Stjórnmálaflokkar fá falleinkunn Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar 4. september 2021 11:30 Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Umhverfismál Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stóru málin í þessari kosningabaráttu ættu fyrst og fremst að vera umhverfis- og loftslagsmál, því yfir okkur vofir neyðarástand. Í gær kynntu Ungir umhverfissinnar niðurstöður á Sólarkvarðanum. Kvarðinn var hannaður til að meta stefnur allra stjórnmálaflokka í umhverfis- og loftslagsmálum svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun í kjörklefanum. Niðurstöðurnar voru sláandi. Aðeins 3 flokkar í framboði til Alþingis eru raunverulegir valkostir þeirra kjósenda sem annt er um hagi jarðarinnar. Píratar, Vinstri Græn og Viðreisn voru þeir flokkar sem voru áberandi hæstir á kvarðanum á meðan aðrir flokkar fengu falleinkunn. Af 100 stigum var enginn annar flokkur en þessir 3 sem fengu einkunn yfir 50 stig. Vel er að merkja að það munar tæplega 5 stigum á 1. sæti og því þriðja en 27,5 stigi á 3. og 4. sæti. Augljóslega eru umhverfismál ekki forgangsmál allra þó að hagsmunir allra jarðarbúa liggi undir. Niðurstöður úr einkunnagjöf Ungra umhverfissinna á stefnumálum flokkanna í umhverfismálum. Ef við viljum að raunverulega sé tekið á þessum málaflokki á næsta kjörtímabili þá þarf að kjósa okkur frá kyrrstöðunni sem núverandi ríkisstjórn býður upp á. Því vekur það upp spurningar að sjá Vinstri Græn með svo metnaðarfulla stefnu korter í kosningar en þau hafa haft umhverfisráðuneytið á sínu borði síðustu 4 árin. Hvar var þessi stefna allan þann tíma? Sömuleiðis er það eitt verst falda leyndarmál stjórnmálanna að flokkurinn ætlar sér að reyna við stjórnarmyndun með flokkum sem sitja með þeim í ríkisstjórn núna. Flokkum sem fengu falleinkunn á Sólarkvarðanum og setja sér ekki metnaðarfull markmið í málaflokknum. Ég efa að með slíku samstarfi hljóti metnaðarfullar aðgerðir í umhverfismálum gott brautargengi. Það hljóta allir umhverfissinnar að sjá tvískinnunginn í því. En hvernig stendur á því að Viðreisn, sem að mati sumra er einsmálsflokkur sem talar víst bara um ESB, hafi verið meðal efstu þriggja flokkanna í málaflokknum? Að Viðreisn sé í 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu, 2. sæti í Loftslagsmálum og 3. sæti í Náttúruvernd? Við því er einfalt svar. Umhverfismál eru ekki hægri/vinstri stjórnmál heldur eru öll mál umhverfismál. Allir flokkar, sama hvar þeir falla á hinum pólitíska ás, eiga að setja sér metnaðarfulla stefnu með nauðsynlegum, framkvæmanlegum markmiðum sem taka á því neyðarástandi sem ríkir. Við viljum að loftslagsáherslur séu í forgrunni allrar ákvarðanatöku. Ísland á að gera miklu meira en bara að uppfylla lágmarkskröfur alþjóðlegra samninga. Við höfum alla burði til þess að gera miklu betur. Fyrst og fremst þarf að ráðast í nauðsynlegar aðgerðir strax svo við náum 7,6% samdrætti á heildarlosun árlega, í samræmi við ákall vísindasamfélagsins. Grunnstefið í okkar stefnu er mengunarbótareglan, þ.e. sá borgar sem mengar, ergo sá sparar sem er umhverfisvænn. Þannig leggjum við meiri ábyrgð á þá sem valda vandkvæðunum en gætum þó sanngirni með tekjuhlutlausu kerfi. Auðlindir okkar eru takmarkaðar og því þarf að tryggja sjálfbæra nýtingu þeirra. Sú sýn skilaði okkur 1. sæti í Hringrásarsamfélaginu á Sólarkvarðanum, enda mikilvægt að samfélagið hvetji til umhverfisvænnar framleiðslu og neyslu. Framleiðendur ættu að útvega upplýsingar um það kolefnisspor sem fylgir vörum þeirra. Þannig geta neytendur valið, ekki bara milli verðs, heldur einnig loftslagsáhrifa. Ef fólk getur séð kolefnisfótspor á vörum er valið skýrara. Þetta og meira til tryggði Viðreisn góða einkunn á Sólarkvarða Ungra umhverfissinna. Ljóst er að umhverfismál eru mál sem allir flokkar geta tileinkað sér, sé viljinn fyrir hendi. Nú er mér spurn, hvert leita umhverfissinnaðir kjósendur? Leita þeir í arma íhaldsins sem sækist eftir ríkisstjórn með flokkum sem fá falleinkunn í umhverfismálum eða til flokka sem fórna ekki hugsjónum fyrir valdastóla. Höfundur skipar 3. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun