Lífeyrissjóðssukk Rúnar Gunnarsson skrifar 8. september 2021 17:00 Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Lífeyrissjóðir Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Okkur Pírötum er mjög hugleikin spilling í hvaða mynd sem hún birtist. Þess vegna er baráttan gegn henni eitt af helstu áherslumálum okkar fyrir kosningarnar. Ekki alls fyrir löngu kom upp alvarlegt mál þar sem fyrirtæki sem sinnti þjónustu við lífeyrissjóðina komst upp með að raka til sín fé með vafasömum hætti. Það er með ólíkindum að slíkt hafi getað farið fram óáreitt í langan tíma. Málið var að sjálfsögðu sett í ferli og skrifuð skýrsla - sem skilar svo engu því ekki má birta skýrsluna, eins og sjá má í umfjöllun Kjarnans frá 16. ágúst. Einungis er vilji til að birta helstu niðurstöður úr úttektinni. Það eitt segir manni að eitthvað er í henni sem þarf að fela svo að þeir sem hlut eiga að máli geti falið slóðina. Mér finnst það alveg galið að þetta skuli geta gerst, en það er kannski ekki svo skrýtið þar sem í stjórnum lífeyrissjóða sitja fulltrúar atvinnurekenda og þeir þurfa væntanlega að passa sitt fólk. Að ráðskast með laun starfsfólks En þá komum við að því sem ég vildi koma á framfæri í þessum pistli. Hvernig stendur á því að atvinnurekendur geta skipt sér af því hvernig farið er með peninga kjósenda? Ég líkt og annað fólk í landinu, er búinn að skila mínu vinnuframlagi og aðkoma atvinnurekenda ætti því að ljúka við greiðslu framlags til lífeyrissjóðs. Miðað við þetta fyrirkomulag ættu atvinnurekendur ekki líka að hafa aðgang að bankareikningum starfsfólks til að stjórna því hvernig við förum með launin okkar? Atvinnurekendur vilja vasast áfram með peningana sem við höfum greitt í okkar sjóði til að ráða því hvar skal ávaxta þá. Er því ekki að undra að fjárfestingar lífeyrissjóðanna er oft brask með hlutabréf í fyrirtækjum vina og vandamanna en ekki með hagsmuni sjóðsfélaga í huga. Ég vil sjá breytingu á þessu, með því að koma atvinnurekendum út úr stjórnum lífeyrissjóðanna og láta sjóðfélaga um að ávaxta sitt fé. Sjóðsfélagar hafa ríkari hagsmuni af því að fé þeirra sé vel ráðstafað og þess vegna leggja Píratar til að sjóðsfélagarnir kjósi alla stjórnarmeðlimi í lýðræðislegum kosningum. Við treystum þeim best til að taka ákvarðanir með hagsmuni landsfólks að leiðarljósi. Píratar berjast gegn spillingu hvar sem hún birtist og það er klárlega pottur brotin í rekstri lífeyrissjóða. Ég vil gera þar bragarbót með hagsmuni okkar sem eigum sjóðina í fyrirrúmi. Höfundur skipar 3. sæti á lista Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar 25. september.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar