Græn orkubylting í landi tækifæranna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skrifar 28. ágúst 2021 14:30 Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja máli. Græna orkubyltingin kallar á aukna notkun á bæði raforku og rafeldsneyti sem þarf mikla raforku til að framleiða. Áætlað hefur verið að full orkuskipti í samgöngum á landi, haftengdri starfsemi og innanlandsflugi, miðað við núverandi olíunotkun okkar innanlands, kalli á 1.200 megavött af uppsettu afli, sem er rúmlega þriðjungur af öllu uppsettu afli á Íslandi í dag. Þá er ótalið það afl sem þarf til að knýja aðra græna starfsemi sem við viljum sjá vaxa og dafna, til að mynda gagnaver, gróðurhús eða rafeldsneytisframleiðslu til útflutnings, auk þess sem millilandaflug mun án efa færa sig yfir á sjálfbærara eldsneyti á næstu árum. Í nýrri orkustefnu höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Ég vil sjá það gerast fyrr og auðvitað ættum við að ná þeim áfanga fyrst allra þjóða. Við eigum að keyra Ísland á grænni innlendri orku, fremur en að kaupa hana erlendis frá fyrir 80-120 milljarða á ári eins og við gerum í dag. Tækifærið er gríðarstórt efnahagslega og myndi auk þess marka algjör tímamót í umhverfismálum. Erlendir markaðir gera sífellt sterkari kröfur um að vörur séu framleiddar á sjálfbæran hátt með lágu kolefnisspori. Orkuskiptin munu því styrkja stöðu íslenskrar framleiðslu á erlendum mörkuðum og laða hingað bæði nýja framleiðslu og ný fyrirtæki sem vilja byggja alfarið á grænni orku og tengdum tækifærum. Græn nýsköpun í heiminum eykst um 50% á ári og við viljum fá sem mest af þeim umsvifum hingað, með tilheyrandi verðmæta- og atvinnusköpun um allt land. Ísland er sem stendur í efsta sæti á vísitölu MIT-háskólans um græna framtíð. Við stöndum því mjög sterkt að vígi. En aðrar þjóðir eru á hraðferð í átt að sama marki og raunveruleg hætta er á að við glutrum niður forskoti okkar og tækifærum séum við værukær og drögum lappirnar. Einna mestum áhyggjum veldur sú staðreynd að rammaáætlun um nýtingu og vernd orkulinda er augljóslega komin í algjörar ógöngur. Gildandi áætlun er orðin átta ára gömul og fjórði áfangi hennar hefur legið óbættur hjá garði í mörg ár án þess að Alþingi afgreiði hann. Það verður að vera forgangsatriði að breyta þessu.. Við þurfum græna orku til að ná árangri í að draga úr útblæstri og það verður að taka það með í reikninginn þegar efnahags- og samfélagsleg áhrif virkjana eru metin í hverjum landshluta samhliða umhverfisáhrifum. Eðlilegt er að sveitarfélög og íbúar komi í ríkara mæli að því að ákvarða hvar mörkin á milli nýtingar grænna orkukosta og verndunar náttúru liggja. Á sama tíma þurfum við að skapa grænum fjárfestingarverkefnum hagfellt og samkeppnishæft viðskiptaumhverfi og styðja við þá nýsköpun og þróunarverkefni sem þarf til að byltingarkennd umskipti verði að veruleika. Það er í þágu bæði þjóðarhags og loftslagsmála. Græn framtíð sameinar efnahagslega hagsmuni Íslands og umhverfislega hagsmuni mannkyns. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera þá grænu framtíð að veruleika með hámarksávinningi fyrir bæði landsmenn og loftslagið. Útrýmum jarðefnaeldsneyti, drögum úr losun, aukum orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands, styrkjum stöðu íslenskrar framleiðslu erlendis, löðum til okkar græn fjárfestingarverkefni, búum til þekkingu og tækni sem við getum bæði nýtt sjálf og flutt út, og sköpum með öllu þessu ómæld verðmæti og spennandi störf. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Loftslagsmál Skoðun: Kosningar 2021 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Loftslagsmál og orkumál eru óaðskiljanlegir málaflokkar. Ísland stendur frammi fyrir einstöku og öfundsverðu tækifæri til að vera áfram leiðandi í grænu orkubyltingunni sem felst í viðleitni þjóða heims til að hverfa frá olíunotkun og taka upp umhverfisvæna orkugjafa. Við getum þó hæglega glatað forystu okkar ef við höfum ekki skýra sýn og látum hug fylgja máli. Græna orkubyltingin kallar á aukna notkun á bæði raforku og rafeldsneyti sem þarf mikla raforku til að framleiða. Áætlað hefur verið að full orkuskipti í samgöngum á landi, haftengdri starfsemi og innanlandsflugi, miðað við núverandi olíunotkun okkar innanlands, kalli á 1.200 megavött af uppsettu afli, sem er rúmlega þriðjungur af öllu uppsettu afli á Íslandi í dag. Þá er ótalið það afl sem þarf til að knýja aðra græna starfsemi sem við viljum sjá vaxa og dafna, til að mynda gagnaver, gróðurhús eða rafeldsneytisframleiðslu til útflutnings, auk þess sem millilandaflug mun án efa færa sig yfir á sjálfbærara eldsneyti á næstu árum. Í nýrri orkustefnu höfum við sett okkur það markmið að verða óháð jarðefnaeldsneyti fyrir árið 2050. Ég vil sjá það gerast fyrr og auðvitað ættum við að ná þeim áfanga fyrst allra þjóða. Við eigum að keyra Ísland á grænni innlendri orku, fremur en að kaupa hana erlendis frá fyrir 80-120 milljarða á ári eins og við gerum í dag. Tækifærið er gríðarstórt efnahagslega og myndi auk þess marka algjör tímamót í umhverfismálum. Erlendir markaðir gera sífellt sterkari kröfur um að vörur séu framleiddar á sjálfbæran hátt með lágu kolefnisspori. Orkuskiptin munu því styrkja stöðu íslenskrar framleiðslu á erlendum mörkuðum og laða hingað bæði nýja framleiðslu og ný fyrirtæki sem vilja byggja alfarið á grænni orku og tengdum tækifærum. Græn nýsköpun í heiminum eykst um 50% á ári og við viljum fá sem mest af þeim umsvifum hingað, með tilheyrandi verðmæta- og atvinnusköpun um allt land. Ísland er sem stendur í efsta sæti á vísitölu MIT-háskólans um græna framtíð. Við stöndum því mjög sterkt að vígi. En aðrar þjóðir eru á hraðferð í átt að sama marki og raunveruleg hætta er á að við glutrum niður forskoti okkar og tækifærum séum við værukær og drögum lappirnar. Einna mestum áhyggjum veldur sú staðreynd að rammaáætlun um nýtingu og vernd orkulinda er augljóslega komin í algjörar ógöngur. Gildandi áætlun er orðin átta ára gömul og fjórði áfangi hennar hefur legið óbættur hjá garði í mörg ár án þess að Alþingi afgreiði hann. Það verður að vera forgangsatriði að breyta þessu.. Við þurfum græna orku til að ná árangri í að draga úr útblæstri og það verður að taka það með í reikninginn þegar efnahags- og samfélagsleg áhrif virkjana eru metin í hverjum landshluta samhliða umhverfisáhrifum. Eðlilegt er að sveitarfélög og íbúar komi í ríkara mæli að því að ákvarða hvar mörkin á milli nýtingar grænna orkukosta og verndunar náttúru liggja. Á sama tíma þurfum við að skapa grænum fjárfestingarverkefnum hagfellt og samkeppnishæft viðskiptaumhverfi og styðja við þá nýsköpun og þróunarverkefni sem þarf til að byltingarkennd umskipti verði að veruleika. Það er í þágu bæði þjóðarhags og loftslagsmála. Græn framtíð sameinar efnahagslega hagsmuni Íslands og umhverfislega hagsmuni mannkyns. Sjálfstæðisflokkurinn vill gera þá grænu framtíð að veruleika með hámarksávinningi fyrir bæði landsmenn og loftslagið. Útrýmum jarðefnaeldsneyti, drögum úr losun, aukum orkuöryggi og orkusjálfstæði Íslands, styrkjum stöðu íslenskrar framleiðslu erlendis, löðum til okkar græn fjárfestingarverkefni, búum til þekkingu og tækni sem við getum bæði nýtt sjálf og flutt út, og sköpum með öllu þessu ómæld verðmæti og spennandi störf. Höfundur er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun