borin uppi af fólki. Áhersla þjóðarinnar á sterka opinbera heilbrigðisþjónustu og öruggt, jafnt aðgengi, þarf á því að halda að Vinstri hreyfingin – grænt framboð fái góða kosningu og ekki síst úti á landi. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Heilbrigðismál Vinstri græn Byggðamál Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Það skiptir máli hver stjórnar! Fólk úti á landi notar þjónustu sérgreinalækna mikið minna en íbúar höfuðborgarsvæðisins og engir minna en íbúar á Austurlandi og Vestfjörðum. Eina tiltæka skýringin á þessum mikla mun er sú dapra staðreynd að kaupandi þjónustunnar, íslenska rikið, hefur lengst af ekki gert það að skilyrði að þjónustan sé veitt sem nærþjónusta. Þjónusta sérgreinalækna hefur því nær eingöngu byggst upp í Reykjavík og þangað þarf fólk að sækja hana með tilheyrandi óþægindum og kostnaði fyrir einstaklinga, fjölskyldur, fyrirtæki og samfélag. Í lögum um heilbrigðisþjónustu segir um markmið þeirra að ..allir landsmenn eigi kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita... . Þar segir og að þetta skuli gera í samræmi við lög um réttindi sjúklinga, en í 1. grein þeirra segir; Óheimilt er að mismuna sjúklingum á grundvelli kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Jöfnuður er einn hornsteina í stefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð. Það sýndi sig fljótt varðandi heilbrigðismálin með tilkomu ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur. Ég hef starfað sem læknir á Austurlandi í rúm 30 ár og upplifði sterkt hvernig vinna við að jafna aðgengi og draga úr mismunun tók fjörkipp með tilkomu Svandísar Svavarsdóttur sem heilbrigðisráðherra. Í sinni ráðherratíð hefur hún unnið markvisst að því að draga úr búsetutengdum ójöfnuði í heilbrigðisþjónustu. Á aðeins fjórum árum og þrátt fyrir heimsfaraldur hefur þegar talsvert áunnist. Betur má ef duga skal og því er mikilvægt að tryggja VG brautargengi í kosningunum á morgun, 25. September. Það skiptir máli hver stjórnar.Munum að þetta fjallar allt um fólk og munum líka að fólkið, íslenska þjóðin, hefur margendurtekið sagt það skýrt að hún vill opinbera heilbrigðisþjónustu sem sterkasta. Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur skýra stefnu og markmið varðandi heilbrigðismálin sem byggir á því að þjónustan er til fyrir fólk og borin uppi af fólki. Áhersla þjóðarinnar á sterka opinbera heilbrigðisþjónustu og öruggt, jafnt aðgengi, þarf á því að halda að Vinstri hreyfingin – grænt framboð fái góða kosningu og ekki síst úti á landi. Höfundur er heimilislæknir og fulltrúi VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun