Barnaheill undirbúa þróunarverkefni í Síerra Leone Heimsljós 27. ágúst 2021 10:34 Barnaheill - Save the children Þróunarverkefnið er styrkt af utanríkisráðuneyti Íslands. Þessa dagana eru þrír fulltrúar á vegum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í heimsókn í Síerra Leóne. Tilgangur ferðarinnar er að undirbúa þróunarverkefni sem utanríkisráðuneytið hefur veitt styrk til. Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál í Síerra Leóne. Í Pujehun héraði er þörfin á fræðslu og markvissri vinnu mikil og ætla Barnaheill að vinna með samfélögunum að bera kennsl á ofbeldi, fræða, setja upp ferla, skýra tilkynningaleiðir í barnaverndarmálum og fleira. Börnin sjálf, kennarar, foreldrar, héraðsyfirvöld og fleiri koma til með að taka þátt í verkefninu. Fulltrúar Barnaheilla í Síerra Leone. Í ferðinni eru Harpa Rut Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Barnaheilla, Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna, og Hákon Broder Lund ljósmyndari. Hægt er að fylgjast með fréttum af ferðinni á Instagram-reikningi Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Innlent
Þessa dagana eru þrír fulltrúar á vegum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í heimsókn í Síerra Leóne. Tilgangur ferðarinnar er að undirbúa þróunarverkefni sem utanríkisráðuneytið hefur veitt styrk til. Kynbundið ofbeldi, kynlífsþrælkun, mansal og kynferðisofbeldi er stórt samfélagslegt vandamál í Síerra Leóne. Í Pujehun héraði er þörfin á fræðslu og markvissri vinnu mikil og ætla Barnaheill að vinna með samfélögunum að bera kennsl á ofbeldi, fræða, setja upp ferla, skýra tilkynningaleiðir í barnaverndarmálum og fleira. Börnin sjálf, kennarar, foreldrar, héraðsyfirvöld og fleiri koma til með að taka þátt í verkefninu. Fulltrúar Barnaheilla í Síerra Leone. Í ferðinni eru Harpa Rut Hilmarsdóttir, stjórnarformaður Barnaheilla, Guðrún Helga Jóhannsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Barnaheilla og leiðtogi erlendra verkefna, og Hákon Broder Lund ljósmyndari. Hægt er að fylgjast með fréttum af ferðinni á Instagram-reikningi Barnaheilla. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Síerra Leóne Mest lesið Svona voru fundahöld forseta með formönnum flokka Innlent Íslendingur bannaður á djamminu í Danmörku Innlent Jón Gnarr kennir í brjósti um Einar arftaka sinn Innlent „Þetta verður alger Kleppur“ Innlent Segja ásakanir „uppspuna frá rótum“ og „efni í hryllingsmynd“ Innlent Þykir leitt hvernig kennarar túlkuðu orð sín Innlent „Þriðja banatilræðinu“ gegn Trump afstýrt Erlent Segir Svandísi aðeins eiga einn kost eftir „svipugöng niðurlægingar“ Innlent Annar fyrrverandi Miðflokksmaður til liðs við Arnar Þór Innlent Pallborðið: Hvað segir stjórnarandstaðan um útspil Bjarna? Innlent