XD kannast ekki við sitt rétta slagorð Jökull Sólberg skrifar 7. september 2021 15:00 Í Silfrinu vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við að aðhyllast nýfrjálshyggju. Frambjóðandi XD hefur verið aðstoðarkona Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra á kjörtímabilinu sem rennur nú sitt skeið á enda. Ráðherrann hefur áður deilt færslu á Instagram sem sýnir „surprise“ súkkulaðiköku frá aðstoðarmönnum sínum með mynd af Ronald Reagan með kúrekahatt, eitt af átrúnaðargoðum nýfrjálshyggjufólks. Þetta fólk veit vel hvað nýfrjálshyggja er. Flokkurinn hefur farið frá því að reka nýfrjálshyggjustefnu og trúa því að hún þjóni hagsmunum meirihluta þjóðarinnar yfir í að þykjast ekki kannast við hugtakið sem hefur verið gengisfellt, meðal annars í Panama gagnalekanum sem varpaði ljósi á raunverulega efnastöðu efsta lags þjóðfélagsins, hér heima og á heimsvísu. Flokkurinn þjónar ekki hagsmunum nema um 5% þess fylgis sem hann hefur í dag – hina raunverulegu auðkýfinga og nokkur vel launuð fylgitungl þeirra. Þessi litli hópur dugir ekki til að bera flokkinn inn í ráðuneytin. Þessvegna hefur flokkurinn snúið sér að loðnum slagorðum í von um að sínir vanaföstustu kjósendur takist að sauma saman slagorðabúta sem röksemd fyrir sínu atkvæði. „Nýsköpun“ – í boði þeirra sem verja tugum milljarða í eftirlitslausar endurgreiðslur til stórfyrirtækja í nafni „rannsókna og vísinda“ og leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt atvinnulíf“ – í boði þeirra sem verja auðhringi og þá fábreytni sem fákeppni og einokun elur af sér. „Frelsi“ – í boði þeirra sem hafa varið og hvatt til þeirra mannfjandlegu starfsemi sem á sér stað í Útlendingastofnun. „Stöðugleiki“ – í boði þeirra sem hafa brotið niður félagslega húsnæðiskerfið og leyft leigumarkaði að vera undir lágmarks eftirliti og með lágmarks réttindum leigjenda. „Frjáls alþjóðaviðskipti“ – í boði þeirra sem svæfa skattrannsóknamál íslenskra alþjóðafyrirtækja með stjórnsýslufúski, sveltistefnu og seinagangi. Flokkurinn treystir sér ekki til að lengja mál sitt um þessi slagorð. Hann veit að forn frægð er hans síðasta varnarvígi — best sé að krossa fingur og vona að lekinn verði sem minnstur. Sósíalistar bjóða nú fram til Alþingis með fjölmörg tilboð til kjósenda. Þar vegur afmarkaðsvæðing húsnæðis og skattkerfisbreyting sem skilar sér í skattalækkun fyrir flestar tekjutíundir þungt, þó af mörgu öðru sé að taka. Allt er þetta gert til að stöðva og vinda ofan af þeim skaða sem frjálshyggja og auðræði hefur ollið á samfélaginu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og flokka sem hafa hleypt honum í mikilvægustu ráðuneytin. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafði eitt sinn húmaníska taug og tengingu við sína kjósendur þá er sú tíð liðin. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Jökull Sólberg Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Silfrinu vildi Sjálfstæðisflokkurinn ekki kannast við að aðhyllast nýfrjálshyggju. Frambjóðandi XD hefur verið aðstoðarkona Guðlaugs Þórs utanríkisráðherra á kjörtímabilinu sem rennur nú sitt skeið á enda. Ráðherrann hefur áður deilt færslu á Instagram sem sýnir „surprise“ súkkulaðiköku frá aðstoðarmönnum sínum með mynd af Ronald Reagan með kúrekahatt, eitt af átrúnaðargoðum nýfrjálshyggjufólks. Þetta fólk veit vel hvað nýfrjálshyggja er. Flokkurinn hefur farið frá því að reka nýfrjálshyggjustefnu og trúa því að hún þjóni hagsmunum meirihluta þjóðarinnar yfir í að þykjast ekki kannast við hugtakið sem hefur verið gengisfellt, meðal annars í Panama gagnalekanum sem varpaði ljósi á raunverulega efnastöðu efsta lags þjóðfélagsins, hér heima og á heimsvísu. Flokkurinn þjónar ekki hagsmunum nema um 5% þess fylgis sem hann hefur í dag – hina raunverulegu auðkýfinga og nokkur vel launuð fylgitungl þeirra. Þessi litli hópur dugir ekki til að bera flokkinn inn í ráðuneytin. Þessvegna hefur flokkurinn snúið sér að loðnum slagorðum í von um að sínir vanaföstustu kjósendur takist að sauma saman slagorðabúta sem röksemd fyrir sínu atkvæði. „Nýsköpun“ – í boði þeirra sem verja tugum milljarða í eftirlitslausar endurgreiðslur til stórfyrirtækja í nafni „rannsókna og vísinda“ og leggja niður Nýsköpunarmiðstöð. „Fjölbreytt atvinnulíf“ – í boði þeirra sem verja auðhringi og þá fábreytni sem fákeppni og einokun elur af sér. „Frelsi“ – í boði þeirra sem hafa varið og hvatt til þeirra mannfjandlegu starfsemi sem á sér stað í Útlendingastofnun. „Stöðugleiki“ – í boði þeirra sem hafa brotið niður félagslega húsnæðiskerfið og leyft leigumarkaði að vera undir lágmarks eftirliti og með lágmarks réttindum leigjenda. „Frjáls alþjóðaviðskipti“ – í boði þeirra sem svæfa skattrannsóknamál íslenskra alþjóðafyrirtækja með stjórnsýslufúski, sveltistefnu og seinagangi. Flokkurinn treystir sér ekki til að lengja mál sitt um þessi slagorð. Hann veit að forn frægð er hans síðasta varnarvígi — best sé að krossa fingur og vona að lekinn verði sem minnstur. Sósíalistar bjóða nú fram til Alþingis með fjölmörg tilboð til kjósenda. Þar vegur afmarkaðsvæðing húsnæðis og skattkerfisbreyting sem skilar sér í skattalækkun fyrir flestar tekjutíundir þungt, þó af mörgu öðru sé að taka. Allt er þetta gert til að stöðva og vinda ofan af þeim skaða sem frjálshyggja og auðræði hefur ollið á samfélaginu í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins og flokka sem hafa hleypt honum í mikilvægustu ráðuneytin. Ef Sjálfstæðisflokkurinn hafði eitt sinn húmaníska taug og tengingu við sína kjósendur þá er sú tíð liðin. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins og forritari.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun