Eru sjálfsvíg sjúkdómseinkenni? Hrefna Svanborgar Karlsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa 10. september 2021 11:01 Geðheilbrigðismál og sjálfsvíg hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið ár, sérstaklega vegna heimsfaraldurs covid-19. Í umræðunni hefur komið fram sterkt ákall eftir einhvers konar breytingum og auknu fjármagni í málaflokkinn. Fólk er óánægt með geðheilbrigðiskerfið okkar. Og það vantar sannarlega fjármagn - en það þarf líka að skipta algjörlega um hugmyndafræði! Hugmyndafræðin sem geðheilbrigðisþjónustan vinnur eftir byggist á því að andleg þjáning sé sjúkdómur. Þessi nálgun beinir okkur inn á ákveðnar brautir hvað varðar meðferð við vanlíðan þar sem fókusinn er alfarið settur á einstaklinginn og einstaklingsmiðaðar lausnir (t.d. HAM - að breyta hugsunarhætti - og lyf). Mjög lítil áhersla er lögð á að skoða fyrri lífsreynslu fólks, núverandi aðstæður og umhverfi eða samfélag og menningu. Staðreyndin er hins vegar sú að andleg þjáning og sjálfsvígshugsanir verða aldrei til í tómarúmi og raunveruleg rót þeirra er því ekki einstaklingurinn sjálfur. Tilfinningaleg krísa og öngstræti er hluti af því að vera manneskja. Vanlíðan er skiljanlegt viðbragð við því sem er að gerast eða hefur gerst í lífi okkar - hún er ekki sjúkdómseinkenni! Við getum öll lent á þeim stað í lífinu þar sem okkur líður verulega illa og okkur langar jafnvel til að fara. Öll getum við upplifað að lífið sé yfirþyrmandi og að við höfum ekki úrræði, bjargir eða þann stuðning sem við þurfum til að breyta aðstæðum okkar og líðan. Við upprætum vandann ekki með sjúkdómsmiðaðri nálgun heldur gerum við það með því að draga úr sjúkdómsvæðingu tilfinninga og horfa heildrænt á líðan fólks. Það er reynsla okkar í Hugarafli að orsök andlegrar þjáningar, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana sé einmitt að finna í fyrri lífsreynslu, núverandi aðstæðum eða umhverfis- og samfélagsþáttum. Þetta geta t.d. verið þættir eins og áföll, atvinnumissir, sambandsslit, ofbeldi, jaðarsetning, mismunun og skortur á félagslegum tengslum, stuðningsríku umhverfi og tækifærum til menntunar og samfélagsþátttöku. Við í Hugarafli erum langþreytt á því að það sé skautað fram hjá raunverulegri orsök vandans og að vanlíðaninni sé skellt á einstaklinginn! Við erum að sóa fjármunum með núverandi nálgun og auka á vanlíðan fólks. Í glænýrri bók Hugaraflsfélaga, Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, kemur fram sterkt ákall eftir breyttri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum að vandinn sé skoðaður heildrænt og að horft sé á einstaklinginn í samhengi við umhverfi sitt og samfélag. Mannréttindi og mannvirðing þarf að vera leiðarljós á öllum stigum þjónustu og útrýma þarf öllum beinum og óbeinum þvingunum. Við styðjum fólk ekki til þess að velja lífið með því að skerða mannréttindi þess og taka af því völdin yfir eigin lífi. Þessar breytingar sem kallað er eftir í bókinni eru í fullu samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Sameinuðu þjóðanna. Hvað þarf að gerast til þess að farið verði eftir þessum tilmælum alþjóðastofnana og ákalli okkar sem höfum reynslu af andlegri þjáningu og þjónustu geðheilbrigðiskerfisins? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tvær af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál og sjálfsvíg hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið ár, sérstaklega vegna heimsfaraldurs covid-19. Í umræðunni hefur komið fram sterkt ákall eftir einhvers konar breytingum og auknu fjármagni í málaflokkinn. Fólk er óánægt með geðheilbrigðiskerfið okkar. Og það vantar sannarlega fjármagn - en það þarf líka að skipta algjörlega um hugmyndafræði! Hugmyndafræðin sem geðheilbrigðisþjónustan vinnur eftir byggist á því að andleg þjáning sé sjúkdómur. Þessi nálgun beinir okkur inn á ákveðnar brautir hvað varðar meðferð við vanlíðan þar sem fókusinn er alfarið settur á einstaklinginn og einstaklingsmiðaðar lausnir (t.d. HAM - að breyta hugsunarhætti - og lyf). Mjög lítil áhersla er lögð á að skoða fyrri lífsreynslu fólks, núverandi aðstæður og umhverfi eða samfélag og menningu. Staðreyndin er hins vegar sú að andleg þjáning og sjálfsvígshugsanir verða aldrei til í tómarúmi og raunveruleg rót þeirra er því ekki einstaklingurinn sjálfur. Tilfinningaleg krísa og öngstræti er hluti af því að vera manneskja. Vanlíðan er skiljanlegt viðbragð við því sem er að gerast eða hefur gerst í lífi okkar - hún er ekki sjúkdómseinkenni! Við getum öll lent á þeim stað í lífinu þar sem okkur líður verulega illa og okkur langar jafnvel til að fara. Öll getum við upplifað að lífið sé yfirþyrmandi og að við höfum ekki úrræði, bjargir eða þann stuðning sem við þurfum til að breyta aðstæðum okkar og líðan. Við upprætum vandann ekki með sjúkdómsmiðaðri nálgun heldur gerum við það með því að draga úr sjúkdómsvæðingu tilfinninga og horfa heildrænt á líðan fólks. Það er reynsla okkar í Hugarafli að orsök andlegrar þjáningar, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana sé einmitt að finna í fyrri lífsreynslu, núverandi aðstæðum eða umhverfis- og samfélagsþáttum. Þetta geta t.d. verið þættir eins og áföll, atvinnumissir, sambandsslit, ofbeldi, jaðarsetning, mismunun og skortur á félagslegum tengslum, stuðningsríku umhverfi og tækifærum til menntunar og samfélagsþátttöku. Við í Hugarafli erum langþreytt á því að það sé skautað fram hjá raunverulegri orsök vandans og að vanlíðaninni sé skellt á einstaklinginn! Við erum að sóa fjármunum með núverandi nálgun og auka á vanlíðan fólks. Í glænýrri bók Hugaraflsfélaga, Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, kemur fram sterkt ákall eftir breyttri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum að vandinn sé skoðaður heildrænt og að horft sé á einstaklinginn í samhengi við umhverfi sitt og samfélag. Mannréttindi og mannvirðing þarf að vera leiðarljós á öllum stigum þjónustu og útrýma þarf öllum beinum og óbeinum þvingunum. Við styðjum fólk ekki til þess að velja lífið með því að skerða mannréttindi þess og taka af því völdin yfir eigin lífi. Þessar breytingar sem kallað er eftir í bókinni eru í fullu samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Sameinuðu þjóðanna. Hvað þarf að gerast til þess að farið verði eftir þessum tilmælum alþjóðastofnana og ákalli okkar sem höfum reynslu af andlegri þjáningu og þjónustu geðheilbrigðiskerfisins? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tvær af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun