Einbeita sér að áfangastöðum þar sem eftirspurn er sterk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. september 2021 08:55 Icelandair áætlar 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. Vísir/Vilhelm Icelandair mun fljúga til 25 áfangastaða í vetraráætlun flugfélagsins sem nær frá 1. október til 31. mars. Félagið gerir hlé á flugi áfangastaða á borð við Helsinki og Glasgow þar sem eftirspurn hefur ekki náð sér á strik. Með þessu hyggst félagið einbeita sér að því að fljúga til áfangastaða þar sem eftirspurn er sterk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Icelandair um vetraráætlunina. Eftirspurn eftir flugi aðeins minni en reiknað var með Alls flýgur Icelandair til 23 áfangastaða frá Keflavíkuflugvelli, fimmtán í Evrópu og átta í Norður-Ameríku. Við þetta bætast tveir áfangastaðir í Grænlandi en flogið er frá Reykjavíkurflugvelli þangað. Alls er stefnt á um 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. „Staða heimsfaraldursins gerir það að verkum að eftirspurn eftir flugi er lítið eitt minni en gert var ráð fyrir þegar uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair Group var kynnt. Þá gerði félagið ráð fyrir að flugframboð í vetraráætlun 2021-2022 gæti náð um það bil 70-80% af framboði sama tímabils árið 2019, síðasta heila rekstrarárs fyrir heimsfaraldur,“ að því er segir í fréttatilkynningunni. Nú reiknar félagið með að framboðið frá október til desember verði 65 prósent af framboði sömu mánaða árið 2019 og í janúar til mars á næsta ári verði hlutfallið 75 prósent. Framboðið í ágúst var fimmtíu prósent af framboðinu í ágúst 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill „Með þessum breytingum vill Icelandair einbeita sér að því að halda uppi öflugri áætlun á áfangastaði með sterka eftirspurn. Vetrarhlé verður gert á flugi til áfangastaða þar sem eftirspurnin hefur ekki náð sér jafn vel á strik, til að mynda Helsinki, Glasgow, London Gatwick, Minneapolis og Portland. Haft verður samband við þá farþega sem eiga bókað flug á þessa staði og þeim boðnar aðrar leiðir til að komast á áfangastað.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið muni nýta sér sveigjanleika félagsins til þess að aðlaga vetraráætlunina að þörfum hverju sinni. „Við höfum verið í stöðugri uppbyggingu og aukið flugið jafnt og þétt undanfarnar vikur og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð, þó við þurfum nú að draga örlítið úr í takt við breytingar á eftirspurn,„ er haft eftir Boga Nils í tilkynningunni. Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45 Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Með þessu hyggst félagið einbeita sér að því að fljúga til áfangastaða þar sem eftirspurn er sterk, að því er fram kemur í fréttatilkynningu Icelandair um vetraráætlunina. Eftirspurn eftir flugi aðeins minni en reiknað var með Alls flýgur Icelandair til 23 áfangastaða frá Keflavíkuflugvelli, fimmtán í Evrópu og átta í Norður-Ameríku. Við þetta bætast tveir áfangastaðir í Grænlandi en flogið er frá Reykjavíkurflugvelli þangað. Alls er stefnt á um 160 ferðir í viku frá Íslandi í vetur. „Staða heimsfaraldursins gerir það að verkum að eftirspurn eftir flugi er lítið eitt minni en gert var ráð fyrir þegar uppgjör annars ársfjórðungs Icelandair Group var kynnt. Þá gerði félagið ráð fyrir að flugframboð í vetraráætlun 2021-2022 gæti náð um það bil 70-80% af framboði sama tímabils árið 2019, síðasta heila rekstrarárs fyrir heimsfaraldur,“ að því er segir í fréttatilkynningunni. Nú reiknar félagið með að framboðið frá október til desember verði 65 prósent af framboði sömu mánaða árið 2019 og í janúar til mars á næsta ári verði hlutfallið 75 prósent. Framboðið í ágúst var fimmtíu prósent af framboðinu í ágúst 2019. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Vísir/Egill „Með þessum breytingum vill Icelandair einbeita sér að því að halda uppi öflugri áætlun á áfangastaði með sterka eftirspurn. Vetrarhlé verður gert á flugi til áfangastaða þar sem eftirspurnin hefur ekki náð sér jafn vel á strik, til að mynda Helsinki, Glasgow, London Gatwick, Minneapolis og Portland. Haft verður samband við þá farþega sem eiga bókað flug á þessa staði og þeim boðnar aðrar leiðir til að komast á áfangastað.“ Haft er eftir Boga Nils Bogasyni, forstjóra Icelandair, að félagið muni nýta sér sveigjanleika félagsins til þess að aðlaga vetraráætlunina að þörfum hverju sinni. „Við höfum verið í stöðugri uppbyggingu og aukið flugið jafnt og þétt undanfarnar vikur og höldum ótrauð áfram á þeirri vegferð, þó við þurfum nú að draga örlítið úr í takt við breytingar á eftirspurn,„ er haft eftir Boga Nils í tilkynningunni.
Fréttir af flugi Icelandair Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45 Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06 Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52 Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Sjá meira
Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja Icelandair hættir flugi til Vestmannaeyja nú í lok ágústmánaðar og lýkur sumaráætlun mánuði fyrr en ráðgert var. Þetta er vegna dræmrar eftirspurnar og er óvíst hvort félagið taki upp þráðinn að nýju næsta sumar. 29. ágúst 2021 06:45
Icelandair eykur flug og bætir við áfangastað Icelandair hefur ákveðið að bæta við flugi til þriggja áfangastaða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Orlando í Flórída og Tenerife á Kanaríeyjum. Þá bætist við nýr áfangastaður, skíðaborgin Salzburg í Austurríki. 18. ágúst 2021 18:06
Yfir 200 þúsund flugu með Icelandair í júlí Farþegum Icelandair fjölgaði verulega í júlí í millilanda- og innanlandsflugi, bæði frá júnímánuði og miðað við sama tíma í fyrra. Þá hefur farþegum í tengiflugi yfir hafið fjölgað töluvert og hafa þeir ekki verið fleiri frá því áður en faraldurinn hófst. 6. ágúst 2021 09:52
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent