Neytendur

Icelandair eykur flug og bætir við á­fanga­stað

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Icelandair mun auka flug til tveggja sólríkra áfangastaða í vetur.
Icelandair mun auka flug til tveggja sólríkra áfangastaða í vetur. Vísir/Vilhelm

Icelandair hefur á­kveðið að bæta við flugi til þriggja á­fanga­staða í vetur. Fleiri ferðir verða farnar til Or­lando í Flórída og Tenerife á Kanarí­eyjum. Þá bætist við nýr á­fanga­staður, skíða­borgin Salz­burg í Austurríki.

Í til­kynningu frá Icelandair segir að á­kveðið hafi verið að fjölga flug­ferðum til Or­lando yfir jólin og til Tenerife yfir páskanna vegna þess hve vin­sælir þeir á­fanga­staðir eru á þeim tímum.

Flugið til Salz­burg bætist svo við inn í leiðar­kerfi Icelandair og verður flogið þangað einu sinni í viku, á laugar­dögum, frá 15. janúar til 5. mars.

Í til­kynningunni er haft eftir Boga Nils Boga­syni, for­stjóra Icelandair:

„Við höfum fundið fyrir miklum á­huga á vetrar­ferðum, hvort sem er í sólina eða skíða­svæðin. Því tókum við þá á­kvörðun að auka tíðni bæði til Or­lando og Tenerife og bæta Salz­burg við í vetrar­á­ætlun. Nú stendur yfir vinna við að stilla vetrar­á­ætlun af og lík­legt er að við munum sömu­leiðis fækka flug­ferðum á ein­hverja á­fanga­staði.

Eins og við höfum áður lagt á­herslu á er sveigjan­leikinn mikill í leiða­kerfinu okkar og við munum nýta hann til þess að stilla fram­boðið næstu mánuðina í takt við eftir­spurn.“

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.