Með evru neyðumst við til þess að hætta þessum óheilbrigða leik! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 24. september 2021 13:45 Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun