Rasismi gegn Íslendingum Lenya Rún Taha Karim skrifar 2. september 2021 09:31 Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er það venjan í kosningabaráttu. Það hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgu fólki, ekki vegna þess að ég er Pírati og þau eru ósammála mér, heldur vegna þess að þau telja mig vera „útlending.” Ég hef fengið ótal nafnlaus skilaboð á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem ég er minnt á að ég sé brúnni en margir. Svo er nafnið mitt líka öðruvísi. Það eitt og sér er nóg fyrir nafnlausa liðið til að efast um kjörgengi mitt. Það er algjör óþarfi að fara út í efni skilaboðanna, þetta er bara gamaldags rasismi sem ég hef heyrt margoft áður. Það sem nafnlausa liðið veit hins vegar ekki er að ég er ekki sérstaklega mikill útlendingur. Ég er fædd og uppalin í Kópavogi og hef búið nær allt mitt líf á Íslandi. Ég gekk í Salaskóla, Menntaskólann við Sund og síðan Háskóla Íslands. Ég er með traust öryggisnet á Íslandi; ég á fjölskyldu hér, góða vini og bý í öruggu húsnæði. Ég er því í betri stöðu en mörg - ekki síst þegar horft er til þeirra fjölmörgu „raunverulegu” útlendinga sem láta þetta samfélag okkar ganga. Um fimmti hver á íslenskum vinnumarkaði er af erlendu bergi brotinn. Sama hvort það er í ferðaþjónustu, fiskvinnslu, veitingarekstri, félagsþjónustu eða byggingariðnaði þá eru útlendingar á Íslandi ómissandi. Ég endurtek: Ísland myndi einfaldlega ekki ganga án útlendinga. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hatursorðræða í garð útlendinga og Íslendinga með erlendan bakgrunn fær að grassera. Þar sem nasistar festa hakakrossa á auglýsingaskilti af Birtu vinkonu minni og skrifa „Við erum alls staðar.” Þetta er alvarleg þróun og það væri ábyrgðarlaust að taka hana ekki alvarlega. Hvað er hægt að gera? Ég spyr mig oft hvernig hægt sé að uppræta vandann en ekki einungis ráðast að birtingarmyndum hans. Ég óttast hins vegar að það sé hvorki ein né einföld lausn við þessu. Það væri að minnsta kosti frekar súrt ef lausnin væri einföld en við hefðum samt ekki hrint henni í framkvæmd. Auðvitað mætti lögreglan og dómskerfið taka harðar á fólki sem beinlínis hvetur til ofbeldis gegn þeim sem eru öðruvísi en það sjálft. Það eru einfaldlega til mýmörg dæmi um það hvernig óáreitt hatursorðræða leiðir til raunverulegra hatursglæpa. Ef stjórnvöld og stjórnmálafólk myndu senda skýr skilaboð um að slíkur munnsöfnuður sé ekki aðeins óæskilegur heldur beinlínis hættulegur þá myndi það vitaskuld hafa einhver áhrif. En það myndi samt sem áður ekki ráðast að rót vandans. Við tölum oft um að auðvelda útlendingum að aðlagast samfélaginu á Íslandi - sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Það gerir engum gott að vera hornreka í samfélaginu, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar. Þess vegna er svo mikilvægt að styðja við fjölmenningarsetur, íslenskunám og aðra kennslu sem auðveldar fólki að komast inn í samfélagið sem fyrst og byrja að gefa af sér. Við tölum hins vegar minna um hina hliðina á peningnum. Að auðvelda Íslendingum að aðlagast útlendingum. Eins og ég sagði áður þá eru útlendingarnir í íslensku samfélagi fjöldamargir og auðvitað eru það viðbrigði fyrir fólk þegar allt í einu heyrast ólík tungumál á vinnustaðnum og fólk með framandi nöfn og öðruvísi litarhaft eru á hverju strái. Það er eðlilegt að einhverjum finnist það óvenjulegt og við megum ekki gera lítið úr því. Þvert á móti held ég að það væri miklu farsælla að við hefðum það í huga og ávörpuðum það, hvort sem það væri í formi einhverrar herferðar eða formlegrar fræðslu. Fyrsta skrefið gæti til dæmis verið samfélagsátak um mikilvægi útlendinga fyrir íslenskt þjóðfélag. Ef við viljum tryggja góð lífskjör hér til framtíðar þá getum við einfaldlega ekki án þeirra verið. Brún og býð mig fram Ég er ekki á höttunum eftir neinni meðaumkun. Ég hef lifað við rasísk skilaboð og framkomu allt mitt líf. Ég var fyrsti brúni nemandinn í skólanum mínum í Salahverfi og hef verið kölluð allt sem þú getur ímyndað þér. Það hefur ekki stoppað mig til þessa og það stoppar mig ekki núna. Ég býð mig fram því ég vil róttækar breytingar í þágu íslenskra námsmanna. Ég býð mig fram því ég vil róttækni í loftslagsmálum. Ég býð mig fram því ég vil koma fram við vímuefnaneytendur eins og manneskjur, ekki glæpamenn. Ég býð mig fram því ég vil vera þessi fyrirmynd í stjórnmálum sem ég hafði ekki þegar ég var yngri og hvetja annað fólk af erlendu bergi brotnu til að taka þátt í stjórnmálum. Við erum líka hluti af þessu samfélagi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Kynþáttafordómar Alþingiskosningar 2021 Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er það venjan í kosningabaráttu. Það hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgu fólki, ekki vegna þess að ég er Pírati og þau eru ósammála mér, heldur vegna þess að þau telja mig vera „útlending.” Ég hef fengið ótal nafnlaus skilaboð á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem ég er minnt á að ég sé brúnni en margir. Svo er nafnið mitt líka öðruvísi. Það eitt og sér er nóg fyrir nafnlausa liðið til að efast um kjörgengi mitt. Það er algjör óþarfi að fara út í efni skilaboðanna, þetta er bara gamaldags rasismi sem ég hef heyrt margoft áður. Það sem nafnlausa liðið veit hins vegar ekki er að ég er ekki sérstaklega mikill útlendingur. Ég er fædd og uppalin í Kópavogi og hef búið nær allt mitt líf á Íslandi. Ég gekk í Salaskóla, Menntaskólann við Sund og síðan Háskóla Íslands. Ég er með traust öryggisnet á Íslandi; ég á fjölskyldu hér, góða vini og bý í öruggu húsnæði. Ég er því í betri stöðu en mörg - ekki síst þegar horft er til þeirra fjölmörgu „raunverulegu” útlendinga sem láta þetta samfélag okkar ganga. Um fimmti hver á íslenskum vinnumarkaði er af erlendu bergi brotinn. Sama hvort það er í ferðaþjónustu, fiskvinnslu, veitingarekstri, félagsþjónustu eða byggingariðnaði þá eru útlendingar á Íslandi ómissandi. Ég endurtek: Ísland myndi einfaldlega ekki ganga án útlendinga. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hatursorðræða í garð útlendinga og Íslendinga með erlendan bakgrunn fær að grassera. Þar sem nasistar festa hakakrossa á auglýsingaskilti af Birtu vinkonu minni og skrifa „Við erum alls staðar.” Þetta er alvarleg þróun og það væri ábyrgðarlaust að taka hana ekki alvarlega. Hvað er hægt að gera? Ég spyr mig oft hvernig hægt sé að uppræta vandann en ekki einungis ráðast að birtingarmyndum hans. Ég óttast hins vegar að það sé hvorki ein né einföld lausn við þessu. Það væri að minnsta kosti frekar súrt ef lausnin væri einföld en við hefðum samt ekki hrint henni í framkvæmd. Auðvitað mætti lögreglan og dómskerfið taka harðar á fólki sem beinlínis hvetur til ofbeldis gegn þeim sem eru öðruvísi en það sjálft. Það eru einfaldlega til mýmörg dæmi um það hvernig óáreitt hatursorðræða leiðir til raunverulegra hatursglæpa. Ef stjórnvöld og stjórnmálafólk myndu senda skýr skilaboð um að slíkur munnsöfnuður sé ekki aðeins óæskilegur heldur beinlínis hættulegur þá myndi það vitaskuld hafa einhver áhrif. En það myndi samt sem áður ekki ráðast að rót vandans. Við tölum oft um að auðvelda útlendingum að aðlagast samfélaginu á Íslandi - sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Það gerir engum gott að vera hornreka í samfélaginu, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar. Þess vegna er svo mikilvægt að styðja við fjölmenningarsetur, íslenskunám og aðra kennslu sem auðveldar fólki að komast inn í samfélagið sem fyrst og byrja að gefa af sér. Við tölum hins vegar minna um hina hliðina á peningnum. Að auðvelda Íslendingum að aðlagast útlendingum. Eins og ég sagði áður þá eru útlendingarnir í íslensku samfélagi fjöldamargir og auðvitað eru það viðbrigði fyrir fólk þegar allt í einu heyrast ólík tungumál á vinnustaðnum og fólk með framandi nöfn og öðruvísi litarhaft eru á hverju strái. Það er eðlilegt að einhverjum finnist það óvenjulegt og við megum ekki gera lítið úr því. Þvert á móti held ég að það væri miklu farsælla að við hefðum það í huga og ávörpuðum það, hvort sem það væri í formi einhverrar herferðar eða formlegrar fræðslu. Fyrsta skrefið gæti til dæmis verið samfélagsátak um mikilvægi útlendinga fyrir íslenskt þjóðfélag. Ef við viljum tryggja góð lífskjör hér til framtíðar þá getum við einfaldlega ekki án þeirra verið. Brún og býð mig fram Ég er ekki á höttunum eftir neinni meðaumkun. Ég hef lifað við rasísk skilaboð og framkomu allt mitt líf. Ég var fyrsti brúni nemandinn í skólanum mínum í Salahverfi og hef verið kölluð allt sem þú getur ímyndað þér. Það hefur ekki stoppað mig til þessa og það stoppar mig ekki núna. Ég býð mig fram því ég vil róttækar breytingar í þágu íslenskra námsmanna. Ég býð mig fram því ég vil róttækni í loftslagsmálum. Ég býð mig fram því ég vil koma fram við vímuefnaneytendur eins og manneskjur, ekki glæpamenn. Ég býð mig fram því ég vil vera þessi fyrirmynd í stjórnmálum sem ég hafði ekki þegar ég var yngri og hvetja annað fólk af erlendu bergi brotnu til að taka þátt í stjórnmálum. Við erum líka hluti af þessu samfélagi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun