Með evru neyðumst við til þess að hætta þessum óheilbrigða leik! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar 24. september 2021 13:45 Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Mest lesið Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Það er ekki að ástæðulausu að sérfræðingum greinir á um evrumálin því það getur skipt máli frá hvaða sjónarhorni við skoðum hlutina. Til þess að geta tekið upp evru þarf að sýna ákveðinn aga. Ólafur Margeirsson hagfræðingur lýsir því með ákaflega skemmtilegum hætti í grein sinni frá árinu 2011 þegar hann segir: “Ef tekin er upp evra skulu Íslendingar átta sig á því að það leyfist enginn glannaakstur í formi óðaskuldsetningar einka eða opinberra aðila, pólitískra fjárfestinga sem engum arði skila fyrir þjóðarbúið, halla á ríkisrekstri o.fl. Í tilviki þess að notast áfram við krónuna má redda slíkum efnahagslegum fásinnum með gengisfellingum eins og alltaf hefur verið gert síðustu 90 ár. Þess vegna er krónan ígildi efnahagslegrar kaskótryggingar. Og sú kaskótrygging hefur síendurtekið verið misnotuð”. Seðlabankastjóri segir það vanhugsað að fara úr verðbólgumarkmiði sem við höfum verið með í 20 ár yfir í ”þetta fyrirkomulag”. Er þjóðin sammála Seðlabankastjóra um að verðbólgumarkmiðið hafi gengið vel? Ólafur bendir á það í grein sinni að ”íslensku krónunni hefur aldrei verið gefinn möguleiki á að vera gjaldmiðill eins og þeir eiga að vera: geymsla verðmæta og trygg ávísun á visst magn vara eða þjónustu langt fram í tímann. Allt frá 1918 hefur íslenska krónan verið misnotuð í pólitískum og efnahagslegum tilgangi til skamms tíma í senn með þeim stórglæsilega árangri að virði hennar sem gjaldmiðill hefur fallið 2200 sinnum hraðar en þeirrar dönsku”. Seðlabankastjóri segir helstu röksemdina fyrir upptöku evru vera þá að ”knýja íslensku þjóðina til að taka ábyrgð á sjálfri sér”. Ólafur bendir einmitt á það í áðurnefndri grein að “ef íslendingar sætta sig við að ”keyra varlega” þegar kemur að efnahagsmálum er ekkert því til fyrirstöðu að taka upp Evru. Má jafnvel gæla við þá hugmynd að upptakan væri af hinu góða frekar en hitt, sérstaklega ef upptaka evru eða annars gjaldmiðils neyddi Íslendinga til að átta sig á að þeir yrðu að ”keyra varlega” þegar kæmi að efnahagsmálum” Þegar öllu er á botninn hvolft snúast málin nefnilega alls ekki um það hvaða peningastefnu við veljum og hvort við séum með krónu eða evru. Þetta snýst í grunninn um það að við fylgjum leikreglum peningastefnunnar eins og Seðlabankastjóri og fleiri benda á í Framtíð íslenskrar peningastefnu . Og þá er spurningin: Getum við fylgt leikreglunum? Og hvort er auðveldara að sveigja þær og beygja með krónu eða evru? Hvers vegna telur Seðlabankastjóri okkur ómöulegt að sýna aga í fjármálum? Páll Skúlason hefur bent á togstreituna á milli stjórnmála og viðskiptalífsins og þau spillingaráhrif sem geta myndast. Hann vísar í sérhagsmunabaráttu stjórnvalda þar sem baráttan getur við vissar aðstæður vikið frá almannaheill. Um þetta er einnig fjallað í Framtíð íslenskrar peningastefnu þar sem segir orðrétt: “Lýðræðið getur mjög hæglega snúist upp í uppboðsmarkað – þar sem hver frambjóðandi keppist við að bjóða hærra þar til samkoman endar langt fyrir ofan efnahagslegan veruleika”. Með evru leyfist ekkert slíkt. Menn neyðast til þess að hætta þessum óheilbrigða leik. Höfundur skilaði meistararitgerð um fjármálalæsi fyrr á þessu ári.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Frumframleiðendur og sérstaða Íslands í alþjóðasamhengi Sveinn Margeirsson, Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun