25 milljarðar eru ekki mjólkurlaus speni Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 13. september 2021 14:00 Og það eru margir sem sjúga fast. Grein um 25 milljarða árlegan kostnað við rekstur lífefyrissjóða. Halldór Benjamín framkvæmdastjóri SA fer mikinn í grein sem hann kallar, hljóð og mynd fara saman. Þar opinberar Halldór yfirlætið og hrokan sem sjóðfélagar lífeyrissjóða mega þola og hafa mátt þola frá varðhundum kerfisins áratugum saman. Allt sé byggt á misskilningi og íslenska lífeyrisundrið sé það besta og best rekna á byggðu bóli. Allur samanburður staðfesti það. En standast fullyrðingar Halldórs skoðun? Halldór segir að fjárfestingarkostnaður (gjöld) lífeyrissjóða séu á bilinu 0,04 - 0,05% sem hlutfall af eignum, sem þýðir að þau hafi verið í kringum 2,3 til 2,8 milljarðar á síðasta ári. Ef ársreikningar lífeyrissjóðanna eru skoðaðir kemur allt önnur niðurstaða í ljós eða yfir 16 milljarðar þar sem “áætlaður” kostnaður við fjárfestingar er vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna og kemur ekki fram í tölum Halldórs. Af hverju ætli það sé því varlega áætlaður kostnaður er sannanlega kostnaður? Sjóðirnir bóka þar af leiðandi einungis beinan fjárfestingarkostnað sem er aðeins brot af heildarkostnaði og taka svo skrifstofu og stjórnunarkostnað og setja fram sem hlutfall af heildareignum. Sem verður auðvitað mjög lágt. Engin tilraun er gerð til að setja aldur og stærð lífeyrissjóðakerfa innan OECD í samhengi við hlutfall af kostnaði eða hvernig þeir færa kostnað vegna fjárfestingargjalda. Hvað er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með í laun sem hlutfall af landsframleiðslu? Ætli það sé sambærilegt og Joe Biden er með sem hlutfall af landsframleiðslu Bandaríkjanna? Hver ætli skrifstofu og stjórnunarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða sé á hvern ríkisborgara samanborið við löndin innan OECD? Hver ætli raunverulegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða sé á hvern sjóðfélaga? Og hvað ætli séu margir lífeyrissjóðir að meðaltali fyrir hverja 360.000 íbúa í löndunum sem við berum okkur saman við? Þeir eru 21 á Íslandi! Allur alþjóðlegur samanburður er marklaus eða í besta falli villandi því kerfin eru misþroskuð, gömul og stór. Staðreyndin situr eftir að þessi ríflega 25 milljarða árlegi kostnaður er viðurkenndur af sjóðunum sjálfum og alveg ljóst að hann er varlega áætlaður og að öllum líkindum miklu miklu hærri. Eiga stjórnir lífeyrissjóðanna betra skilið eins Halldór vill meina? Hvað fóru lífeyrissjóðirnir í mörg dómsmál til að sækja bætur fyrir hönd sjóðfélaga í eftirmálum bankahrunsins? Hvað hafa lífeyrissjóðirnir eða stjórnir þeirra farið í mörg dómsmál frá hruni eða hversu mörg mál hafa verið skoðuð eða kærð vegna vafasamra viðskipta, umboðssvika, tengsla, kynferðislegrar áreitni eða gruns um sviksamlega háttsemi gagnvart hagsmunum okkar sem eigum þessa sjóði? Hversu mörg?? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stóru alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækin greiddu skilanefndum föllnu bankanna himinháar skaðabætur fyrir að þegja yfir því að hafa falsað ársreikninga bankanna í aðdraganda hrunsins? Uppgjör sem komu nýlega í ljós. Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stjórnendur Icelandair (sem var í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna) keyptu verðlausan hlut í Lindarvatni á tæpa tvo milljarða sem flokksgæðingar og aðrir dekurkálfar skiptu bróðurlega á milli sín í gegnum nokkur eignarhaldsfélög? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar sjálftakan í kringum rekstur tölvukerfis lífeyrissjóðanna ( Init hneykslið ) komst upp? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar ein grófustu og alvarlegustu umhverfisbrot íslandssögunnar voru framin af stjórnendum Eimskips við förgun skipa? Hvað gerðu lífeyrissjóðirnir þegar upplýsingar komu fram um mögulega misbresti við sölu Bakkavarar árið 2016 og kostuðu lífeyrissjóðina 40 til 60 milljarða við skráningu félagsins á breskan markað? Hvað hafa stjórnir lífeyrissjóðanna sópað mörgum óþægilegum málum undir teppið? Halldóri Benjamín og Viðskiptablaðið geta þakkað stjórnum lífeyrissjóðanna fyrir vel unnin störf en þær hafa reynst fjármálkerfinu og atvinnulífinu mjög mjög vel. Bæði í formi fjármagns þegar vel gengur og aðgerðarleysis þegar illa fer. Og láta sig ekki vanta þegar svara þarf frekum lýðnum, og gera það með sama hroka og yfirlæti og af þeim er ætlast. Gæti ekki verið betra fyrirkomulag. 25 milljarðar í árlegan rekstrarkostnað, sem er varlega áætlað, er ekki mjólkurlaus speni. Og það eru margir sem sjúga fast. Jú það ber vissulega að þakka stjórnum sjóðanna fyrir meðvirknina, þöggunina og aðgerðarleysið þegar kemur að siðleysi, spillingarmálum og sjálftöku í íslensku fjármála og atvinnulífi. Það kemur því ekki á óvart að varðhundar kerfisins glefsi ef einhver opnar á sér munninn og spyr gagnrýnna spurninga. En hvers eiga sjóðfélagar að gjalda? Af hverju hafa sjóðfélagar ekkert um þetta að segja og af hverju er Halldór Benjamín ekki tilbúinn að þiggja boð mitt um að báðir aðilar setji það í hendur sjóðfélaga að kjósa stjórnir sjóðanna? Flestir vita svarið við því. Í því felast engin völd. Sjóðfélagar lífeyrissjóða eiga bera skilið. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Lífeyrissjóðir Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Sjá meira
Og það eru margir sem sjúga fast. Grein um 25 milljarða árlegan kostnað við rekstur lífefyrissjóða. Halldór Benjamín framkvæmdastjóri SA fer mikinn í grein sem hann kallar, hljóð og mynd fara saman. Þar opinberar Halldór yfirlætið og hrokan sem sjóðfélagar lífeyrissjóða mega þola og hafa mátt þola frá varðhundum kerfisins áratugum saman. Allt sé byggt á misskilningi og íslenska lífeyrisundrið sé það besta og best rekna á byggðu bóli. Allur samanburður staðfesti það. En standast fullyrðingar Halldórs skoðun? Halldór segir að fjárfestingarkostnaður (gjöld) lífeyrissjóða séu á bilinu 0,04 - 0,05% sem hlutfall af eignum, sem þýðir að þau hafi verið í kringum 2,3 til 2,8 milljarðar á síðasta ári. Ef ársreikningar lífeyrissjóðanna eru skoðaðir kemur allt önnur niðurstaða í ljós eða yfir 16 milljarðar þar sem “áætlaður” kostnaður við fjárfestingar er vel falinn í skýringum ársreikninga sjóðanna og kemur ekki fram í tölum Halldórs. Af hverju ætli það sé því varlega áætlaður kostnaður er sannanlega kostnaður? Sjóðirnir bóka þar af leiðandi einungis beinan fjárfestingarkostnað sem er aðeins brot af heildarkostnaði og taka svo skrifstofu og stjórnunarkostnað og setja fram sem hlutfall af heildareignum. Sem verður auðvitað mjög lágt. Engin tilraun er gerð til að setja aldur og stærð lífeyrissjóðakerfa innan OECD í samhengi við hlutfall af kostnaði eða hvernig þeir færa kostnað vegna fjárfestingargjalda. Hvað er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra með í laun sem hlutfall af landsframleiðslu? Ætli það sé sambærilegt og Joe Biden er með sem hlutfall af landsframleiðslu Bandaríkjanna? Hver ætli skrifstofu og stjórnunarkostnaður íslenskra lífeyrissjóða sé á hvern ríkisborgara samanborið við löndin innan OECD? Hver ætli raunverulegur rekstrarkostnaður lífeyrissjóða sé á hvern sjóðfélaga? Og hvað ætli séu margir lífeyrissjóðir að meðaltali fyrir hverja 360.000 íbúa í löndunum sem við berum okkur saman við? Þeir eru 21 á Íslandi! Allur alþjóðlegur samanburður er marklaus eða í besta falli villandi því kerfin eru misþroskuð, gömul og stór. Staðreyndin situr eftir að þessi ríflega 25 milljarða árlegi kostnaður er viðurkenndur af sjóðunum sjálfum og alveg ljóst að hann er varlega áætlaður og að öllum líkindum miklu miklu hærri. Eiga stjórnir lífeyrissjóðanna betra skilið eins Halldór vill meina? Hvað fóru lífeyrissjóðirnir í mörg dómsmál til að sækja bætur fyrir hönd sjóðfélaga í eftirmálum bankahrunsins? Hvað hafa lífeyrissjóðirnir eða stjórnir þeirra farið í mörg dómsmál frá hruni eða hversu mörg mál hafa verið skoðuð eða kærð vegna vafasamra viðskipta, umboðssvika, tengsla, kynferðislegrar áreitni eða gruns um sviksamlega háttsemi gagnvart hagsmunum okkar sem eigum þessa sjóði? Hversu mörg?? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stóru alþjóðlegu endurskoðunarfyrirtækin greiddu skilanefndum föllnu bankanna himinháar skaðabætur fyrir að þegja yfir því að hafa falsað ársreikninga bankanna í aðdraganda hrunsins? Uppgjör sem komu nýlega í ljós. Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar stjórnendur Icelandair (sem var í meirihlutaeigu lífeyrissjóðanna) keyptu verðlausan hlut í Lindarvatni á tæpa tvo milljarða sem flokksgæðingar og aðrir dekurkálfar skiptu bróðurlega á milli sín í gegnum nokkur eignarhaldsfélög? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar sjálftakan í kringum rekstur tölvukerfis lífeyrissjóðanna ( Init hneykslið ) komst upp? Hvað gerðu stjórnir lífeyrissjóðanna þegar ein grófustu og alvarlegustu umhverfisbrot íslandssögunnar voru framin af stjórnendum Eimskips við förgun skipa? Hvað gerðu lífeyrissjóðirnir þegar upplýsingar komu fram um mögulega misbresti við sölu Bakkavarar árið 2016 og kostuðu lífeyrissjóðina 40 til 60 milljarða við skráningu félagsins á breskan markað? Hvað hafa stjórnir lífeyrissjóðanna sópað mörgum óþægilegum málum undir teppið? Halldóri Benjamín og Viðskiptablaðið geta þakkað stjórnum lífeyrissjóðanna fyrir vel unnin störf en þær hafa reynst fjármálkerfinu og atvinnulífinu mjög mjög vel. Bæði í formi fjármagns þegar vel gengur og aðgerðarleysis þegar illa fer. Og láta sig ekki vanta þegar svara þarf frekum lýðnum, og gera það með sama hroka og yfirlæti og af þeim er ætlast. Gæti ekki verið betra fyrirkomulag. 25 milljarðar í árlegan rekstrarkostnað, sem er varlega áætlað, er ekki mjólkurlaus speni. Og það eru margir sem sjúga fast. Jú það ber vissulega að þakka stjórnum sjóðanna fyrir meðvirknina, þöggunina og aðgerðarleysið þegar kemur að siðleysi, spillingarmálum og sjálftöku í íslensku fjármála og atvinnulífi. Það kemur því ekki á óvart að varðhundar kerfisins glefsi ef einhver opnar á sér munninn og spyr gagnrýnna spurninga. En hvers eiga sjóðfélagar að gjalda? Af hverju hafa sjóðfélagar ekkert um þetta að segja og af hverju er Halldór Benjamín ekki tilbúinn að þiggja boð mitt um að báðir aðilar setji það í hendur sjóðfélaga að kjósa stjórnir sjóðanna? Flestir vita svarið við því. Í því felast engin völd. Sjóðfélagar lífeyrissjóða eiga bera skilið. Höfundur er formaður VR.
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun