Eru sjálfsvíg sjúkdómseinkenni? Hrefna Svanborgar Karlsdóttir og Svava Arnardóttir skrifa 10. september 2021 11:01 Geðheilbrigðismál og sjálfsvíg hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið ár, sérstaklega vegna heimsfaraldurs covid-19. Í umræðunni hefur komið fram sterkt ákall eftir einhvers konar breytingum og auknu fjármagni í málaflokkinn. Fólk er óánægt með geðheilbrigðiskerfið okkar. Og það vantar sannarlega fjármagn - en það þarf líka að skipta algjörlega um hugmyndafræði! Hugmyndafræðin sem geðheilbrigðisþjónustan vinnur eftir byggist á því að andleg þjáning sé sjúkdómur. Þessi nálgun beinir okkur inn á ákveðnar brautir hvað varðar meðferð við vanlíðan þar sem fókusinn er alfarið settur á einstaklinginn og einstaklingsmiðaðar lausnir (t.d. HAM - að breyta hugsunarhætti - og lyf). Mjög lítil áhersla er lögð á að skoða fyrri lífsreynslu fólks, núverandi aðstæður og umhverfi eða samfélag og menningu. Staðreyndin er hins vegar sú að andleg þjáning og sjálfsvígshugsanir verða aldrei til í tómarúmi og raunveruleg rót þeirra er því ekki einstaklingurinn sjálfur. Tilfinningaleg krísa og öngstræti er hluti af því að vera manneskja. Vanlíðan er skiljanlegt viðbragð við því sem er að gerast eða hefur gerst í lífi okkar - hún er ekki sjúkdómseinkenni! Við getum öll lent á þeim stað í lífinu þar sem okkur líður verulega illa og okkur langar jafnvel til að fara. Öll getum við upplifað að lífið sé yfirþyrmandi og að við höfum ekki úrræði, bjargir eða þann stuðning sem við þurfum til að breyta aðstæðum okkar og líðan. Við upprætum vandann ekki með sjúkdómsmiðaðri nálgun heldur gerum við það með því að draga úr sjúkdómsvæðingu tilfinninga og horfa heildrænt á líðan fólks. Það er reynsla okkar í Hugarafli að orsök andlegrar þjáningar, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana sé einmitt að finna í fyrri lífsreynslu, núverandi aðstæðum eða umhverfis- og samfélagsþáttum. Þetta geta t.d. verið þættir eins og áföll, atvinnumissir, sambandsslit, ofbeldi, jaðarsetning, mismunun og skortur á félagslegum tengslum, stuðningsríku umhverfi og tækifærum til menntunar og samfélagsþátttöku. Við í Hugarafli erum langþreytt á því að það sé skautað fram hjá raunverulegri orsök vandans og að vanlíðaninni sé skellt á einstaklinginn! Við erum að sóa fjármunum með núverandi nálgun og auka á vanlíðan fólks. Í glænýrri bók Hugaraflsfélaga, Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, kemur fram sterkt ákall eftir breyttri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum að vandinn sé skoðaður heildrænt og að horft sé á einstaklinginn í samhengi við umhverfi sitt og samfélag. Mannréttindi og mannvirðing þarf að vera leiðarljós á öllum stigum þjónustu og útrýma þarf öllum beinum og óbeinum þvingunum. Við styðjum fólk ekki til þess að velja lífið með því að skerða mannréttindi þess og taka af því völdin yfir eigin lífi. Þessar breytingar sem kallað er eftir í bókinni eru í fullu samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Sameinuðu þjóðanna. Hvað þarf að gerast til þess að farið verði eftir þessum tilmælum alþjóðastofnana og ákalli okkar sem höfum reynslu af andlegri þjáningu og þjónustu geðheilbrigðiskerfisins? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tvær af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun 90099-22@#MeToo Ívar Halldórsson Skoðun Þeir sem búa til kerfið – svar til Diljár Ámundadóttur Zoega Valgerður Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Geðheilbrigðismál og sjálfsvíg hafa verið töluvert í umræðunni undanfarið ár, sérstaklega vegna heimsfaraldurs covid-19. Í umræðunni hefur komið fram sterkt ákall eftir einhvers konar breytingum og auknu fjármagni í málaflokkinn. Fólk er óánægt með geðheilbrigðiskerfið okkar. Og það vantar sannarlega fjármagn - en það þarf líka að skipta algjörlega um hugmyndafræði! Hugmyndafræðin sem geðheilbrigðisþjónustan vinnur eftir byggist á því að andleg þjáning sé sjúkdómur. Þessi nálgun beinir okkur inn á ákveðnar brautir hvað varðar meðferð við vanlíðan þar sem fókusinn er alfarið settur á einstaklinginn og einstaklingsmiðaðar lausnir (t.d. HAM - að breyta hugsunarhætti - og lyf). Mjög lítil áhersla er lögð á að skoða fyrri lífsreynslu fólks, núverandi aðstæður og umhverfi eða samfélag og menningu. Staðreyndin er hins vegar sú að andleg þjáning og sjálfsvígshugsanir verða aldrei til í tómarúmi og raunveruleg rót þeirra er því ekki einstaklingurinn sjálfur. Tilfinningaleg krísa og öngstræti er hluti af því að vera manneskja. Vanlíðan er skiljanlegt viðbragð við því sem er að gerast eða hefur gerst í lífi okkar - hún er ekki sjúkdómseinkenni! Við getum öll lent á þeim stað í lífinu þar sem okkur líður verulega illa og okkur langar jafnvel til að fara. Öll getum við upplifað að lífið sé yfirþyrmandi og að við höfum ekki úrræði, bjargir eða þann stuðning sem við þurfum til að breyta aðstæðum okkar og líðan. Við upprætum vandann ekki með sjúkdómsmiðaðri nálgun heldur gerum við það með því að draga úr sjúkdómsvæðingu tilfinninga og horfa heildrænt á líðan fólks. Það er reynsla okkar í Hugarafli að orsök andlegrar þjáningar, sjálfsskaða og sjálfsvígshugsana sé einmitt að finna í fyrri lífsreynslu, núverandi aðstæðum eða umhverfis- og samfélagsþáttum. Þetta geta t.d. verið þættir eins og áföll, atvinnumissir, sambandsslit, ofbeldi, jaðarsetning, mismunun og skortur á félagslegum tengslum, stuðningsríku umhverfi og tækifærum til menntunar og samfélagsþátttöku. Við í Hugarafli erum langþreytt á því að það sé skautað fram hjá raunverulegri orsök vandans og að vanlíðaninni sé skellt á einstaklinginn! Við erum að sóa fjármunum með núverandi nálgun og auka á vanlíðan fólks. Í glænýrri bók Hugaraflsfélaga, Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum, kemur fram sterkt ákall eftir breyttri nálgun í geðheilbrigðisþjónustu. Við viljum að vandinn sé skoðaður heildrænt og að horft sé á einstaklinginn í samhengi við umhverfi sitt og samfélag. Mannréttindi og mannvirðing þarf að vera leiðarljós á öllum stigum þjónustu og útrýma þarf öllum beinum og óbeinum þvingunum. Við styðjum fólk ekki til þess að velja lífið með því að skerða mannréttindi þess og taka af því völdin yfir eigin lífi. Þessar breytingar sem kallað er eftir í bókinni eru í fullu samræmi við tilmæli Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Sameinuðu þjóðanna. Hvað þarf að gerast til þess að farið verði eftir þessum tilmælum alþjóðastofnana og ákalli okkar sem höfum reynslu af andlegri þjáningu og þjónustu geðheilbrigðiskerfisins? Eftir hverju erum við að bíða? Höfundar eru Hugaraflsfélagar og tvær af höfundum bókarinnar Boðaföll, nýjar nálganir í sjálfsvígsforvörnum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar