Já, það skiptir sko máli hver stjórnar Símon Vestarr skrifar 1. september 2021 22:00 Slagorð VG í komandi kosningum segir okkur allt sem við þurfum að vita um megináherslu flokksins. Það hlýtur um leið að vera Norðurlandamet í sjálfsmeðvitundarleysi: „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Hið fyndna er að þetta er ekki rangt. Nei, þvert á móti er þetta slagorð í senn dagsönn fullyrðing og helsta ástæðan fyrir því að enginn vinstrimanneskja ætti að kjósa VG. Ætlunin er sýnilega að höfða til þeirra kjósenda sem vildu ekki samstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk en finnst nægur sigur unninn með því að hvorugur hægriflokkanna eigi fulltrúa í forsætisráðuneytinu. Að hughreysta þá kjósendur VG sem finnst nóg að Katrín sé forsætisráðherra. Svipuð nálgun og hjá demókrötum í bandarísku forsetakosningunum árið 2016, þar sem slagorðið vísaði ekki í samfélagsmál eða stefnu heldur í frambjóðandann sjálfan, Hillary Clinton; “I’m with her!” VG býr yfir mörgum gegnheilum hugsjónamanneskjum en flokksforystan velur að einblína á frúna í brúnni og framlengja mefistófelískt bandalag sitt við myrkraöflin í Valhöll. Ég hlýt því að beina orðum mínum beint til þín, Katrín, þar sem þín persóna er framlag flokksins til þessara kosninga. Frambjóðendur VG leggja jú mikið upp úr því að vera viðræðugóðir og opnir fyrir hugmyndum annarra. Þú sagðir sjálf: „Við Vinstri græn tökum glöð að okkur það hlutverk að leiða saman ólík öfl að niðurstöðu. Við veljum samtalið fram yfir bergmálshellinn; það er lykilatriðið í okkar stjórnmálum og okkar sýn.“ Það er einmitt þessi margbásúnaði sáttavilji sem mig langar að taka fyrir sérstaklega. Hvaða ólíku öfl viljið þið leiða saman að niðurstöðu? Er ekki rétt skilið hjá mér að þarna sért þú að vísa til þeirrar ákvörðunar ykkar að bjóða flokki sem var forugurupp fyrir haus af spillingumeð ykkur í stjórnarsamstarf? Er það hugmynd ykkar um að „velja samtalið fram yfir bergmálshellinn“? Aðkoma almennings að ákvarðanatöku hefur ekki aukist, sér í lagi vegna þess að þið hafið ákveðið að standa ekki við loforð ykkar um að lögfesta nýju stjórnarskrána, en aðgengi Sjálfstæðisflokksins að fimm ráðuneytum var alla vega tryggður. Af ávöxtunum þekkjum við ykkur. Ávextirnir eru svo sannarlega ekki allir súrir, það ber að viðurkenna. Lenging fæðingarorlofs og hækkun barnabóta koma sér t.d. óneitanlega vel fyrir barnafjölskyldur. En hefur hvarflað að ykkur að hagsmunum ungra foreldra og barnanna þeirra væri enn betur borgið ef eitthvað hefði einnig verið gert til að koma í veg fyrir braskvæðingu húsnæðismarkaðarins á ykkar vakt? Ef hlutfall félagshúsnæðis af heildinni væri ekki rétt um þriðjungur af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar? Ef hið svokallaða vinstri hefði ekki svikið launafólk og leyft málsvörum auðvaldsins að gera húsnæðismarkaðinn að trogi fyrir kapítalista? Ef þetta er það sem þið kallið „styrkingu almenna íbúðakerfisins“ þá vaknar spurningin: Hver er það sem er sterkur í þessu fyrirkomulagi? Launamanneskjan eða leigubraskarinn? Allir vita svarið við því. „Þrepaskipt skattkerfi,“ segir þú, Katrín. En auðvitað innleiðið þið ekki auðlegðarskatt og auðvitað á ekki að lyfta litlafingri þegar fjármálaráðherra dregur tennurnar úr stofnun Skattrannsóknarstjóra. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. „Raunhæf og fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum,“ segir þú. En að gefa afslætti á rafbílum sem aðeins hátekjuheimili eiga efni á í stað þess að styrkja hina tekjulágu í kaupum á umhverfisvænni farartækjum heitir að byrja á röngum enda. Að „áttfalda fjárframlög til málaflokksins“ og „friðlýsa fleiri svæði en nokkur önnur ríkisstjórn“ dugir okkur skammt gegn loftslagsvánni á meðan áherslan er alltaf sett á að láta alþýðuna axla ábyrgð án þess að krefjast hins sama af þeim sem menga mest; stórfyrirtæki. Það skiptir öllu máli hver stjórnar. „Velsældarhugmyndafræði,“ kallar þú grundvöll stefnu VG og sæmir hana yfirskriftinni: „Félagshyggja þessarar aldar.“ „Hún snýst um að hlutverk stjórnvalda sé að tryggja velsæld allra þannig að hvert og eitt okkar geti leitað hamingjunnar og þroskað hæfileika sína.“ Þetta gæti allt eins verið bein tilvitnun í Rósu Lúxemburg, Emmu Goldman eða Karl Marx. Hugsjónin um „brauð og rósir“ er samofin sögu sósíalískrar verkalýðsbaráttu og Oscar Wilde áréttaðiþað að megintilgangur sósíalisma væri að greiða götuna fyrir raunverulegt persónufrelsi og listræna sjálfstjáningu. Stundum talar nefnilega þú eins og sósíalisti. En sósíalisti hefði þó aldrei fallið í þá gryfju eins og VG að láta selja sér hugmyndafræðilega gjaldþrota markaðslausnir í húsnæðismálum eða loftslagsmálum, leyfa aflandsfélagaeigendumað hefja endureinkavæðingu Íslandsbanka eða veita auknum fjármunum í NATO um leið og hernaðarbandalagið smellti fingrum. Flokkurinn þinn hefur samt sem áður algjörlega rétt fyrir sér með eitt: Það skiptir máli hver stjórnar. Og þú stjórnar ekki. Þú stjórnaðir aldrei. Í flokknum þínum og á meðal kjósenda þinna eru margir sem aðhyllast raunverulega félagshyggju og hafa einlægan vilja til að starfa í þágu lýðræðis frekar en auðræðis. En á meðan forystan situr fast við sinn keip og leggur meiri áherslu á að miðla málum með hægriflokkunum en að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti þá er Vinstri hreyfingin græna álíka gagnleg vinstrifólki og skutbíll á þremur felgum. Eignastéttin stjórnar í gegnum skósveina sína í stjórnarráðinu og mun halda áfram að gera það á meðan nógu margir halda áfram að spandera atkvæði sínu í framboð eins og Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Og VG. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í öðru sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Símon Vestarr Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Slagorð VG í komandi kosningum segir okkur allt sem við þurfum að vita um megináherslu flokksins. Það hlýtur um leið að vera Norðurlandamet í sjálfsmeðvitundarleysi: „Það skiptir máli hver stjórnar.“ Hið fyndna er að þetta er ekki rangt. Nei, þvert á móti er þetta slagorð í senn dagsönn fullyrðing og helsta ástæðan fyrir því að enginn vinstrimanneskja ætti að kjósa VG. Ætlunin er sýnilega að höfða til þeirra kjósenda sem vildu ekki samstarf við Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk en finnst nægur sigur unninn með því að hvorugur hægriflokkanna eigi fulltrúa í forsætisráðuneytinu. Að hughreysta þá kjósendur VG sem finnst nóg að Katrín sé forsætisráðherra. Svipuð nálgun og hjá demókrötum í bandarísku forsetakosningunum árið 2016, þar sem slagorðið vísaði ekki í samfélagsmál eða stefnu heldur í frambjóðandann sjálfan, Hillary Clinton; “I’m with her!” VG býr yfir mörgum gegnheilum hugsjónamanneskjum en flokksforystan velur að einblína á frúna í brúnni og framlengja mefistófelískt bandalag sitt við myrkraöflin í Valhöll. Ég hlýt því að beina orðum mínum beint til þín, Katrín, þar sem þín persóna er framlag flokksins til þessara kosninga. Frambjóðendur VG leggja jú mikið upp úr því að vera viðræðugóðir og opnir fyrir hugmyndum annarra. Þú sagðir sjálf: „Við Vinstri græn tökum glöð að okkur það hlutverk að leiða saman ólík öfl að niðurstöðu. Við veljum samtalið fram yfir bergmálshellinn; það er lykilatriðið í okkar stjórnmálum og okkar sýn.“ Það er einmitt þessi margbásúnaði sáttavilji sem mig langar að taka fyrir sérstaklega. Hvaða ólíku öfl viljið þið leiða saman að niðurstöðu? Er ekki rétt skilið hjá mér að þarna sért þú að vísa til þeirrar ákvörðunar ykkar að bjóða flokki sem var forugurupp fyrir haus af spillingumeð ykkur í stjórnarsamstarf? Er það hugmynd ykkar um að „velja samtalið fram yfir bergmálshellinn“? Aðkoma almennings að ákvarðanatöku hefur ekki aukist, sér í lagi vegna þess að þið hafið ákveðið að standa ekki við loforð ykkar um að lögfesta nýju stjórnarskrána, en aðgengi Sjálfstæðisflokksins að fimm ráðuneytum var alla vega tryggður. Af ávöxtunum þekkjum við ykkur. Ávextirnir eru svo sannarlega ekki allir súrir, það ber að viðurkenna. Lenging fæðingarorlofs og hækkun barnabóta koma sér t.d. óneitanlega vel fyrir barnafjölskyldur. En hefur hvarflað að ykkur að hagsmunum ungra foreldra og barnanna þeirra væri enn betur borgið ef eitthvað hefði einnig verið gert til að koma í veg fyrir braskvæðingu húsnæðismarkaðarins á ykkar vakt? Ef hlutfall félagshúsnæðis af heildinni væri ekki rétt um þriðjungur af því sem tíðkast í nágrannalöndum okkar? Ef hið svokallaða vinstri hefði ekki svikið launafólk og leyft málsvörum auðvaldsins að gera húsnæðismarkaðinn að trogi fyrir kapítalista? Ef þetta er það sem þið kallið „styrkingu almenna íbúðakerfisins“ þá vaknar spurningin: Hver er það sem er sterkur í þessu fyrirkomulagi? Launamanneskjan eða leigubraskarinn? Allir vita svarið við því. „Þrepaskipt skattkerfi,“ segir þú, Katrín. En auðvitað innleiðið þið ekki auðlegðarskatt og auðvitað á ekki að lyfta litlafingri þegar fjármálaráðherra dregur tennurnar úr stofnun Skattrannsóknarstjóra. Það skiptir nefnilega máli hver stjórnar. „Raunhæf og fjármögnuð aðgerðaáætlun í loftslagsmálum,“ segir þú. En að gefa afslætti á rafbílum sem aðeins hátekjuheimili eiga efni á í stað þess að styrkja hina tekjulágu í kaupum á umhverfisvænni farartækjum heitir að byrja á röngum enda. Að „áttfalda fjárframlög til málaflokksins“ og „friðlýsa fleiri svæði en nokkur önnur ríkisstjórn“ dugir okkur skammt gegn loftslagsvánni á meðan áherslan er alltaf sett á að láta alþýðuna axla ábyrgð án þess að krefjast hins sama af þeim sem menga mest; stórfyrirtæki. Það skiptir öllu máli hver stjórnar. „Velsældarhugmyndafræði,“ kallar þú grundvöll stefnu VG og sæmir hana yfirskriftinni: „Félagshyggja þessarar aldar.“ „Hún snýst um að hlutverk stjórnvalda sé að tryggja velsæld allra þannig að hvert og eitt okkar geti leitað hamingjunnar og þroskað hæfileika sína.“ Þetta gæti allt eins verið bein tilvitnun í Rósu Lúxemburg, Emmu Goldman eða Karl Marx. Hugsjónin um „brauð og rósir“ er samofin sögu sósíalískrar verkalýðsbaráttu og Oscar Wilde áréttaðiþað að megintilgangur sósíalisma væri að greiða götuna fyrir raunverulegt persónufrelsi og listræna sjálfstjáningu. Stundum talar nefnilega þú eins og sósíalisti. En sósíalisti hefði þó aldrei fallið í þá gryfju eins og VG að láta selja sér hugmyndafræðilega gjaldþrota markaðslausnir í húsnæðismálum eða loftslagsmálum, leyfa aflandsfélagaeigendumað hefja endureinkavæðingu Íslandsbanka eða veita auknum fjármunum í NATO um leið og hernaðarbandalagið smellti fingrum. Flokkurinn þinn hefur samt sem áður algjörlega rétt fyrir sér með eitt: Það skiptir máli hver stjórnar. Og þú stjórnar ekki. Þú stjórnaðir aldrei. Í flokknum þínum og á meðal kjósenda þinna eru margir sem aðhyllast raunverulega félagshyggju og hafa einlægan vilja til að starfa í þágu lýðræðis frekar en auðræðis. En á meðan forystan situr fast við sinn keip og leggur meiri áherslu á að miðla málum með hægriflokkunum en að berjast fyrir jöfnuði og réttlæti þá er Vinstri hreyfingin græna álíka gagnleg vinstrifólki og skutbíll á þremur felgum. Eignastéttin stjórnar í gegnum skósveina sína í stjórnarráðinu og mun halda áfram að gera það á meðan nógu margir halda áfram að spandera atkvæði sínu í framboð eins og Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Og VG. Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokks Íslands í öðru sæti í Reykjavík suður.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun