Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest Halla Helgadóttir skrifar 13. september 2021 08:01 Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Halla Helgadóttir Arkitektúr Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun