Rasismi gegn Íslendingum Lenya Rún Taha Karim skrifar 2. september 2021 09:31 Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er það venjan í kosningabaráttu. Það hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgu fólki, ekki vegna þess að ég er Pírati og þau eru ósammála mér, heldur vegna þess að þau telja mig vera „útlending.” Ég hef fengið ótal nafnlaus skilaboð á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem ég er minnt á að ég sé brúnni en margir. Svo er nafnið mitt líka öðruvísi. Það eitt og sér er nóg fyrir nafnlausa liðið til að efast um kjörgengi mitt. Það er algjör óþarfi að fara út í efni skilaboðanna, þetta er bara gamaldags rasismi sem ég hef heyrt margoft áður. Það sem nafnlausa liðið veit hins vegar ekki er að ég er ekki sérstaklega mikill útlendingur. Ég er fædd og uppalin í Kópavogi og hef búið nær allt mitt líf á Íslandi. Ég gekk í Salaskóla, Menntaskólann við Sund og síðan Háskóla Íslands. Ég er með traust öryggisnet á Íslandi; ég á fjölskyldu hér, góða vini og bý í öruggu húsnæði. Ég er því í betri stöðu en mörg - ekki síst þegar horft er til þeirra fjölmörgu „raunverulegu” útlendinga sem láta þetta samfélag okkar ganga. Um fimmti hver á íslenskum vinnumarkaði er af erlendu bergi brotinn. Sama hvort það er í ferðaþjónustu, fiskvinnslu, veitingarekstri, félagsþjónustu eða byggingariðnaði þá eru útlendingar á Íslandi ómissandi. Ég endurtek: Ísland myndi einfaldlega ekki ganga án útlendinga. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hatursorðræða í garð útlendinga og Íslendinga með erlendan bakgrunn fær að grassera. Þar sem nasistar festa hakakrossa á auglýsingaskilti af Birtu vinkonu minni og skrifa „Við erum alls staðar.” Þetta er alvarleg þróun og það væri ábyrgðarlaust að taka hana ekki alvarlega. Hvað er hægt að gera? Ég spyr mig oft hvernig hægt sé að uppræta vandann en ekki einungis ráðast að birtingarmyndum hans. Ég óttast hins vegar að það sé hvorki ein né einföld lausn við þessu. Það væri að minnsta kosti frekar súrt ef lausnin væri einföld en við hefðum samt ekki hrint henni í framkvæmd. Auðvitað mætti lögreglan og dómskerfið taka harðar á fólki sem beinlínis hvetur til ofbeldis gegn þeim sem eru öðruvísi en það sjálft. Það eru einfaldlega til mýmörg dæmi um það hvernig óáreitt hatursorðræða leiðir til raunverulegra hatursglæpa. Ef stjórnvöld og stjórnmálafólk myndu senda skýr skilaboð um að slíkur munnsöfnuður sé ekki aðeins óæskilegur heldur beinlínis hættulegur þá myndi það vitaskuld hafa einhver áhrif. En það myndi samt sem áður ekki ráðast að rót vandans. Við tölum oft um að auðvelda útlendingum að aðlagast samfélaginu á Íslandi - sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Það gerir engum gott að vera hornreka í samfélaginu, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar. Þess vegna er svo mikilvægt að styðja við fjölmenningarsetur, íslenskunám og aðra kennslu sem auðveldar fólki að komast inn í samfélagið sem fyrst og byrja að gefa af sér. Við tölum hins vegar minna um hina hliðina á peningnum. Að auðvelda Íslendingum að aðlagast útlendingum. Eins og ég sagði áður þá eru útlendingarnir í íslensku samfélagi fjöldamargir og auðvitað eru það viðbrigði fyrir fólk þegar allt í einu heyrast ólík tungumál á vinnustaðnum og fólk með framandi nöfn og öðruvísi litarhaft eru á hverju strái. Það er eðlilegt að einhverjum finnist það óvenjulegt og við megum ekki gera lítið úr því. Þvert á móti held ég að það væri miklu farsælla að við hefðum það í huga og ávörpuðum það, hvort sem það væri í formi einhverrar herferðar eða formlegrar fræðslu. Fyrsta skrefið gæti til dæmis verið samfélagsátak um mikilvægi útlendinga fyrir íslenskt þjóðfélag. Ef við viljum tryggja góð lífskjör hér til framtíðar þá getum við einfaldlega ekki án þeirra verið. Brún og býð mig fram Ég er ekki á höttunum eftir neinni meðaumkun. Ég hef lifað við rasísk skilaboð og framkomu allt mitt líf. Ég var fyrsti brúni nemandinn í skólanum mínum í Salahverfi og hef verið kölluð allt sem þú getur ímyndað þér. Það hefur ekki stoppað mig til þessa og það stoppar mig ekki núna. Ég býð mig fram því ég vil róttækar breytingar í þágu íslenskra námsmanna. Ég býð mig fram því ég vil róttækni í loftslagsmálum. Ég býð mig fram því ég vil koma fram við vímuefnaneytendur eins og manneskjur, ekki glæpamenn. Ég býð mig fram því ég vil vera þessi fyrirmynd í stjórnmálum sem ég hafði ekki þegar ég var yngri og hvetja annað fólk af erlendu bergi brotnu til að taka þátt í stjórnmálum. Við erum líka hluti af þessu samfélagi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Kynþáttafordómar Alþingiskosningar 2021 Lenya Rún Taha Karim Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Síðustu vikur og mánuði hef ég reynt að vera sýnileg í framboði mínu til Alþingis, enda er það venjan í kosningabaráttu. Það hefur hins vegar farið fyrir brjóstið á mörgu fólki, ekki vegna þess að ég er Pírati og þau eru ósammála mér, heldur vegna þess að þau telja mig vera „útlending.” Ég hef fengið ótal nafnlaus skilaboð á samfélagsmiðlum að undanförnu þar sem ég er minnt á að ég sé brúnni en margir. Svo er nafnið mitt líka öðruvísi. Það eitt og sér er nóg fyrir nafnlausa liðið til að efast um kjörgengi mitt. Það er algjör óþarfi að fara út í efni skilaboðanna, þetta er bara gamaldags rasismi sem ég hef heyrt margoft áður. Það sem nafnlausa liðið veit hins vegar ekki er að ég er ekki sérstaklega mikill útlendingur. Ég er fædd og uppalin í Kópavogi og hef búið nær allt mitt líf á Íslandi. Ég gekk í Salaskóla, Menntaskólann við Sund og síðan Háskóla Íslands. Ég er með traust öryggisnet á Íslandi; ég á fjölskyldu hér, góða vini og bý í öruggu húsnæði. Ég er því í betri stöðu en mörg - ekki síst þegar horft er til þeirra fjölmörgu „raunverulegu” útlendinga sem láta þetta samfélag okkar ganga. Um fimmti hver á íslenskum vinnumarkaði er af erlendu bergi brotinn. Sama hvort það er í ferðaþjónustu, fiskvinnslu, veitingarekstri, félagsþjónustu eða byggingariðnaði þá eru útlendingar á Íslandi ómissandi. Ég endurtek: Ísland myndi einfaldlega ekki ganga án útlendinga. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hatursorðræða í garð útlendinga og Íslendinga með erlendan bakgrunn fær að grassera. Þar sem nasistar festa hakakrossa á auglýsingaskilti af Birtu vinkonu minni og skrifa „Við erum alls staðar.” Þetta er alvarleg þróun og það væri ábyrgðarlaust að taka hana ekki alvarlega. Hvað er hægt að gera? Ég spyr mig oft hvernig hægt sé að uppræta vandann en ekki einungis ráðast að birtingarmyndum hans. Ég óttast hins vegar að það sé hvorki ein né einföld lausn við þessu. Það væri að minnsta kosti frekar súrt ef lausnin væri einföld en við hefðum samt ekki hrint henni í framkvæmd. Auðvitað mætti lögreglan og dómskerfið taka harðar á fólki sem beinlínis hvetur til ofbeldis gegn þeim sem eru öðruvísi en það sjálft. Það eru einfaldlega til mýmörg dæmi um það hvernig óáreitt hatursorðræða leiðir til raunverulegra hatursglæpa. Ef stjórnvöld og stjórnmálafólk myndu senda skýr skilaboð um að slíkur munnsöfnuður sé ekki aðeins óæskilegur heldur beinlínis hættulegur þá myndi það vitaskuld hafa einhver áhrif. En það myndi samt sem áður ekki ráðast að rót vandans. Við tölum oft um að auðvelda útlendingum að aðlagast samfélaginu á Íslandi - sem er auðvitað gríðarlega mikilvægt. Það gerir engum gott að vera hornreka í samfélaginu, hvort sem það eru útlendingar eða Íslendingar. Þess vegna er svo mikilvægt að styðja við fjölmenningarsetur, íslenskunám og aðra kennslu sem auðveldar fólki að komast inn í samfélagið sem fyrst og byrja að gefa af sér. Við tölum hins vegar minna um hina hliðina á peningnum. Að auðvelda Íslendingum að aðlagast útlendingum. Eins og ég sagði áður þá eru útlendingarnir í íslensku samfélagi fjöldamargir og auðvitað eru það viðbrigði fyrir fólk þegar allt í einu heyrast ólík tungumál á vinnustaðnum og fólk með framandi nöfn og öðruvísi litarhaft eru á hverju strái. Það er eðlilegt að einhverjum finnist það óvenjulegt og við megum ekki gera lítið úr því. Þvert á móti held ég að það væri miklu farsælla að við hefðum það í huga og ávörpuðum það, hvort sem það væri í formi einhverrar herferðar eða formlegrar fræðslu. Fyrsta skrefið gæti til dæmis verið samfélagsátak um mikilvægi útlendinga fyrir íslenskt þjóðfélag. Ef við viljum tryggja góð lífskjör hér til framtíðar þá getum við einfaldlega ekki án þeirra verið. Brún og býð mig fram Ég er ekki á höttunum eftir neinni meðaumkun. Ég hef lifað við rasísk skilaboð og framkomu allt mitt líf. Ég var fyrsti brúni nemandinn í skólanum mínum í Salahverfi og hef verið kölluð allt sem þú getur ímyndað þér. Það hefur ekki stoppað mig til þessa og það stoppar mig ekki núna. Ég býð mig fram því ég vil róttækar breytingar í þágu íslenskra námsmanna. Ég býð mig fram því ég vil róttækni í loftslagsmálum. Ég býð mig fram því ég vil koma fram við vímuefnaneytendur eins og manneskjur, ekki glæpamenn. Ég býð mig fram því ég vil vera þessi fyrirmynd í stjórnmálum sem ég hafði ekki þegar ég var yngri og hvetja annað fólk af erlendu bergi brotnu til að taka þátt í stjórnmálum. Við erum líka hluti af þessu samfélagi. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun