Spilaborgir félagsmálaráðherra Þorsteinn Sæmundsson skrifar 24. september 2021 14:00 Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Skoðun: Kosningar 2021 Miðflokkurinn Húsnæðismál Félagsmál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsmálaráðherra lagði fram frumvarp um s.k. hlutdeildarlán á síðasta þingi og fékk samþykkt. Lögin sem samþykkt voru ná grátlega stutt og eru meiri umbúðir en innihald. Til samanburðar má nefna tillögur Miðflokksins nú fyrir kosningar sem ná miklu lengra og koma mun fleirum til góða. Skilyrðin sem sett eru fyrir láni skv. lögum ráðherrans eru þannig að Höfuðborgarsvæðið er að mestu úr leik þar sem íbúðir sem uppfylla verðskilyrði eru varla til á svæðinu og ekkert útlit fyrir að úr rætist í fyrirsjáanlegri framtíð þökk sé einnig borgarstjórnarmeirihlutanum í Reykjavík sem býður ekki upp á lóðir sem henta. Ungt fólk sem á að hafa hag af nýsettum lögum er því þvingað til að leita sér að húsnæði í allnokkurri fjarlægð frá Höfuðborgarsvæðinu s.s. í Árborg Þorlákshöfn á Suðurnesjum og á Akranesi með mikilli virðingu fyrir þeim góðu sveitarfélögum. Ráðherrann ákvað sem sagt að í áðurnefndum sveitarfélögum megi einnig kaupa notaðar íbúðir með hlutdeildarlánum en það er ekki heimilt á Höfuðborgarsvæðinu. Þeir fjármunir sem eyrnamerktir eru úrræðinu eru einnig alls ófullnægjandi því þörfin er brýn. Benda má á að í nýgerðri vandaðri könnun kemur fram að fjöldi fólks á miðjum aldri er nú á leigumarkaðnum og á ekki möguleika á að kaupa eigið húsnæði. Þar er hópurinn sem Íbúðalánasjóður hirti eignir af á smánarverði. Það er ekki að ástæðulausu, sem félagsmálaráðherra fór í blóra að við lög um þingsköp og lög um ráðherraábyrgð að dómi yfirlögfræðings Alþingis þegar hann reyndi að leyna upplýsingum um sölu þeirra rúmlega fjögur þúsund eigna sem hafðar voru af fólki og sendi tíu þúsund manns á götuna. Ráðherrann dró í rúmt ár að svara fyrirpurnum þar um. Sú saga er ekki enn fullsögð en greinarhöfundur mun ekki una sér hvíldar þar til hverjum steini hefur verið velt til að komast að hinu sanna og tryggja fórnarlömbum sjóðsins lúkningu. Svokölluð uppbygging félagsmálaráðherra á búsetuúrræðum fyrir þá sem höllum fæti standa tekur á sig ýmsar myndir. Þar má nefna til sögunnar leiguíbúðir sem reistar eru með aðkomu sveitarfélaga víða um land. Sveitarfélögin hafa uppfært skipulag sitt og útvegað lóðir til verkefnisins og lagt í ýmsan kostnað svo það megi verða að veruleika. Á seinni stigum hefur svo komið í ljós gamalkunnugt stef. Sveitarfélögunum hafa verið skaffaðir meðeigendur sem líkt og áður við sölu íbúða Íbúðalánasjóðs eru ,,óhagnaðardrifin“ fyrirtæki sem virðast rekin á góðmennsku einni saman. Dæmi um þetta er sveitarfélagið Dalabyggð hvar ráðherra félagsmála hefur skilið eftir allmörg spor í ýmsum rekstri með rislitlum árangri og horfir nú að sagt er til nýtingar vindorku. „Óhagnaðardrifnu“ fyrirtækin sem tóku þátt í Íbúðalánasjóðsveislunni skiluðu lánsfénu sem þau fengu hjá sjóðnum þegar í ljós kom öllum að óvörum að þau högnuðust á veislunni. Nú er að sjá hversu lengi viðskiptafélagar sveitarfélaganna verða „óhagnaðardrifnir.“ Allir ættu að fylgjast vel með því hver þróunin verður með spilaborgum ráðherrans. Þessu máli er ekki lokið! Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar