Kolefnisfótspor matvæla - lausn til stuðnings sjálfbæru matvælakerfi og bættrar heilsu? Alma Stefánsdóttir og Stefán Örn Snæbjörnsson skrifa 23. september 2021 12:00 Til hvers er kolefnisfótspor matvæla? Markmið kolefnisfótspors matvæla er að gera matvælaframleiðendum kleift að miðla loftslagsáhrifum framleiðslu sinnar til neytenda. Aukin upplýsingagjöf auðveldar neytendum að velja umhverfisvænt og hvetur framleiðendur til að draga úr kolefnisspori í framleiðslu. Nýleg fræðileg samantekt skoðaði ritverk um kolefnisspor matvæla og þar kom fram að neytendum vantar almennt skilning á þeim mælingum sem kolefnissporið byggir á og að framsetning þess væri ekki nógu skýr. Endurhönnuð framsetning í formi t.d. umferðarljósa hefur sýnt fram á að auka skilning til muna. Skv. niðurstöðum samantektarinnar eiga stjórnvöld heims að; 1) hafa frumkvæði að bætingum á ofangreindri upplýsingagjöf, 2) styðja við aðgerðir sem auðvelda sjálfbærari neysluhegðun og 3) beita nauðsynlegum aðgerðum til lækkunar verðs á matvælum með lágt kolefnisspor. Matvælakerfi heimsins Óskilvirk matvælaframleiðsla hefur valdið mikilli aukningu vannæringar, hún ber ábyrgð á 80% hnignunar á líffræðilegum fjölbreytileika og um þriðjung allrar heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur gefið út ákall til þjóða heims um að styðja betur við jákvæðar breytingar á matvælakerfum til að hraða sjálfbærri þróun. Matvælaframleiðsla heimsins hefur vaxið í takt við fjölgun jarðarbúa. Það er staðreynd að nægur matur er til í heiminum til að fæða alla jarðarbúa, tæplega átta milljarða manna. Á sama tíma lifa um 820 milljónir manna við hungurmörk og meira en einn fimmti allra barna í heiminum býr við vannæringu. Í hitaeiningum (kkal) talið þá þurfum við að meðaltali um 2.350 kkal á dag til að uppfylla meðalorkuþörf en innbyrðum að meðaltali 180 kkal til viðbótar. Á hnattvísu framleiðum við daglega 5.940 kkal af mat á hvern jarðarbúa sem er tæp þreföld raunþörf okkar. En við neytum ekki 5.940 kkal á mann, heldur tapast 1.320 kkal í matarsóun, 810 kkal í framleiðslu lífeldsneytis og 1.740 kkal í formi dýrafóðurs. Eftir uppskeru og flutninga standa því eftir 2.790 kkal af mat hæfum til neyslu, þar af koma 590 kkal frá kjöti og mjólkurafurðum en til viðbótar fara 3.810 kkal í dýraafurðaframleiðslu með landnýtingu og beit. Sjálfbær matvælakerfi þurfa að geta stutt bæði við heilsu jarðarbúa ásamt heilsu jarðarinnar en eins og staðan er í dag þá er þörf á miklum breytingum til að matvælakerfin verði nægilega sjálfbær að við höldum okkur innan þolmarka plánetunnar. Hvernig getur kolefnisspor matvæla hjálpað í baráttu við loftslagsbreytingar? Kolefnisspor matvæla getur nýst okkur sem tól til að auka meðvitund um umhverfisáhrif okkar og færast í átt að endurnýjandi (e. regenerative) samfélagi og frá vinnslu- og neysluhyggju (e. extractivism, consumerism). Upplýstar ákvarðanir geta dregið úr hættunni sem stafar af veðuröfgum og tryggt sanngjarnara samfélag. Upplýsingar um kolefnisfótspor matvæla, hluta, samgangna, fjármuna og skemmtunar stuðla að bættu kolefnislæsi fyrir umskipti í átt að lágkolefnishagkerfi. Til að ná langtímamarkmiðum ESB þurfa grundvallarbreytingar að eiga sér stað á meginstoðum samfélaga, aðallega hvað varðar fæðu, orku, hreyfanleika og mannvirki. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2017 var neysludrifið kolefnisspor Íslendinga árin 2010-2012 um 55% hærra en svæðisbundnar útblástursmælingar gáfu til kynna eða um 22,5 þúsund tonn koldíoxíðjafnígilda (CO2íg), þar af eru 17% vegna neyslu matvæla og drykkja. Árið 2017 var neysludrifin losun Íslendinga reiknuð út og áætluð vera ígildi rúmlega 70% af heildarlosun. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 þá losaði virðiskeðja matvæla um 13,7 milljarða tonna CO2íg., sem samsvarar um 26% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Frekari umhverfisáhrif matvælaframleiðslu og landbúnaðar má finna í rannsókninni auk kolefnisspors mismunandi fæðutegunda en rannsóknin náði til 38 þúsund bóndabýla og 40 ólíkra fæðutegunda. Neyðarástandið í loftslagsmálum samanstendur af mörgum alþjóðaáskorunum sem þarfnast margskonar alþjóðalausna. Margar þjóðir sækja fyrirmynd að margskonar málefnum til Íslands. Auðvelt er að meta sem svo að persónulegar ákvarðanir hafi ekki áhrif á stóra samhengið þar sem losun Íslands er lítil samanborið við önnur lönd, en slík viðbrögð eru ekki rökrétt enda lifum við öll á sömu plánetunni Jörð. Með því að finna leiðir til að lifa á sjálfbærari máta með minni neikvæðum áhrifum á umhverfið og komandi kynslóðir, þá koma skýrt í ljós þau tækifæri sem eru til staðar. Sérhvert okkar sem einstaklingar, getum haft þýðingarmikil áhrif bæði með því að m.a. 1) kalla eftir aðgerðum, 2) minnka persónulega kolefnissporið okkar, og 3) að kjósa þá stjórnmálaflokka sem láta sig þessi mál varða. Niðurstöður Sólarinnar - Einkunnagjafar Ungra umhverfissinna á umhverfis- og loftslagsstefnum stjórnmálaflokka sýna að aðeins fjórir flokkar stefna á aukna upplýsingagjöf til neytenda um kolefnisspor matvæla; Viðreisn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri grænir. Einkunnagjöfin fjallar um hringrásarsamfélagið í heild sinni en nánari niðurstöður má nálgast á heimasíðunni solin2021.is. Höfundar eru matvælafræðingur og umhverfisverkfræðingur og eru meðlimir í Hringrásarhagkerfisnefnd Ungra umhverfissinna. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Umhverfismál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Til hvers er kolefnisfótspor matvæla? Markmið kolefnisfótspors matvæla er að gera matvælaframleiðendum kleift að miðla loftslagsáhrifum framleiðslu sinnar til neytenda. Aukin upplýsingagjöf auðveldar neytendum að velja umhverfisvænt og hvetur framleiðendur til að draga úr kolefnisspori í framleiðslu. Nýleg fræðileg samantekt skoðaði ritverk um kolefnisspor matvæla og þar kom fram að neytendum vantar almennt skilning á þeim mælingum sem kolefnissporið byggir á og að framsetning þess væri ekki nógu skýr. Endurhönnuð framsetning í formi t.d. umferðarljósa hefur sýnt fram á að auka skilning til muna. Skv. niðurstöðum samantektarinnar eiga stjórnvöld heims að; 1) hafa frumkvæði að bætingum á ofangreindri upplýsingagjöf, 2) styðja við aðgerðir sem auðvelda sjálfbærari neysluhegðun og 3) beita nauðsynlegum aðgerðum til lækkunar verðs á matvælum með lágt kolefnisspor. Matvælakerfi heimsins Óskilvirk matvælaframleiðsla hefur valdið mikilli aukningu vannæringar, hún ber ábyrgð á 80% hnignunar á líffræðilegum fjölbreytileika og um þriðjung allrar heildarlosunar gróðurhúsalofttegunda. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur gefið út ákall til þjóða heims um að styðja betur við jákvæðar breytingar á matvælakerfum til að hraða sjálfbærri þróun. Matvælaframleiðsla heimsins hefur vaxið í takt við fjölgun jarðarbúa. Það er staðreynd að nægur matur er til í heiminum til að fæða alla jarðarbúa, tæplega átta milljarða manna. Á sama tíma lifa um 820 milljónir manna við hungurmörk og meira en einn fimmti allra barna í heiminum býr við vannæringu. Í hitaeiningum (kkal) talið þá þurfum við að meðaltali um 2.350 kkal á dag til að uppfylla meðalorkuþörf en innbyrðum að meðaltali 180 kkal til viðbótar. Á hnattvísu framleiðum við daglega 5.940 kkal af mat á hvern jarðarbúa sem er tæp þreföld raunþörf okkar. En við neytum ekki 5.940 kkal á mann, heldur tapast 1.320 kkal í matarsóun, 810 kkal í framleiðslu lífeldsneytis og 1.740 kkal í formi dýrafóðurs. Eftir uppskeru og flutninga standa því eftir 2.790 kkal af mat hæfum til neyslu, þar af koma 590 kkal frá kjöti og mjólkurafurðum en til viðbótar fara 3.810 kkal í dýraafurðaframleiðslu með landnýtingu og beit. Sjálfbær matvælakerfi þurfa að geta stutt bæði við heilsu jarðarbúa ásamt heilsu jarðarinnar en eins og staðan er í dag þá er þörf á miklum breytingum til að matvælakerfin verði nægilega sjálfbær að við höldum okkur innan þolmarka plánetunnar. Hvernig getur kolefnisspor matvæla hjálpað í baráttu við loftslagsbreytingar? Kolefnisspor matvæla getur nýst okkur sem tól til að auka meðvitund um umhverfisáhrif okkar og færast í átt að endurnýjandi (e. regenerative) samfélagi og frá vinnslu- og neysluhyggju (e. extractivism, consumerism). Upplýstar ákvarðanir geta dregið úr hættunni sem stafar af veðuröfgum og tryggt sanngjarnara samfélag. Upplýsingar um kolefnisfótspor matvæla, hluta, samgangna, fjármuna og skemmtunar stuðla að bættu kolefnislæsi fyrir umskipti í átt að lágkolefnishagkerfi. Til að ná langtímamarkmiðum ESB þurfa grundvallarbreytingar að eiga sér stað á meginstoðum samfélaga, aðallega hvað varðar fæðu, orku, hreyfanleika og mannvirki. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2017 var neysludrifið kolefnisspor Íslendinga árin 2010-2012 um 55% hærra en svæðisbundnar útblástursmælingar gáfu til kynna eða um 22,5 þúsund tonn koldíoxíðjafnígilda (CO2íg), þar af eru 17% vegna neyslu matvæla og drykkja. Árið 2017 var neysludrifin losun Íslendinga reiknuð út og áætluð vera ígildi rúmlega 70% af heildarlosun. Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 þá losaði virðiskeðja matvæla um 13,7 milljarða tonna CO2íg., sem samsvarar um 26% af losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Frekari umhverfisáhrif matvælaframleiðslu og landbúnaðar má finna í rannsókninni auk kolefnisspors mismunandi fæðutegunda en rannsóknin náði til 38 þúsund bóndabýla og 40 ólíkra fæðutegunda. Neyðarástandið í loftslagsmálum samanstendur af mörgum alþjóðaáskorunum sem þarfnast margskonar alþjóðalausna. Margar þjóðir sækja fyrirmynd að margskonar málefnum til Íslands. Auðvelt er að meta sem svo að persónulegar ákvarðanir hafi ekki áhrif á stóra samhengið þar sem losun Íslands er lítil samanborið við önnur lönd, en slík viðbrögð eru ekki rökrétt enda lifum við öll á sömu plánetunni Jörð. Með því að finna leiðir til að lifa á sjálfbærari máta með minni neikvæðum áhrifum á umhverfið og komandi kynslóðir, þá koma skýrt í ljós þau tækifæri sem eru til staðar. Sérhvert okkar sem einstaklingar, getum haft þýðingarmikil áhrif bæði með því að m.a. 1) kalla eftir aðgerðum, 2) minnka persónulega kolefnissporið okkar, og 3) að kjósa þá stjórnmálaflokka sem láta sig þessi mál varða. Niðurstöður Sólarinnar - Einkunnagjafar Ungra umhverfissinna á umhverfis- og loftslagsstefnum stjórnmálaflokka sýna að aðeins fjórir flokkar stefna á aukna upplýsingagjöf til neytenda um kolefnisspor matvæla; Viðreisn, Píratar, Samfylkingin og Vinstri grænir. Einkunnagjöfin fjallar um hringrásarsamfélagið í heild sinni en nánari niðurstöður má nálgast á heimasíðunni solin2021.is. Höfundar eru matvælafræðingur og umhverfisverkfræðingur og eru meðlimir í Hringrásarhagkerfisnefnd Ungra umhverfissinna. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson Skoðun