Lífið

Birna Ben, Kiddi Jak, Ingvar Sæ­land og Sig­rún Dag­ný vekja lukku

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Hér má sjá oddvitana Ingvar Sæland, Sigríði Ingu, Kidda Jak, Sigrúnu Dagnýju, Birnu Ben og Gunnu Sóley.
Hér má sjá oddvitana Ingvar Sæland, Sigríði Ingu, Kidda Jak, Sigrúnu Dagnýju, Birnu Ben og Gunnu Sóley. Jafet Sigfinnsson

Þráður af myndum af oddvitum stjórnmálaflokkanna hefur farið eins og eldur í sinu á Twitter síðan í gær. Ekki er um neitt venjulegar myndir að ræða, því kyni oddvitanna hefur verið breytt á skemmtilegan hátt.

Það er Twitter-notandinn Jafet Sigfinnsson sem setur þráðinn inn og hefur hann vakið mikla lukku. Þar segist hann hafa átt í vandræðum með að gera upp hug sinn fyrir komandi kosningar og hafi því brugðið á það ráð að skoða frambjóðendur í nýju ljósi.

„Veit ekki hvað hvaða flokk ég á að kjósa þannig ég prófaði að gender-swapa oddvitunum til að sjá hvort það segi mér eitthvað. (Hint: it did not),“ skrifar Jafet og spyr svo „myndir þú kjósa þetta fólk?“.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.