Geðheilbrigðisstefna Pírata Halldór Auðar Svansson skrifar 26. ágúst 2021 14:01 Heilbrigðismál eru eitt stærsta pólitíska málið í komandi kosningum. Nú sem aldrei fyrr sjáum við hversu mikilvæg heilbrigðisþjónusta er og hvað fjárfestingar í henni geta skilað sér margfalt til baka. Í umræðu um heilbrigðiskerfið má alls ekki undanskilja geðheilbrigðisþjónustuna – síst af öllu í Covid-ástandi sem einkennist af óvissu, kvíða, glötuðum tækifærum og missi hvers konar. Píratar hafa birt metnaðarfulla kosningastefnu og þar er sérstaklega tekið á geðheilbrigðismálum: „Geðheilbrigðiskerfið er ekki fullfjármagnað og að það verður að gefa í. Þetta á ekki síður við í kjölfar heimsfaraldurs. Við viljum líka tryggja að fjármagnið nýtist vel með því að sjá til þess að í geðheilbrigðisþjónustu sé lögð áhersla á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun. Horfa þarf heildrænt á stefnu og aðgerðir stjórnvalda með tilliti til áhrifa á geðheilsu almennings.“ Hvað þýðir þetta í raun? Með þessu er átt við að í stað þess að hlaupa til og slökkva elda eftir að þeir kvikna þarf að fjárfesta mun sterkar í því að fyrirbyggja vandamál áður en þau vaxa, auðvelda aðgengi fólks að svokallaðri lágþröskuldaþjónustu (þar sem ekki þarf að vera kominn upp mikill vandi til að fólk komist inn fyrir dyr) og vera vakandi fyrir því hvernig geðheilbrigðismál eru alls ekki afmarkaður málaflokkur heldur geta alls konar ákvarðanir haft beint sem óbein áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sóttvarnaaðgerðir valda til að mynda aukinni félagslegri einangrun sem kemur verr niður á fólki sem er einangrað fyrir. Þessar byrðar, eins þungar og þær eru, dreifast ekki jafnt á okkur öll og því þarf að vera vakandi fyrir því hvernig hægt er að styðja við þau sem verst verða úti í gegnum ástandið. Hér er allra nærtækast að nefna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Lög hafa verið sett um þetta en það hefur hvorki verið útfært né fjármagnað. Það er í raun algjört hneyksli að þetta sé ekki sett í forgang á tímum þar sem þörfin hefur aldrei verið augljósari. Einnig má nefna hópa sem þurfa sérhæfða þjónustu sem hefur verið af skornum skammti hingað til, svo sem fólk með tvígreiningu, einhverfa og fólk sem glímir við átröskun. Eins þarf að huga að aðgengi fólks um allt landið en miklir misbrestir eru á því hvers konar þjónusta er veitt eftir því hvar fólk er búsett. Fjárfestum duglega í þessu öllu strax í stað þess að bíða eftir því að afleiðingar Covid-ástandsins komi almennilega fram. Fræðsla fyrir börn – fræðsla fyrir aðstandendur Besta leiðin til að draga úr fordómum og valdefla fólk til að taka ábyrgð á sinni eigin geðheilsu er í gegnum fræðslu og þar er mikilvægt að byrja snemma. Útfærum hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla í aðalnámskrá og styðjum við getu kennara til að tileinka sér þessa þekkingu. Það er líka mjög mikilvægt að aðstandendur, sem oft eru líka börn, fái staðgóða fræðslu um hvað er í gangi hjá þeim sem þeim standa nærri og það þarf líka að styðja aðstandendur almennt, umfaðma þá og draga úr álaginu sem allt of oft lendir á aðstandendum þeirra sem glíma við geðrænar áskoranir. Réttindi notenda í forgang Svo má ekki gleyma réttindum notenda þjónustunnar. Í geðheilbrigðisþjónustu er það mjög sértækt áskorunarefni sökum þess að þar er stundum gripið til þvingana og viðhorfin til notenda geta því miður ennþá litast af gamalgróinni forræðishyggju og fordómum. Það þarf að endurskoða löggjöf um málaflokkinn og auka rétt fólks til að sækja rétt sinn gagnvart kerfinu en hann er veikur eins og er. Á móti stórefla úrræði og aðferðir sem byggjast ekki á þvingunum og þar hjálpar að sjálfsögðu að byrja fyrr, áður en í óefni er komið. Þetta áhersluatriði helst að sjálfsögðu í hendur við það sem Píratar hafa haft á sinni stefnuskrá frá upphafi - afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Það er löngu tímabært að hætta að refsa fólki fyrir að vera haldið fíknivanda og bjóða því inn úr kuldanum. Þarna er ein ákvörðun stjórnvalda – að refsa veiku fólki – augljóslega að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu þess hluta þjóðarinnar sem verður fyrir barðinu á þessari ómannúðlegu stefnu. Heilbrigðisráðherra steig það djarfa skref á síðasta kjörtímabili að leggja fram eigið frumvarp um afglæpavæðingu eftir að Píratar höfðu ýtt á eftir því í mörg ár - en þingheimur hafði ekki hugrekki til að klára dæmið. Þetta er því enn og aftur kosningamál og það verður aldrei af Pírötum tekið að enginn flokkur hefur barist harðar fyrir því á þingi. Að sama skapi þá erum við með skýra og víða sýn á geðheilbrigðismál almennt og munum halda áfram að berjast fyrir umbótum á því sviði. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðismál eru eitt stærsta pólitíska málið í komandi kosningum. Nú sem aldrei fyrr sjáum við hversu mikilvæg heilbrigðisþjónusta er og hvað fjárfestingar í henni geta skilað sér margfalt til baka. Í umræðu um heilbrigðiskerfið má alls ekki undanskilja geðheilbrigðisþjónustuna – síst af öllu í Covid-ástandi sem einkennist af óvissu, kvíða, glötuðum tækifærum og missi hvers konar. Píratar hafa birt metnaðarfulla kosningastefnu og þar er sérstaklega tekið á geðheilbrigðismálum: „Geðheilbrigðiskerfið er ekki fullfjármagnað og að það verður að gefa í. Þetta á ekki síður við í kjölfar heimsfaraldurs. Við viljum líka tryggja að fjármagnið nýtist vel með því að sjá til þess að í geðheilbrigðisþjónustu sé lögð áhersla á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun. Horfa þarf heildrænt á stefnu og aðgerðir stjórnvalda með tilliti til áhrifa á geðheilsu almennings.“ Hvað þýðir þetta í raun? Með þessu er átt við að í stað þess að hlaupa til og slökkva elda eftir að þeir kvikna þarf að fjárfesta mun sterkar í því að fyrirbyggja vandamál áður en þau vaxa, auðvelda aðgengi fólks að svokallaðri lágþröskuldaþjónustu (þar sem ekki þarf að vera kominn upp mikill vandi til að fólk komist inn fyrir dyr) og vera vakandi fyrir því hvernig geðheilbrigðismál eru alls ekki afmarkaður málaflokkur heldur geta alls konar ákvarðanir haft beint sem óbein áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sóttvarnaaðgerðir valda til að mynda aukinni félagslegri einangrun sem kemur verr niður á fólki sem er einangrað fyrir. Þessar byrðar, eins þungar og þær eru, dreifast ekki jafnt á okkur öll og því þarf að vera vakandi fyrir því hvernig hægt er að styðja við þau sem verst verða úti í gegnum ástandið. Hér er allra nærtækast að nefna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Lög hafa verið sett um þetta en það hefur hvorki verið útfært né fjármagnað. Það er í raun algjört hneyksli að þetta sé ekki sett í forgang á tímum þar sem þörfin hefur aldrei verið augljósari. Einnig má nefna hópa sem þurfa sérhæfða þjónustu sem hefur verið af skornum skammti hingað til, svo sem fólk með tvígreiningu, einhverfa og fólk sem glímir við átröskun. Eins þarf að huga að aðgengi fólks um allt landið en miklir misbrestir eru á því hvers konar þjónusta er veitt eftir því hvar fólk er búsett. Fjárfestum duglega í þessu öllu strax í stað þess að bíða eftir því að afleiðingar Covid-ástandsins komi almennilega fram. Fræðsla fyrir börn – fræðsla fyrir aðstandendur Besta leiðin til að draga úr fordómum og valdefla fólk til að taka ábyrgð á sinni eigin geðheilsu er í gegnum fræðslu og þar er mikilvægt að byrja snemma. Útfærum hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla í aðalnámskrá og styðjum við getu kennara til að tileinka sér þessa þekkingu. Það er líka mjög mikilvægt að aðstandendur, sem oft eru líka börn, fái staðgóða fræðslu um hvað er í gangi hjá þeim sem þeim standa nærri og það þarf líka að styðja aðstandendur almennt, umfaðma þá og draga úr álaginu sem allt of oft lendir á aðstandendum þeirra sem glíma við geðrænar áskoranir. Réttindi notenda í forgang Svo má ekki gleyma réttindum notenda þjónustunnar. Í geðheilbrigðisþjónustu er það mjög sértækt áskorunarefni sökum þess að þar er stundum gripið til þvingana og viðhorfin til notenda geta því miður ennþá litast af gamalgróinni forræðishyggju og fordómum. Það þarf að endurskoða löggjöf um málaflokkinn og auka rétt fólks til að sækja rétt sinn gagnvart kerfinu en hann er veikur eins og er. Á móti stórefla úrræði og aðferðir sem byggjast ekki á þvingunum og þar hjálpar að sjálfsögðu að byrja fyrr, áður en í óefni er komið. Þetta áhersluatriði helst að sjálfsögðu í hendur við það sem Píratar hafa haft á sinni stefnuskrá frá upphafi - afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Það er löngu tímabært að hætta að refsa fólki fyrir að vera haldið fíknivanda og bjóða því inn úr kuldanum. Þarna er ein ákvörðun stjórnvalda – að refsa veiku fólki – augljóslega að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu þess hluta þjóðarinnar sem verður fyrir barðinu á þessari ómannúðlegu stefnu. Heilbrigðisráðherra steig það djarfa skref á síðasta kjörtímabili að leggja fram eigið frumvarp um afglæpavæðingu eftir að Píratar höfðu ýtt á eftir því í mörg ár - en þingheimur hafði ekki hugrekki til að klára dæmið. Þetta er því enn og aftur kosningamál og það verður aldrei af Pírötum tekið að enginn flokkur hefur barist harðar fyrir því á þingi. Að sama skapi þá erum við með skýra og víða sýn á geðheilbrigðismál almennt og munum halda áfram að berjast fyrir umbótum á því sviði. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun