Þegar ég varð stór róttækur femínisti Katla Hólm Þórhildardóttir skrifar 3. september 2021 11:00 Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk. Ég var byrjuð í háskóla þegar ég þorði loksins að byrja taka þátt í pólitík, þar sem ég hélt ég hefði ekkert erindi komandi frá fátækri verkamannafjölskyldu, með erfið ár að baki og þótti ekki fínn pappír í bókum rótfastra stjórnmálaflokka. Ég horfði til kvenna í pólitík og dáðist að þeim fyrir hugrekkið og þorið.Birgitta Jónsdóttir fremst í flokki, róttækur aktívisti. Katrín Júlíusdóttir, sem aldrei lét gaslýsa sig í pontu alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem tók stórkostlegri áskorun og lét vaða. Jóhanna Sigurðardóttir, ein mesta baráttumanneskja fyrir félagslegum umbótum sem Ísland hefur átt. Katrín Jakobsdóttir, ung, skörugleg og mjög viðkunnaleg á sama tíma. Þessar konur og margar fleiri voru mínar fyrirmyndir. Ég hef síðan þá kynnst fjöldanum af konum, kynsegin og körlum sem berjast fyrir jafnrétti hver á sinn máta. Þau hafa opnað augu mín fyrir hvað raunverulegur róttækur femínisti er. Hvernig við femínistar þurfum að vera í stöðugri þróun til að missa ekki sjónar á markmiðinu, hvernig við þurfum að hlusta, lyfta konum í viðkvæmum aðstæðum upp og halda kjafti annað slagið því við íslenskar konur erum upp til hópa hvítar og vel settar. Við erum í forréttindastöðu að berjast fyrir jafnrétti okkar en stundum gjarnar á að byggja aftur upp veggina sem voru brotnir niður fyrir okkur fyrir rétt um tíu árum síðan. Ég varð stór fyrir fjórum árum síðan þegar ein af mínum fyrirmyndum horfði framhjá ótrúlegri misbeitingu valds gegn konum í viðkvæmum aðstæðum og tók sér sæti í ríkisstjórn sem byggð var á grunni gerendameðvirkni og augu mín opnuðust. Ég ætla ekki að taka þátt í að endurbyggja veggina sem fela mismunun, kvenhatur, óréttlæti gagnvart þolendum og þöggun á jaðarsettum hópum. Ég varð róttækari því ég sá að ég get ekki treyst á fyrirmyndir mínar til að vera róttækar fyrir mig. Höfundur er kosningastýra Pírata í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Píratar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Jafnréttismál Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var enn í grunnskóla þegar ég fór að tala um sjálfa mig sem femínista og reifst við stráka um að ég gæti alveg jafn mikið og þeir. Ég var orðin fullorðin þegar Hildur Lilliendahl reif niður alla veggi og opinberaði hið víðtæka kvenhatur sem við höfum búið við allt of lengi. Ég fylltist eldmóði og baráttuvilja og varð róttæk. Ég var byrjuð í háskóla þegar ég þorði loksins að byrja taka þátt í pólitík, þar sem ég hélt ég hefði ekkert erindi komandi frá fátækri verkamannafjölskyldu, með erfið ár að baki og þótti ekki fínn pappír í bókum rótfastra stjórnmálaflokka. Ég horfði til kvenna í pólitík og dáðist að þeim fyrir hugrekkið og þorið.Birgitta Jónsdóttir fremst í flokki, róttækur aktívisti. Katrín Júlíusdóttir, sem aldrei lét gaslýsa sig í pontu alþingis. Ásta Guðrún Helgadóttir, sem tók stórkostlegri áskorun og lét vaða. Jóhanna Sigurðardóttir, ein mesta baráttumanneskja fyrir félagslegum umbótum sem Ísland hefur átt. Katrín Jakobsdóttir, ung, skörugleg og mjög viðkunnaleg á sama tíma. Þessar konur og margar fleiri voru mínar fyrirmyndir. Ég hef síðan þá kynnst fjöldanum af konum, kynsegin og körlum sem berjast fyrir jafnrétti hver á sinn máta. Þau hafa opnað augu mín fyrir hvað raunverulegur róttækur femínisti er. Hvernig við femínistar þurfum að vera í stöðugri þróun til að missa ekki sjónar á markmiðinu, hvernig við þurfum að hlusta, lyfta konum í viðkvæmum aðstæðum upp og halda kjafti annað slagið því við íslenskar konur erum upp til hópa hvítar og vel settar. Við erum í forréttindastöðu að berjast fyrir jafnrétti okkar en stundum gjarnar á að byggja aftur upp veggina sem voru brotnir niður fyrir okkur fyrir rétt um tíu árum síðan. Ég varð stór fyrir fjórum árum síðan þegar ein af mínum fyrirmyndum horfði framhjá ótrúlegri misbeitingu valds gegn konum í viðkvæmum aðstæðum og tók sér sæti í ríkisstjórn sem byggð var á grunni gerendameðvirkni og augu mín opnuðust. Ég ætla ekki að taka þátt í að endurbyggja veggina sem fela mismunun, kvenhatur, óréttlæti gagnvart þolendum og þöggun á jaðarsettum hópum. Ég varð róttækari því ég sá að ég get ekki treyst á fyrirmyndir mínar til að vera róttækar fyrir mig. Höfundur er kosningastýra Pírata í Norðausturkjördæmi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun