Kjósum ungt fólk á Alþingi Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir og Helga Margrét Jóhannesdóttir skrifa 23. ágúst 2021 14:30 Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Skortur á ungu fólki í pólitík er þekkt vandamál víða um heim. Það er undantekning ef fulltrúar þessa hóps fá sæti í ríkisstjórn, nefndum og ráðum þar sem ákvarðanir eru teknar. Ungt fólk hefur því ekki rödd í málum sem varða hagsmuni þeirra. Ísland er þar ekki undanskilið. Vöntun á ungu fólki í pólitík er gjarnan útskýrð með þeim hætti að ekki sé raunverulegur áhugi eða þekking fyrir hendi og að ungt fólk kjósi bara „það sem pabbi og mamma kjósa“. Slíkar alhæfingar eru hættulegar og kynda undir þá fordóma sem ávallt hafa verið til staðar gagnvart ungu fólki í pólitík. Við sjáum þessa fordóma svart á hvítu þegar talað er um dómsmálaráðherra sem fermingarkrakka eða stelpukjána. Ungt fólk fær gjarnan að sinna stöðu áheyrnarfulltrúa en fær ekki raunverulegt sæti við borðið. Samtal við ungt fólk virðist einungis viðhaft því það þykir móðins. Því erum við enn á villigötum þrátt fyrir að mantran um mikilvægi ungs fólks í pólitík hafi verið kveðin ár eftir ár. Ungt fólk vill sæti við borðið Áhugi ungs fólks á að láta sig málin varða er mikill og hefur færst í aukana á undanförnum misserum með fjölgun áskorana sem varða framtíð þessa hóps. Finna má unga aðgerðarsinna í hverju horni sem krefjast þess að markviss skref séu tekin í átt að betra samfélagi og betri heimi. Áberandi baráttumál eru jafnrétti allra samfélagshópa og róttæk skref í loftslagsmálum. Ungt fólk krefst þess í auknum mæli að fá sæti við borðið svo það geti haft raunveruleg áhrif á ákvörðunartöku um málefni sem varða eigin framtíð og framtíð komandi kynslóða. Þrátt fyrir að framboð á ungu fólki í pólitík hafi aukist til muna hefur fulltrúum þess á þingi ekki fjölgað að sama skapi. Landið okkar er fullt af ungu og frambærilegu fólki sem hefur skýra framtíðarsýn og sterka skoðun á hvernig samfélagi það vill búa í. Það sýnir sig á þeim fjölda ungs fólks sem býður fram krafta sína fyrir komandi Alþingiskosningar; en þess má geta að listar Vinstri grænna státa af 24 ungliðum. Pólitík án aðgreiningar Fulltrúar á Alþingi ættu að standa fyrir, og vera, þverskurður af samfélaginu. Því þarf þátttaka í pólitík að vera án aðgreiningar þar sem raddir allra fá að heyrast. Það skiptir sköpum fyrir stjórnun landsins að í þingsætum megi finna fulltrúa ólíkra kynja, kynþátta og kynhneigða, fulltrúa alls staðar að af landinu óháð stétt og stöðu, og að fulltrúar þessara hópa séu á sem breiðustu aldursbili. Ungt fólk er sannarlega traustsins vert Flest mál á Alþingi varða ungt fólk vegna þess að þau munu erfa landið og þurfa að lifa með ákvörðunum sem teknar eru í dag. Því er aðkallandi að þessi hópur hafi sterka rödd á þingi. Í stefnu VG kemur fram að hreyfingin treysti ungu fólki og því má fagna. Hins vegar þarf það traust sem VG sýnir ungu fólki að skila sér til kjósenda. Viðhorfsbreyting þarf að verða í samfélaginu þar sem hætt er að líta á ungt fólk sem annars flokks samfélagsþegna sem hafi hvorki þá reynslu né þekkingu sem þarf til að vera á þingi. Munið að hver sá sem fer á þing í fyrsta sinn er reynslulaus á þeim vettvangi hvort sem hann er tvítugur eða fimmtugur. Samfélagið þarf að opna augun og sjá þann hag sem er fólginn í að hleypa yngra fólki að. Má þar á meðal nefna að ungt fólk á þingi býr jafnan yfir miklum eldmóð, kemur inn með ferskan andblæ og veitir þannig þeim eldri aðhald til að knýja fram breytingar. Rannsóknir hafa sýnt að einstaklingar sem taka virkan þátt í pólitík snemma á lífsleiðinni eru líklegri til að leitast stöðugt við bæta samfélagið sitt ævina út. Jafnframt eru málefni sem brenna á ungu fólki málefni okkar allra. Unga kynslóðin veit að sumar aðgerðir þola enga bið og er tilbúin til að berjast strax í dag til að búa sér og sínum farsælli og öruggari framtíð. Við viljum með þessari grein hvetja ungt fólk til að mæta á kjörstað og kjósa sína fulltrúa á þing. Jafnframt viljum við hvetja þjóðina alla til að kjósa flokka sem tefla fram fólki með fjölbreyttan bakgrunn. Kjósum fjölbreytileika á Alþingi. Höfundar skipa 5 og 6. sæti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun