Gleymdi mennta og menningarmálaráðherra Hönnunarsafninu? 17. september 2021 14:02 Í Morgunblaðinu 16. september fór Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra yfir göfug störf ráðherra í þágu mennta og menningar á kjörtímabilinu og greinilega margir boltar ratað í markið. Árið 2006 gerði mennta- og menningarmálaráðuneyti samkomulag við Garðabæ um rekstur og stofnframlag ríkisins til Hönnunarsafns Íslands. Í framhaldi af samkomulaginu var Hönnunarsafn Íslands opnað í Garðabæ, en stofnframlag ríkisins til safnsins hefur enn ekki verið greitt. Árið 2016 stillti mennta- og menningarmálaráðuneyti upp samningi um stofnframlag sem ekki var kláraður og er enn óundirritaður. Á þessu kjörtímabili hefur formaður stjórnar Hönnunarsafnsins, formaður menningar- og safnanefndar í Garðabæ og embættismenn ítrekað farið þess á leit við ráðuneytið að ganga frá stofnsamningi við safnið en staðið hefur á svörum ráðuneytis. Þetta er eins og að spila knattleik þar sem mark mótherjans hefur verið fjarlægt þannig að það er ómögulegt gera atlögu að markinu. Hönnunarsafnið er eitt af viðurkenndum söfnum Íslands. Safnið er sameiginleg minning Íslendinga um íslenska hönnun og endurspeglar hönnunararf þjóðarinnar frá árinu 1900 til nútímans. Það skiptir máli að varðveita, rannsaka og miðla hönnunararfi Íslendinga fyrir komandi kynslóðir, en fjöldi barna og ungmenna heimsækir safnið ár hvert. Hönnunararfur þjóðarinnar veitir framtíðarhönnuðum innblástur og getur ýtt undir hönnun, jafnvel nýsköpun, sem sækir andgift í íslenskan hönnunararf. Mikilvægi hönnunar fer vaxandi og innsýn í hönnun og fjárfestingar í hönnun hafa jákvæð áhrif á umfang nýsköpunar. Undirrituð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að ganga frá stofnsamningi Hönnunarsafnins. Ráðherra þarf að setja upp markið á sínum vallarhelmingi þannig að hægt sé gera heiðarlega atlögu að markinu. Það er ómögulegt að spila bara í eina átt og uppskera engin svör. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Söfn Tíska og hönnun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Í Morgunblaðinu 16. september fór Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningamálaráðherra yfir göfug störf ráðherra í þágu mennta og menningar á kjörtímabilinu og greinilega margir boltar ratað í markið. Árið 2006 gerði mennta- og menningarmálaráðuneyti samkomulag við Garðabæ um rekstur og stofnframlag ríkisins til Hönnunarsafns Íslands. Í framhaldi af samkomulaginu var Hönnunarsafn Íslands opnað í Garðabæ, en stofnframlag ríkisins til safnsins hefur enn ekki verið greitt. Árið 2016 stillti mennta- og menningarmálaráðuneyti upp samningi um stofnframlag sem ekki var kláraður og er enn óundirritaður. Á þessu kjörtímabili hefur formaður stjórnar Hönnunarsafnsins, formaður menningar- og safnanefndar í Garðabæ og embættismenn ítrekað farið þess á leit við ráðuneytið að ganga frá stofnsamningi við safnið en staðið hefur á svörum ráðuneytis. Þetta er eins og að spila knattleik þar sem mark mótherjans hefur verið fjarlægt þannig að það er ómögulegt gera atlögu að markinu. Hönnunarsafnið er eitt af viðurkenndum söfnum Íslands. Safnið er sameiginleg minning Íslendinga um íslenska hönnun og endurspeglar hönnunararf þjóðarinnar frá árinu 1900 til nútímans. Það skiptir máli að varðveita, rannsaka og miðla hönnunararfi Íslendinga fyrir komandi kynslóðir, en fjöldi barna og ungmenna heimsækir safnið ár hvert. Hönnunararfur þjóðarinnar veitir framtíðarhönnuðum innblástur og getur ýtt undir hönnun, jafnvel nýsköpun, sem sækir andgift í íslenskan hönnunararf. Mikilvægi hönnunar fer vaxandi og innsýn í hönnun og fjárfestingar í hönnun hafa jákvæð áhrif á umfang nýsköpunar. Undirrituð skorar á mennta- og menningarmálaráðherra að ganga frá stofnsamningi Hönnunarsafnins. Ráðherra þarf að setja upp markið á sínum vallarhelmingi þannig að hægt sé gera heiðarlega atlögu að markinu. Það er ómögulegt að spila bara í eina átt og uppskera engin svör. Höfundur er formaður stjórnar Hönnunarsafns Íslands
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun