„Fæ ekki nógu mikla ánægju úr þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2021 07:31 Matthías Orri Sigurðarson hefur átt góðar stundir á körfuboltavellinum en segir ánægjuna af íþróttinni ekki hafa verið nógu mikla undanfarið. vísir/bára Útlit er fyrir að einn af bestu leikmönnum Dominos-deildarinnar í körfubolta síðustu ár, hinn 26 ára gamli KR-ingur Matthías Orri Sigurðarson, dragi sig í hlé. Hann segir ástríðuna fyrir körfuboltanum einfaldlega hafa minnkað. „Þetta er ekki alveg grafið í stein eins og er en kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Matthías um það hvort að hann taki sér hlé í vetur. Matthías hefur verið lykilmaður hjá KR síðustu tvö ár eftir að hafa verið leiðtogi ÍR um árabil og komist með liðinu í úrslit Íslandsmótsins árið 2019. „Það er búin að vera að ágerast einhver minni ástríða og minni ánægja af körfubolta. Þetta hefur verið að gerjast í einhvern tíma. Það er stóra málið. Svo er líka mikið að gera í vinnu og ég búinn að vera lengi að í þessu, svo það er ýmislegt sem spilar inn í,“ segir Matthías. Útlit er fyrir að Matthías Orri verði sjaldnar á ferð í DHL-höllinni í vetur en síðustu ár en það er þó ekki alveg ljóst.vísir/bára Matthías segir að ferlinum sé ekki lokið, hvort sem hann tæki sér hlé eða ekki, enda er hann aðeins 26 ára gamall: „Ég veit það og fólk í kringum mig hefur verið að benda á það. En ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að ég myndi ekki leggja allt sem að ég hef í körfuboltann. Þegar það fer svo að fjara undan áhuganum þá tel ég ekki mikið vit í að eyða meiri tíma í hann en þarf, ef manni finnst þetta ekki nógu skemmtilegt. Eins og flestir íþróttamenn þekkja þá hefur þetta verið misskemmtilegt í gegnum tíðina. En þetta [minni áhugi] hefur verið svolítið stöðugt núna í ár eða tvö. Svo hef ég bara alltaf byrjað nýtt tímabil og ekkert pælt í þessu, fyrr en núna fyrst í sumar. Þá fór maður að horfa aðeins til baka og reyna að skilja líðanina og tilfinningarnar á bakvið það sem maður hefur verið að gera í tuttugu ár og er vanur,“ segir Matthías. Matthías Orri og félagar í KR komust í undanúrslit á síðasta Íslandsmóti eftir ævintýralega rimmu við Val en féllu svo úr leik gegn Keflavík.vísir/bára Síðasta ár með þeim betri KR verður með nýtt þjálfarateymi í vetur því Helgi Már Magnússon leggur skóna á hilluna og tekur við af Darra Frey Atlasyni. Bróðir Matthíasar, Jakob, verður aðstoðarþjálfari og Matthías hlær kurteisislega þegar blaðamaður reynir að vera fyndinn og spyr hvort ósætti við þjálfarateymið spili inn í vangaveltur hans. Öðru nær. „Síðasta ár með KR, þó að það væri það fyrsta í sjö ár sem liðið vinnur ekki titilinn, var með betri árum sem ég hef átt í körfubolta, hvað varðar stjórnina, þjálfarana og leikmannahópinn. Ekkert er fjær lagi en að það séu einhver vandamál hvað það varðar. Málið er að ég ákvað það fyrir einhverjum árum síðan að ég væri ekki að fara að leggja atvinnumennsku á mig í þessu. Ég fór snemma að huga að því að læra og hef unnið mikið meðfram körfuboltanum. Álagið í kringum vinnuna hefur aukist talsvert. Hægt og rólega hefur áhuginn og keppnisskapið, og eljusemin, færst yfir í þann farveg í stað körfunnar. Svo er hnéð mitt ennþá í rusli eftir úrslitakeppnina þegar ég var hjá ÍR, og það er frekar lýjandi að vera að fara út klukkan 9 á morgnana og koma heim klukkan 9 á kvöldin. En stærsti faktorinn í þessum pælingum mínum núna er að ég fæ ekki nógu mikla ánægju úr þessu og hef ekki gert það upp á síðkastið,“ segir Matthías sem er sérfræðingur á fjármála- og rekstarsviði hjá Eir hjúkrunarheimili. Matthías skoraði 13,6 stig að meðaltali í leik í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð, tók 4,4 fráköst og gaf 4,5 stoðsendingar.vísir/bára Matthías ítrekar að hann sé ekki hættur í körfubolta, sama hver ákvörðun hans verði fyrir komandi tímabil: „Nei, þetta yrði algjörlega hlé. Í mínum samskiptum við KR-inga varðandi þessi mál hef ég alltaf sagt við þá að ég held að það sé hvorki sanngjarnt gagnvart klúbbnum né sjálfum mér að ég væri að skuldbinda mig þegar mín sýn er ekki skýr varðandi næsta ár í körfunni. Að ég sé þar á launaskrá og þeir með starfsmann sem er ekki hundrað prósent í þessu, og ég að skuldbinda mig í eitthvað sem ég er ekki viss um. Ég er nefnilega þannig að ég myndi aldrei hætta á miðri leið.“ Dominos-deild karla KR Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira
„Þetta er ekki alveg grafið í stein eins og er en kemur í ljós á næstu dögum,“ segir Matthías um það hvort að hann taki sér hlé í vetur. Matthías hefur verið lykilmaður hjá KR síðustu tvö ár eftir að hafa verið leiðtogi ÍR um árabil og komist með liðinu í úrslit Íslandsmótsins árið 2019. „Það er búin að vera að ágerast einhver minni ástríða og minni ánægja af körfubolta. Þetta hefur verið að gerjast í einhvern tíma. Það er stóra málið. Svo er líka mikið að gera í vinnu og ég búinn að vera lengi að í þessu, svo það er ýmislegt sem spilar inn í,“ segir Matthías. Útlit er fyrir að Matthías Orri verði sjaldnar á ferð í DHL-höllinni í vetur en síðustu ár en það er þó ekki alveg ljóst.vísir/bára Matthías segir að ferlinum sé ekki lokið, hvort sem hann tæki sér hlé eða ekki, enda er hann aðeins 26 ára gamall: „Ég veit það og fólk í kringum mig hefur verið að benda á það. En ég tók þá ákvörðun fyrir einhverjum tíma að ég myndi ekki leggja allt sem að ég hef í körfuboltann. Þegar það fer svo að fjara undan áhuganum þá tel ég ekki mikið vit í að eyða meiri tíma í hann en þarf, ef manni finnst þetta ekki nógu skemmtilegt. Eins og flestir íþróttamenn þekkja þá hefur þetta verið misskemmtilegt í gegnum tíðina. En þetta [minni áhugi] hefur verið svolítið stöðugt núna í ár eða tvö. Svo hef ég bara alltaf byrjað nýtt tímabil og ekkert pælt í þessu, fyrr en núna fyrst í sumar. Þá fór maður að horfa aðeins til baka og reyna að skilja líðanina og tilfinningarnar á bakvið það sem maður hefur verið að gera í tuttugu ár og er vanur,“ segir Matthías. Matthías Orri og félagar í KR komust í undanúrslit á síðasta Íslandsmóti eftir ævintýralega rimmu við Val en féllu svo úr leik gegn Keflavík.vísir/bára Síðasta ár með þeim betri KR verður með nýtt þjálfarateymi í vetur því Helgi Már Magnússon leggur skóna á hilluna og tekur við af Darra Frey Atlasyni. Bróðir Matthíasar, Jakob, verður aðstoðarþjálfari og Matthías hlær kurteisislega þegar blaðamaður reynir að vera fyndinn og spyr hvort ósætti við þjálfarateymið spili inn í vangaveltur hans. Öðru nær. „Síðasta ár með KR, þó að það væri það fyrsta í sjö ár sem liðið vinnur ekki titilinn, var með betri árum sem ég hef átt í körfubolta, hvað varðar stjórnina, þjálfarana og leikmannahópinn. Ekkert er fjær lagi en að það séu einhver vandamál hvað það varðar. Málið er að ég ákvað það fyrir einhverjum árum síðan að ég væri ekki að fara að leggja atvinnumennsku á mig í þessu. Ég fór snemma að huga að því að læra og hef unnið mikið meðfram körfuboltanum. Álagið í kringum vinnuna hefur aukist talsvert. Hægt og rólega hefur áhuginn og keppnisskapið, og eljusemin, færst yfir í þann farveg í stað körfunnar. Svo er hnéð mitt ennþá í rusli eftir úrslitakeppnina þegar ég var hjá ÍR, og það er frekar lýjandi að vera að fara út klukkan 9 á morgnana og koma heim klukkan 9 á kvöldin. En stærsti faktorinn í þessum pælingum mínum núna er að ég fæ ekki nógu mikla ánægju úr þessu og hef ekki gert það upp á síðkastið,“ segir Matthías sem er sérfræðingur á fjármála- og rekstarsviði hjá Eir hjúkrunarheimili. Matthías skoraði 13,6 stig að meðaltali í leik í Dominos-deildinni á síðustu leiktíð, tók 4,4 fráköst og gaf 4,5 stoðsendingar.vísir/bára Matthías ítrekar að hann sé ekki hættur í körfubolta, sama hver ákvörðun hans verði fyrir komandi tímabil: „Nei, þetta yrði algjörlega hlé. Í mínum samskiptum við KR-inga varðandi þessi mál hef ég alltaf sagt við þá að ég held að það sé hvorki sanngjarnt gagnvart klúbbnum né sjálfum mér að ég væri að skuldbinda mig þegar mín sýn er ekki skýr varðandi næsta ár í körfunni. Að ég sé þar á launaskrá og þeir með starfsmann sem er ekki hundrað prósent í þessu, og ég að skuldbinda mig í eitthvað sem ég er ekki viss um. Ég er nefnilega þannig að ég myndi aldrei hætta á miðri leið.“
Dominos-deild karla KR Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fæddist með gat á hjartanu Enski boltinn Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fleiri fréttir Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Sjá meira