J. R. Smith fær leyfi til að keppa með skólaliðinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. ágúst 2021 08:30 Náms-/íþróttamaðurinn J. R. Smith. Complex J. R. Smith, fyrrum leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta, skráði sig nýverið í háskóla og ákvað að skrá sig í golflið skólans í leiðinni. Hann hefur nú fengið keppnisleyfi og mun því spila með skólaliðinu, NC A&T Aggies, á meðan námi stendur. Vísir greindi frá því nýverið að hinn 35 ára gamli J. R. Smith – sem varð tvívegis NBA meistari – hafi ákveðið að setjast á skólabekk þar sem skórnir væru farnir upp í hillu. Ásamt því að stunda nám við A&T State-háskólann í Norður-Karólínu ákvað Smith að spila golf með skólaliðinu en Smith er einkar fær á golfvellinum. Til þess þurfti hann að fá leyfi frá NCAA, National Collegiate Athletic Association. Það er nú komið. The NCAA has cleared J.R. Smith to play golf for the NC A&T Aggies pic.twitter.com/vLP8y4Lm35— Bleacher Report (@BleacherReport) August 24, 2021 „Þetta var mögulega einhver mesta spenna sem ég hef upplifað í dágóða stund. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara, að geta kallað sjálfan mig náms-/íþróttamann er frábær tilfinning,“ sagði J. R. eftir að leyfið datt í hús. J. R. Smith hætti í skóla aðeins 17 ára gamall til að elta drauminn og gerast atvinnumaður í körfubolta. Nú 18 árum síðar er hann loks kominn aftur á skólabekkinn og er spenntur fyrir komandi tímum þó þeir verði mjög krefjandi. Það á svo einfaldlega eftir að koma í ljós hvort Smith haldi sig við bækurnar eða ákveði að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi. Golf Körfubolti Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Vísir greindi frá því nýverið að hinn 35 ára gamli J. R. Smith – sem varð tvívegis NBA meistari – hafi ákveðið að setjast á skólabekk þar sem skórnir væru farnir upp í hillu. Ásamt því að stunda nám við A&T State-háskólann í Norður-Karólínu ákvað Smith að spila golf með skólaliðinu en Smith er einkar fær á golfvellinum. Til þess þurfti hann að fá leyfi frá NCAA, National Collegiate Athletic Association. Það er nú komið. The NCAA has cleared J.R. Smith to play golf for the NC A&T Aggies pic.twitter.com/vLP8y4Lm35— Bleacher Report (@BleacherReport) August 24, 2021 „Þetta var mögulega einhver mesta spenna sem ég hef upplifað í dágóða stund. Ég vissi ekki hvernig þetta myndi fara, að geta kallað sjálfan mig náms-/íþróttamann er frábær tilfinning,“ sagði J. R. eftir að leyfið datt í hús. J. R. Smith hætti í skóla aðeins 17 ára gamall til að elta drauminn og gerast atvinnumaður í körfubolta. Nú 18 árum síðar er hann loks kominn aftur á skólabekkinn og er spenntur fyrir komandi tímum þó þeir verði mjög krefjandi. Það á svo einfaldlega eftir að koma í ljós hvort Smith haldi sig við bækurnar eða ákveði að reyna fyrir sér sem atvinnumaður í golfi.
Golf Körfubolti Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira