Agnarsmá hlutdeild útgerðar í Kauphöll Annas Jón Sigmundsson skrifar 3. september 2021 08:00 Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Kauphöllin Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Í lok árs 2020 lögðu 20 þingmenn fram beiðni til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðhera um að láta gera skýrslu um eignahald 20 stærstu útgerðafélaga landsins í íslensku atvinnulífi. Skýrslan var kynnt þann 25. ágúst síðastliðinn. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar og fyrsti flutningsmaður að beiðni um skýrsluna lýsti yfir vonbrigðum sínum með skýrsluna og efnistök hennar. Þingkosningar fara fram 25. september næstkomandi. Margir þingmenn og frambjóðendur á höfuðborgarsvæðinu virðast hafa miklar áhyggjur af þeim ítökum sem íslensk útgerðarfyrirtæki hafa í íslensku viðskiptalífi. Líklega er slíkt tal auðveld leið til atkvæðaveiða hjá vissum hluta kjósenda. Þegar gögn um hlutdeild útgerðarfyrirtækja á landsbyggðinni í félögum skráðum í Kauphöll Íslands eru skoðuð má hins vegar sjá að ítök þeirra eru í raun agnarsmá. Þannig eiga íslensk útgerðarfyrirtæki sem staðsett eru á landsbyggðinni einungis rúmlega 5% af skráðum hlutabréfum í Kauphöll Íslands. Markaðsvirði þeirra 20 félaga sem skráð eru í Kauphöll nema í dag 2.280 milljörðum króna. Níu félög á landsbyggðinni sem tengjast útgerð eiga hlutabréf sem nema 125 milljörðum króna í Kauphöllinni. Áhyggjur af umsvifum íslenskra útgerðarfélaga í íslensku viðskiptalífi eru því stórlega ýktar. Stærsti einstaki eigandi er Samherji sem á um 65 milljarða króna í hlutabréfum í Kauphöll. Þar er stærsti hlutinn tæplega 33% hlutur í Eimskip en markasðvirði hlutarins nemur í dag 26 milljörðum króna. Þá fer Samherji með 33% hlut í Síldarvinnslunni sem metinn er á 39 milljarða króna. Þá má hér nefna að einungis eitt af þessum félögum í Kauphöll er með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Þar er um að ræða Síldarvinnsluna hf. á Neskaupsstað. Líklega hafa umsvif íslenskra útgerðarfyrirtækja sjaldan verið minni í íslensku viðskiptalífi. Á síðustu öld voru íslensk útgerðarfyrirtæki td stórir eigendur í tryggingafyrirtækjum og einnig áttu þau stór sölusamtök. Þá má nefna að útgerðarfyrirtæki hafa takmörkuð tækifæri til að stækka öfugt við flest önnur fyrirtæki í Kauphöll þar sem fiskistofnar eru takmörkuð auðlind auk þess sem lög banna þeim að fara yfir 12% hlutdeild í aflaheimildum. Það er því frekar áhyggjuefni hversu lítil áhrif fyrirtæki á landsbyggðinni hafa í íslensku viðskiptalífi sem og að aðeins eitt fyrirtæki í Kauphöll sé með höfðustöðvar sínar á landsbyggðinni. Því væri mun uppbyggilegra að sjá stjórnmálafólk koma með tillögur að því hvernig auka megi umsvif fyrirtækja á landsbyggðinni í íslensku viðskiptalífi. Með því má auka lífsgæði á landsbyggðinni og stuðla að fjölbreyttara atvinnulífi. Það yrði sem dæmi mikil lyftistöng fyrir Akureyri ef höfuðstöðvar Eimskips yrðu færðar þangað. Höfundur er viðskiptafræðingur búsettur á Akureyri.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun