Bílar

Rannsókn á Procar-málinu að ljúka

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ.
Frá útibúi Procar í Reykjanesbæ. Procar.is

Rannsókn á Procar-málinu svokallaða er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara í kjölfarið samkvæmt upplýsingum frá Héraðssaksóknara.

Félag íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB) fjallaði um málið á vef sínum í gær.

Snemma árs 2019 viðurkenndu forsvarsmenn bílaleigunnar Procar að hafa skrúfað aftur kílómetrastöðu bílaleigubíla sem settir voru á sölu. Mismikið hafi verið undið ofan af kílómetrateljurum bílanna en í sumum þeirra um tugi þúsunda kílómetra.

Viðurkenning kom í kjölfar umfjöllunar fréttaskýringarþáttarins Kveiks um málið. Samkvæmt frétt á vef FÍB hefur rannsóknin verið mjög umfangsmikil en er á lokastigi. Þá kemur einnig fram á vef FÍB að Samtök ferðaþjónustunnar vísuðu Procar úr samtökunum eftir umfjöllun Kveiks og bæði lögregla og Samgöngustofa hófu rannsókn á málinu.

Procar seldi notaða bíla þar sem kílómetrastaðan hafði verið lækkuð.

Samgöngustofa tók ekki mikinn þátt í rannsókninni þar sem Samgöngustofa taldi sig ekki geta svipt bílaleiguna starfsleyfi vegna þess að valdheimildir hennar næðu einungis til starfsemi ökutækjaleiga en ekki til endursölu ökutækja á markaði.

Þá fékk Héraðssaksóknari málið til rannsóknar úr höndum lögreglu í lok maí 2019 vegna þess hve umfangsmikið það var. Upplýst var í Kveik að átt hefði verið kílómetrateljara í verulegum fjölda bíla og um langt árabil.


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.