Umhugsunarverðar U beygjur Sigmar Guðmundsson skrifar 22. september 2021 14:01 Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Geðheilbrigði Heilbrigðismál Sigmar Guðmundsson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að ráðamenn hrökkvi í kosningagír skömmu fyrir kjördag. Þá muna þeir gjarnan eftir málum sem þeir hafa vanrækt, eða hlaupa til og breyta um kúrs vegna þrýstings frá kjósendum sem geta sveiflað kjörseðlinum sem refsivendi á síðustu andartökum kjörtímabilsins. Sumt af þessu er krúttlegt, eins og til dæmis þegar hálf ríkisstjórnin mætir til að ýta úr vör jákvæðu lífsstíls átaki í grunnskóla með tilheyrandi ræðuhöldum og lúðrablæstri. Annað getur afhjúpað vanrækslu á heilum málaflokkunum og opinberað hringlandahátt sem sæmir ekki fólki í æðstu valdastöðum. Það er með ólíkindum að ráðherra sem segist hafa haft geðheilbrigðismál í forgangi síðustu fjögur ár skuli fáeinum dögum fyrir kosningar taka U beygju í afstöðu sinni til þess hvernig best sé að hlúa að starfsemi geðsviðs landsspítalans. Lengi hefur verið kallað eftir því að geðsviðið fái aðstöðu í nýja spítalanum sem nú er að rísa en fagfólkið talað fyrir daufum eyrum ráðamanna. Eftir afhjúpandi fréttir RÚV um aðstöðuna sem sjúklingum og starfsmönnum er boðið upp á var hljóðnema beint að ráðvilltum heilbrigðisráðherra 15 dögum fyrir kosningar. Kauðsk svörin benda til þess fyrstu 350 daga kjörtímabilsins hafi ráðherrann verið hressilega utan þjónustusvæðis. Hvenær fær Landspítalinn nýja geðdeild? „Ég get ekki svarað því þetta er bara partur af þessari heildarmynd og núna erum við að byggja upp meðferðarkjarnann og önnur hús hérna á lóðinni í samræmi við þær áætlanir sem hafa legið fyrir hér um árabil.” En hvers vegna var geðdeildin skilin út undan í þessu risastóra verkefni? „Það er auðvitað umhugsunarefni.” Hvers vegna var þetta ekki tekið inn í dæmið á sínum tíma? „Það er bara góð spurning. Þetta er bara partur af þessari heildarhugsun.” Heildarmynd. Umhugsunarefni. Heildarhugsun. Þetta eru viðbrögð ráðherra við knýjandi spurningum í brýnu hagsmunamáli viðkvæms sjúklingahóps sem býr við fullkomlega óboðlegar aðstæður. 15 dögum fyrir kosningar. Þetta er ekki eina U beygja ráðherrans á síðustu dögum. Eftir mikinn þrýsting var loks hægt að semja við Klíníkina um að gera á annað hundrað aðgerðir til að stytta biðlista og aðstoða við mönnun á gjörgæslunni. Einnig felldi svo heilbrigðisráðherra úr gildi umdeilt og óverjandi skilyrði sem sjúkraþjálfurum var sett um að þurfa að vinna í tvö ár hjá ríkinu áður en ríkið hæfi niðurgreiðslu á þjónustu þeirra. Metnaður Svandísar Svavarsdóttur við að vinda ofan af eigin ákvörðunum og ákvörðunarleysi er eftirtektarverður svona skömmu fyrir kosningar. Þakklátt væri ef hún héldi áfram á sömu braut og gerði að sínu síðasta verki sem ráðherra að niðurgreiða sálfræðiþjónustu sem Viðreisn náði í gegn í þinginu en ríkisstjórnin hefur vanrækt að fjármagna. Barnamálaráðherrann gæti jafnvel lagst á árarnar og sýnt í verki að biðlistar barna í málaflokkum annara ráðherra eru ekki síður mikilvægt úrlausnarefni en þeir biðlistar sem hann hefur sjálfur búið til. Höfundur skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun