Geðheilbrigðisstefna Pírata Halldór Auðar Svansson skrifar 26. ágúst 2021 14:01 Heilbrigðismál eru eitt stærsta pólitíska málið í komandi kosningum. Nú sem aldrei fyrr sjáum við hversu mikilvæg heilbrigðisþjónusta er og hvað fjárfestingar í henni geta skilað sér margfalt til baka. Í umræðu um heilbrigðiskerfið má alls ekki undanskilja geðheilbrigðisþjónustuna – síst af öllu í Covid-ástandi sem einkennist af óvissu, kvíða, glötuðum tækifærum og missi hvers konar. Píratar hafa birt metnaðarfulla kosningastefnu og þar er sérstaklega tekið á geðheilbrigðismálum: „Geðheilbrigðiskerfið er ekki fullfjármagnað og að það verður að gefa í. Þetta á ekki síður við í kjölfar heimsfaraldurs. Við viljum líka tryggja að fjármagnið nýtist vel með því að sjá til þess að í geðheilbrigðisþjónustu sé lögð áhersla á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun. Horfa þarf heildrænt á stefnu og aðgerðir stjórnvalda með tilliti til áhrifa á geðheilsu almennings.“ Hvað þýðir þetta í raun? Með þessu er átt við að í stað þess að hlaupa til og slökkva elda eftir að þeir kvikna þarf að fjárfesta mun sterkar í því að fyrirbyggja vandamál áður en þau vaxa, auðvelda aðgengi fólks að svokallaðri lágþröskuldaþjónustu (þar sem ekki þarf að vera kominn upp mikill vandi til að fólk komist inn fyrir dyr) og vera vakandi fyrir því hvernig geðheilbrigðismál eru alls ekki afmarkaður málaflokkur heldur geta alls konar ákvarðanir haft beint sem óbein áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sóttvarnaaðgerðir valda til að mynda aukinni félagslegri einangrun sem kemur verr niður á fólki sem er einangrað fyrir. Þessar byrðar, eins þungar og þær eru, dreifast ekki jafnt á okkur öll og því þarf að vera vakandi fyrir því hvernig hægt er að styðja við þau sem verst verða úti í gegnum ástandið. Hér er allra nærtækast að nefna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Lög hafa verið sett um þetta en það hefur hvorki verið útfært né fjármagnað. Það er í raun algjört hneyksli að þetta sé ekki sett í forgang á tímum þar sem þörfin hefur aldrei verið augljósari. Einnig má nefna hópa sem þurfa sérhæfða þjónustu sem hefur verið af skornum skammti hingað til, svo sem fólk með tvígreiningu, einhverfa og fólk sem glímir við átröskun. Eins þarf að huga að aðgengi fólks um allt landið en miklir misbrestir eru á því hvers konar þjónusta er veitt eftir því hvar fólk er búsett. Fjárfestum duglega í þessu öllu strax í stað þess að bíða eftir því að afleiðingar Covid-ástandsins komi almennilega fram. Fræðsla fyrir börn – fræðsla fyrir aðstandendur Besta leiðin til að draga úr fordómum og valdefla fólk til að taka ábyrgð á sinni eigin geðheilsu er í gegnum fræðslu og þar er mikilvægt að byrja snemma. Útfærum hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla í aðalnámskrá og styðjum við getu kennara til að tileinka sér þessa þekkingu. Það er líka mjög mikilvægt að aðstandendur, sem oft eru líka börn, fái staðgóða fræðslu um hvað er í gangi hjá þeim sem þeim standa nærri og það þarf líka að styðja aðstandendur almennt, umfaðma þá og draga úr álaginu sem allt of oft lendir á aðstandendum þeirra sem glíma við geðrænar áskoranir. Réttindi notenda í forgang Svo má ekki gleyma réttindum notenda þjónustunnar. Í geðheilbrigðisþjónustu er það mjög sértækt áskorunarefni sökum þess að þar er stundum gripið til þvingana og viðhorfin til notenda geta því miður ennþá litast af gamalgróinni forræðishyggju og fordómum. Það þarf að endurskoða löggjöf um málaflokkinn og auka rétt fólks til að sækja rétt sinn gagnvart kerfinu en hann er veikur eins og er. Á móti stórefla úrræði og aðferðir sem byggjast ekki á þvingunum og þar hjálpar að sjálfsögðu að byrja fyrr, áður en í óefni er komið. Þetta áhersluatriði helst að sjálfsögðu í hendur við það sem Píratar hafa haft á sinni stefnuskrá frá upphafi - afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Það er löngu tímabært að hætta að refsa fólki fyrir að vera haldið fíknivanda og bjóða því inn úr kuldanum. Þarna er ein ákvörðun stjórnvalda – að refsa veiku fólki – augljóslega að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu þess hluta þjóðarinnar sem verður fyrir barðinu á þessari ómannúðlegu stefnu. Heilbrigðisráðherra steig það djarfa skref á síðasta kjörtímabili að leggja fram eigið frumvarp um afglæpavæðingu eftir að Píratar höfðu ýtt á eftir því í mörg ár - en þingheimur hafði ekki hugrekki til að klára dæmið. Þetta er því enn og aftur kosningamál og það verður aldrei af Pírötum tekið að enginn flokkur hefur barist harðar fyrir því á þingi. Að sama skapi þá erum við með skýra og víða sýn á geðheilbrigðismál almennt og munum halda áfram að berjast fyrir umbótum á því sviði. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðismál eru eitt stærsta pólitíska málið í komandi kosningum. Nú sem aldrei fyrr sjáum við hversu mikilvæg heilbrigðisþjónusta er og hvað fjárfestingar í henni geta skilað sér margfalt til baka. Í umræðu um heilbrigðiskerfið má alls ekki undanskilja geðheilbrigðisþjónustuna – síst af öllu í Covid-ástandi sem einkennist af óvissu, kvíða, glötuðum tækifærum og missi hvers konar. Píratar hafa birt metnaðarfulla kosningastefnu og þar er sérstaklega tekið á geðheilbrigðismálum: „Geðheilbrigðiskerfið er ekki fullfjármagnað og að það verður að gefa í. Þetta á ekki síður við í kjölfar heimsfaraldurs. Við viljum líka tryggja að fjármagnið nýtist vel með því að sjá til þess að í geðheilbrigðisþjónustu sé lögð áhersla á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun. Horfa þarf heildrænt á stefnu og aðgerðir stjórnvalda með tilliti til áhrifa á geðheilsu almennings.“ Hvað þýðir þetta í raun? Með þessu er átt við að í stað þess að hlaupa til og slökkva elda eftir að þeir kvikna þarf að fjárfesta mun sterkar í því að fyrirbyggja vandamál áður en þau vaxa, auðvelda aðgengi fólks að svokallaðri lágþröskuldaþjónustu (þar sem ekki þarf að vera kominn upp mikill vandi til að fólk komist inn fyrir dyr) og vera vakandi fyrir því hvernig geðheilbrigðismál eru alls ekki afmarkaður málaflokkur heldur geta alls konar ákvarðanir haft beint sem óbein áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sóttvarnaaðgerðir valda til að mynda aukinni félagslegri einangrun sem kemur verr niður á fólki sem er einangrað fyrir. Þessar byrðar, eins þungar og þær eru, dreifast ekki jafnt á okkur öll og því þarf að vera vakandi fyrir því hvernig hægt er að styðja við þau sem verst verða úti í gegnum ástandið. Hér er allra nærtækast að nefna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Lög hafa verið sett um þetta en það hefur hvorki verið útfært né fjármagnað. Það er í raun algjört hneyksli að þetta sé ekki sett í forgang á tímum þar sem þörfin hefur aldrei verið augljósari. Einnig má nefna hópa sem þurfa sérhæfða þjónustu sem hefur verið af skornum skammti hingað til, svo sem fólk með tvígreiningu, einhverfa og fólk sem glímir við átröskun. Eins þarf að huga að aðgengi fólks um allt landið en miklir misbrestir eru á því hvers konar þjónusta er veitt eftir því hvar fólk er búsett. Fjárfestum duglega í þessu öllu strax í stað þess að bíða eftir því að afleiðingar Covid-ástandsins komi almennilega fram. Fræðsla fyrir börn – fræðsla fyrir aðstandendur Besta leiðin til að draga úr fordómum og valdefla fólk til að taka ábyrgð á sinni eigin geðheilsu er í gegnum fræðslu og þar er mikilvægt að byrja snemma. Útfærum hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla í aðalnámskrá og styðjum við getu kennara til að tileinka sér þessa þekkingu. Það er líka mjög mikilvægt að aðstandendur, sem oft eru líka börn, fái staðgóða fræðslu um hvað er í gangi hjá þeim sem þeim standa nærri og það þarf líka að styðja aðstandendur almennt, umfaðma þá og draga úr álaginu sem allt of oft lendir á aðstandendum þeirra sem glíma við geðrænar áskoranir. Réttindi notenda í forgang Svo má ekki gleyma réttindum notenda þjónustunnar. Í geðheilbrigðisþjónustu er það mjög sértækt áskorunarefni sökum þess að þar er stundum gripið til þvingana og viðhorfin til notenda geta því miður ennþá litast af gamalgróinni forræðishyggju og fordómum. Það þarf að endurskoða löggjöf um málaflokkinn og auka rétt fólks til að sækja rétt sinn gagnvart kerfinu en hann er veikur eins og er. Á móti stórefla úrræði og aðferðir sem byggjast ekki á þvingunum og þar hjálpar að sjálfsögðu að byrja fyrr, áður en í óefni er komið. Þetta áhersluatriði helst að sjálfsögðu í hendur við það sem Píratar hafa haft á sinni stefnuskrá frá upphafi - afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Það er löngu tímabært að hætta að refsa fólki fyrir að vera haldið fíknivanda og bjóða því inn úr kuldanum. Þarna er ein ákvörðun stjórnvalda – að refsa veiku fólki – augljóslega að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu þess hluta þjóðarinnar sem verður fyrir barðinu á þessari ómannúðlegu stefnu. Heilbrigðisráðherra steig það djarfa skref á síðasta kjörtímabili að leggja fram eigið frumvarp um afglæpavæðingu eftir að Píratar höfðu ýtt á eftir því í mörg ár - en þingheimur hafði ekki hugrekki til að klára dæmið. Þetta er því enn og aftur kosningamál og það verður aldrei af Pírötum tekið að enginn flokkur hefur barist harðar fyrir því á þingi. Að sama skapi þá erum við með skýra og víða sýn á geðheilbrigðismál almennt og munum halda áfram að berjast fyrir umbótum á því sviði. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar